Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 540. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 809  —  540. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um samkeppnisrekstur og virðisaukaskatt.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hefur því verið framfylgt að aðili í samkeppnisrekstri sem undanþeginn er virðisaukaskatti aðskilji samkeppnisrekstur frá annarri starfsemi eða leggi virðisaukaskatt á þjónustuna?
     2.      Hefur það verið sérstaklega kannað í hve miklum mæli bankar sem undanþegnir eru virðisaukaskattsgreiðslum og einnig eru í óskyldri starfsemi séu í samkeppni við einkaaðila sem greiða virðisaukaskatt, eins og t.d. greiningardeildir bankanna og lögfræðideildir, sem eru í samkeppni við sjálfstæð ráðgjafar- og innheimtufyrirtæki? Ef svo er, hver var þá niðurstaðan? Ef svo er ekki, telur ráðherra ástæðu til að kanna málið?


Skriflegt svar óskast.