Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 595. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1014  —  595. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um störf á landsbyggðinni.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mörg störf á vegum ráðuneytisins hafa orðið til á landsbyggðinni frá samþykkt byggðaáætlunar 2006?
     2.      Hverjar eru áætlanir ráðherra um frekari fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni?


    Í kjölfar samþykktar byggðaráætlunar 2006 hefur ráðherra ákveðið að opna útibú frá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins við Háskólann á Akureyri. Áætlað er að útibúið verði opnað í apríl nk. og að þar muni fyrst um sinn starfa fjórir til sex starfsmenn. Ef áframhald verður á stöðugri aukningu verkefna hjá þýðingamiðstöð gerir ráðuneytið ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna á Akureyri á næstu árum.
    Ekki er gert ráð fyrir frekari fjölgun starfa á vegum ráðuneytisins á landsbyggðinni ef undan er skilin möguleg starfsemi á öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll.