Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 672. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1025  —  672. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fræðslumyndir í sjónvarpi.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Greiðir Ríkisútvarpið fyrir sýningu fræðslumynda Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun í sjónvarpinu og ef svo er, hversu mikið fyrir hverja mynd?
     2.      Hver hefur verið kostnaður Ríkisútvarpsins við sýningu myndanna hingað til og hver er áætlaður heildarkostnaður samkvæmt áætlun um sýningu allra myndanna?
     3.      Telur ráðherra að gætt sé hlutlægni við gerð þessara fræðslumynda í samræmi við 2. og 3. mgr. 3. gr. laga um Ríkisútvarpið, 122/2000, og 4. og 5. tölul. 2. mgr. 3. gr. laga um Ríkisútvarpið ohf.?