Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 680. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1060  —  680. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um námsframboð og afdrif starfsmanna eftir sameiningu Tækniháskóla Íslands við Háskólann í Reykjavík.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvaða námsleiðir voru áður kenndar í Tækniháskóla Íslands en hafa nú verið lagðar niður eða er fyrirhugað að leggja niður eftir sameiningu hans við Háskólann í Reykjavík?
     2.      Hver var fjöldi starfsmanna, fastráðinna og lausráðinna, við Tækniháskóla Íslands fyrir sameiningu hans við Háskólann í Reykjavík, sundurliðað eftir starfsheitum?
     3.      Hversu margir starfsmenn Tækniháskóla Íslands, fastráðnir og lausráðnir, hafa sagt upp eða látið af störfum eftir sameiningu hans við Háskólann í Reykjavík, sundurliðað eftir starfsheitum?


Skriflegt svar óskast.