Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 586. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1155  —  586. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um fóðurkostnað í loðdýrabúum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve mikið fé hefur hið opinbera veitt til þess að ná niður fóðurkostnaði í loðdýrabúum frá og með árinu 2004? Óskað er eftir upplýsingum um hvaða opinberu aðilar veittu féð, sundurgreint eftir árum, verkefnum, aðilum sem hlutu stuðning og fjárhæð.

    Í ágúst 2004 ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að á árunum 2004–2008 yrði varið samtals 116 millj. kr. til aðgerða er hefðu það að markmiði að verð á loðdýrafóðri hér á landi lækki og verði hliðstætt því sem gerist í samkeppnislöndunum. Sérstök nefnd skipuð fulltrúum frá samtökum loðdýrabænda og landbúnaðarráðuneyti hefur annast þetta verkefni. Í upphafi starfsins setti nefndin sér það markmið að koma verði á loðdýrafóðri hér á landi niður í 17,00 kr./kg sem þá var meðalverð fóðurs annars staðar á Norðurlöndum.
    Mikilvægt er í þessu sambandi að hafa í huga að hér er ekki um að ræða niðurgreiðslu á verði loðdýrafóðurs eins og lengi tíðkaðist hér á landi heldur aðgerðir sem vonast er til að haft geti varanleg áhrif til lækkunar á verði loðdýrafóðurs. Aðgerðirnar hafa því fyrst og fremst beinst að verkefnum sem haft geta slík áhrif og þannig stuðlað að jafnari stöðu meðal loðdýrabænda hvað snertir fóðurverð. Fóðurstöðvarnar hafa því orðið að sækja um til ákveðinna verkefna gegn hagræðingu og lækkun til bænda.

Ráðstöfun fjármagns til eflingar loðdýrarækt árin 2004–1. febrúar 2007.

I. Almennar aðgerðir:
A. Vegna uppgreiðslu á hluta lána fóðurstöðvanna hjá Lánasjóði landbúnaðarins og fjárhagslegrar endurskipulagningar:
Fóðurstöð Kaupfélags Skagfirðinga 17.000.000 kr.
Fóðurstöð Suðurlands 24.689.690 kr.
Quality ehf. 3.200.000 kr.
Fóðurflutningar ehf. 2.349.000 kr.
Eldisfóður ehf. 3.648.523 kr.
Dalsbú ehf. 2.121.285 kr.
Loðdýrabúið Ásgerði 1.720.872 kr. 54.729.370 kr.*
B.    Vegna hagræðingarverkefna:
Loðdýrabúið Klettabrekku 944.000 kr.
Eldisfóður ehf 2.000.000 kr.
Fóðurstöð Kf. Skagfirðinga 3.000.000 kr. 5.944.000 kr.
*Samhliða þessu felldi Lánasjóður landbúnaðarins niður skuldir að fjárhæð 29.833.367 kr.

II. Til hagræðingarverkefna gegn skuldbindingu um tiltekna lækkun á fóðurverði til bænda:
Eldisfóður ehf. 4.537.500 kr.
Fóðurstöð Suðurlands 6.500.000 kr.
Fóðurstöð Kf. Skagfirðinga 13.000.000 kr.     24.037.500 kr.
Samtals 84.710.870 kr.


Framleitt magn fóðurs 2006, fjöldi viðskiptamanna hjá fóðurstöðvunum,
fóðurverð við upphaf verkefnisins og áætlað fóðurverð 2007, kr./kg.

Framl. magn 2006 tonn Fjöldi bænda
í viðskiptum
Verð við upphaf verkefnis Áætlað verð 2007
Fóðurstöð Kf. Skagfirðinga 2.864 12 26,40 21,50
Fóðurstöð Suðurlands 1.601 4 25,46 20,80
Eldisfóður Vopnaf. 940 4 28,50 22.50
Ásgerði* 530 1 15,98 Liggur ekki fyrir
Quality* 572 1 18,24 Liggur ekki fyrir
Dalsbú* 1 15,94 Liggur ekki fyrir
Klettabrekka* 194 1 20,10 Liggur ekki fyrir
*Framleiða fyrir eigin bú.

    Samkvæmt upplýsingum frá ráðunaut Bændasamtaka Íslands eru fóðurstöðvar á öllum Norðurlöndunum að boða hækkun á fóðri á árinu 2007. Flest bendir til að fóður til bænda hækki um 10–15% sem þýðir miðað við núverandi gengi íslensku krónunnar 20.00 kr/kg.