Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 11. máls.
134. löggjafarþing 2007.
Þskj. 23  —  11. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra.

Frá meiri hluta heilbrigðisnefndar (ÁMöl, ÁRJ, PHB, ÁPÁ, RR, EBS).



     1.      Efnismálsliður c-liðar 1. gr. orðist svo: Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri, hvorki að því er varðar tekjutryggingu þeirra sjálfra né maka þeirra.
     2.      Efnismálsliður 2. gr. orðist svo: Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri, hvorki að því er varðar dvalarkostnað þeirra sjálfra né maka þeirra.
     3.      Við frumvarpið bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Vegna atvinnutekna á árinu 2007 skal Tryggingastofnun ríkisins dreifa tekjunum í samræmi við 5. mgr. 16. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og 5. mgr. 26. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Þó getur ellilífeyrisþegi og vistmaður 70 ára eða eldri óskað eftir því við Tryggingastofnun að tekjum hans og/eða maka verði skipt niður í tímabil fyrir og eftir 1. júlí 2007 eða 70 ára aldur, eftir því hvort er síðar á árinu.