Breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði

Fimmtudaginn 28. febrúar 2008, kl. 16:57:15 (5271)


135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[16:57]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef ekki kynnt mér, verð að játa það, málflutning Samtaka iðnaðarins í tengslum við þetta mál þannig að ég get ekki verið að svara þeirri spurningu. Hv. þingmaður spyr mig hvaða hagsmunir séu í húfi. Hverjir eru þessir hagsmunir?

Þjóðin öll, allt þjóðarbúið hefur hagsmuni af því að auðlindir landsins séu nýttar á jákvæðan efnahagslegan hátt og að nýting þeirra sé hagkvæm. Við græðum öll á því, ég, hv. þingmaður og öll þjóðin að það sé gert. Okkur greinir hins vegar á um leiðir til þess að gera það. Ég benti á það í ræðu minni, og vísaði til álits Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði, að takmörkun á framsali þessara auðlinda hefði neikvæð efnahagsleg (Forseti hringir.) áhrif á þjóðarbúið og (Forseti hringir.) leiddi til óhagkvæmrar nýtingar.