Viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010

Fimmtudaginn 17. apríl 2008, kl. 22:12:15 (6712)


135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010.

519. mál
[22:12]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill taka fram að honum er mjög vel ljóst hvaða mál eru á dagskrá þessa fundar og vill jafnframt vekja athygli á því að hér fer fram mjög efnismikil umræða um 8. dagskrármálið, mjög athyglisverð umræða, mjög góð og nauðsynleg umræða. Forseti vill því mælast til þess að hægt verði að halda áfram þeirri umræðu þannig að hann geti líka gefið sér tóm til að hugleiða þær óskir sem hér hafa komið fram. Forseti vill eindregið óska eftir því að hv. þingmenn gefi færi á því að umræðan haldi áfram.