135. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2008.

breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

339. mál
[15:21]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er eiginlega — að svara spurningu já eða nei. (JM: Það er einfalt.) Ég er búinn að flytja hér ræðu í dag og ef hv. þingmaður hefur skilið orð mín öðruvísi en að ég sé þeirrar skoðunar að ríkisstjórninni beri að hlíta þessum úrskurði er eitthvað að, þá bara — (GMJ: Trúirðu á Jesú Krist, já eða nei?)

Mig langar bara til að segja að þegar menn eru farnir að tala hér með þessum hætti og spyrja svona spurninga — það náttúrlega jaðrar við að vera rannsóknarréttarsystem. Það er bara þannig, hæstv. forseti. — Ég er þeirrar skoðunar, og það er mitt svar, að ríkisstjórninni ber að hlíta úrskurði mannréttindanefndarinnar, okkur ber að fara eftir úrskurði hennar. Við getum ekki sagt: Við förum eftir þessu en ekki eftir hinu. Ég vona að hv. þm. Jón Magnússon hafi skilið orð mín — ég er búinn að flytja hér örugglega 15–16 mínútna ræðu um þetta efni aftur og aftur — að við ættum að fara eftir þessu. Svo bara spyr hann: Já eða nei? (Gripið fram í: Og þú ert búinn að svara já.) Ég náttúrlega svaraði já en ég á erfitt með að átta mig á þessum ákafa fullhugans mikla, Jóns Magnússonar.