Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkja og Kanada

Fimmtudaginn 08. maí 2008, kl. 18:08:27 (7355)


135. löggjafarþing — 102. fundur,  8. maí 2008.

fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkja og Kanada.

543. mál
[18:08]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er svo sem ekki með neitt andsvar við þessari ágætu þingsályktunartillögu. Mig langaði bara að spyrja hv. þm. Árna Pál Árnason hvaða hagsmunir séu fólgnir í þessum fríverslunarsamningi. Ég tel að hann geti verið mjög mikilvægur fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Eru það þá ekki fleiri samningar sem geta hagnast íslenska ríkinu, sérsamningar við til að mynda Kína, Indland og fleiri ríki? Mér þætti fróðlegt að heyra sjónarmið þingmannsins varðandi þann hag sem við Íslendingar höfum af þessum samningi. Ég tel ótvírætt að þetta sé mjög mikilsverður og góður fríverslunarsamningur.