Frumvarp um sjúkratryggingar

Fimmtudaginn 15. maí 2008, kl. 14:07:42 (7457)


135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

frumvarp um sjúkratryggingar.

[14:07]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill taka fram vegna þeirrar umræðu sem hér hefur farið fram að forseti átti fund með formönnum þingflokka í hádegishléi þar sem yfir þetta mál var farið. Þar var úrskurður forseta að málinu yrði fram haldið eins og samþykkt hafði verið á morgunfundi. Hins vegar tilkynnti forseti það jafnframt að hann mundi eiga fund með formanni heilbrigðisnefndar sem forseti hefur nú þegar gert. Þar var yfir málið farið og ákveðið að formaður mundi boða til fundar í heilbrigðisnefnd svo fljótt sem verða má eftir að málinu hefur verið vísað til nefndarinnar, þar verði farið yfir þá umsagnaraðila sem hv. þingmaður hefur sent og óskað eftir umsögnum hjá. Nefndin hefur þá að sjálfsögðu forræði málsins á hendi sér og mun fara yfir það hverjir fá málið til umsagnar frá nefndinni og hversu langur fresturinn verður.