Tilhögun þingfundar

Mánudaginn 26. maí 2008, kl. 16:11:30 (8079)


135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

tilhögun þingfundar.

[16:11]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti lítur svo á að ekki sé óskað eftir að greidd verði atkvæði um þá tillögu að þingfundur standi lengur en fram til hins hefðbundna tíma, til klukkan átta að kvöldi, og væntir þess að eiga gott samstarf um að afgreiða mál á þessum degi og þessu kvöldi.