Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál

Þriðjudaginn 02. september 2008, kl. 17:00:40 (8683)


135. löggjafarþing — 116. fundur,  2. sept. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál.

[17:00]
Hlusta

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Öllum hagfræðingum sem ná máli í þessu landi ber saman um að núna sé ekki tíminn til að hverfa frá stýrivaxtamarkmiði Seðlabankans.

Hv. þm. Guðni Ágústsson kom hér áðan og boðaði tafarlausa lækkun stýrivaxta, jafnvel með lagabreytingu ef ekki vildi betur. Það er þetta ábyrgðarleysi sem ég gagnrýni harðlega og einnig að flutt sé ræða af því tagi sem hv. þm. Valgerður Sverrisdóttir gerði áðan. Ég fékk ekki betur skilið en að hér ætti að setja álver á hverja þúfu, það væri boðskapur Framsóknarflokksins. (BjH: Boðskapur forsætisráðherra.) Það er ekki boðskapur sem er líklegur til þess að hjálpa okkur að komast fljótt út úr þeim efnahagslegu þrengingum sem við stöndum í nú, þvert á móti. Við þurfum að standa við bakið á Seðlabankanum í þeirri stöðu sem núna er og við þurfum að leggja grunninn að sjálfbærum hagvexti til lengri tíma litið.