Sjúkratryggingar

Þriðjudaginn 09. september 2008, kl. 18:58:11 (8975)


135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[18:58]
Hlusta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að benda hv. þm. Álfheiði Ingadóttur á að fleiri urðu eftir í Svíþjóð eftir að fundi heilbrigðisnefndar lauk og það voru fleiri sem kynntu sér heilbrigðiskerfið í Svíþjóð en hv. þingmenn Vinstri grænna í heilbrigðisnefnd og ég frábið mér þá lítilsvirðingu sem hv. þingmaður sýnir manni með því að beina þeim orðum til manns að maður hristi höfuðið og hafi ekki unnið vinnuna sína.

Í öðru lagi vegna þess að hv. þingmaður nefnir nefndarálitið og vitnar hér til þess og segist hafa ásamt væntanlega hv. þm. Þuríði Backman fengi leyfi Allyson M. Pollock til að birta þar sem fylgiskjal hennar fyrirlestur þá langar mig að spyrja hv. þingmann af hverju í ósköpunum þess sé ekki getið á fylgiskjölum I og II að þau séu birt sem fylgigögn með pólitískum skoðunum Vinstri grænna með samþykki BSRB og samþykki Allyson M. Pollock.