Tekjuskattur

Mánudaginn 05. nóvember 2007, kl. 19:09:30 (1290)


135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

tekjuskattur.

36. mál
[19:09]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Bæði í Sovétríkjunum áður og í Austur-Þýskalandi seinna var einmitt höfðað til almennings um að gefa upplýsingar um meðborgara sína. Það var einmitt það sem gert var. Að því leyti sé ég veikan samanburð við þetta kerfi þar sem menn eiga að gefa upplýsingar, væntanlega. Til þess eru upplýsingar birtar að menn gefi upplýsingar um það til yfirvalda að eitthvað sé að. Reyndar er mjög lítið um kærur, sem betur fer kannski. Og menn ættu að hugleiða þetta: Til hvers er verið að birta þessar upplýsingar fyrst enginn kærir og ekkert gerist? Skattyfirvöld hafa allar þessar upplýsingar og geta farið í gegnum þetta nákvæmlega sjálf.