Fjáraukalög 2007

Fimmtudaginn 06. desember 2007, kl. 19:18:44 (2872)


135. löggjafarþing — 38. fundur,  6. des. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[19:18]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er tillaga um útgjöld upp á 1.179 millj. kr. vegna kostnaðar og rekstrar við fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli. Við höfum rætt þetta mál ítarlega í dag. Við höfum óskað eftir upplýsingum um samninga sem snerta þessi útgjöld, samninga um verkaup, samninga um þjónustu og fleiri þætti verði teknir fyrir í fjárlaganefnd og fyrir Alþingi áður en þessar tölur væru afgreiddar.

Við krefjumst enn að þessar upplýsingar komi fram. Við teljum ekki að fullnægjandi upplýsingar hafi komið fram til að við getum mælt með því að Alþingi samþykki þessi útgjöld. Við teljum að kalla eigi að þau til baka. Ég get því ekki greitt þessu atkvæði né við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.