Fjárlög 2008

Fimmtudaginn 13. desember 2007, kl. 11:34:27 (3201)


135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:34]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Ég tek um margt undir með síðasta ræðumanni, hv. þm. Jóni Bjarnasyni, og þykir vænt um að hann hafi þessa sömu afstöðu. Um þetta mál höfum við mikið rætt í fjárlaganefnd. Ég tel að meðan hæstv. fjármálaráðherra hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi samskipti ríkis og KADECO með því að breyta þeim samningi sem nú er þar í gildi sé algerlega ófært að þessi gjöld séu færð inn á fjárlög með þessum hætti. Við afgreiðslu fjáraukalaga sátum við hjá við þessa atkvæðagreiðslu, en nú höfum við framsóknarmenn ákveðið að greiða atkvæði gegn þessu, enda er alvarleiki þessara mála alltaf að koma betur og betur í ljós. Það er allsendis ófært að ríkið láti sem það sé ekki bundið af þeim samningum sem eru undirritaðir af hæstv. ráðherrum og því segjum við nei.