Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 70. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 70  —  70. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um málefni lesblindra.

Frá Atla Gíslasyni.



     1.      Hvað líður störfum nefndar sem ráðherra skipaði í nóvember 2006 til að setja fram tillögur um fyrirkomulag greiningar á lestrarerfiðleikum og eftirfylgni til hagsbóta fyrir nemendur með lestrarerfiðleika í grunn- og framhaldsskólum og hvers væntir ráðherra af störfum nefndarinnar?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að lesblindir nemendur í grunn- og framhaldsskólum eigi kost á lesblinduleiðréttingu sér og foreldrum sínum að kostnaðarlausu?