Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 193. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 208  —  193. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarmavirkjunum.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvaða rannsóknir liggja til grundvallar útreikningi á losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda, svo sem brennisteinsvetnis, frá jarðvarmavirkjunum, hversu lengi hafa þær staðið og hversu áreiðanlegar eru þær taldar vera?
     2.      Hvaða lofttegundir er um að ræða og hvernig er losun þeirra háttað við undirbúnings- og rannsóknarboranir annars vegar og hins vegar eftir að virkjun er fullbúin og rekstur hafinn?
     3.      Hversu mikil losun er talin vera frá þeim jarðvarmavirkjunum sem þegar eru starfræktar á Íslandi? Svarið óskast sundurliðað eftir virkjunum.
     4.      Hversu mikið má gera ráð fyrir að bætist við losunina verði að veruleika þær jarðvarmavirkjanir sem unnið er að um þessar mundir?
     5.      Hvernig reiknast losun frá jarðvarmavirkjunum og borun eftir jarðhita inn í losunarbókhald Íslands?


Skriflegt svar óskast.