Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 270. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 302  —  270. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um listgreinakennslu í framhaldsskólum.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Til hvaða ráðstafana hefur ráðuneytið gripið í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis frá 2. apríl sl., þess efnis að það leiðrétti hlut framhaldsskólanema sem hafa þurft að bera sjálfir kostnað vegna náms við tónlistarskóla sem tekið hefur verið gilt til stúdentsprófs?
     2.      Hvaða listaskólar hafa heimild til að kenna listgreinar sem teknar eru gildar til stúdentsprófs eða annars lokaprófs úr framhaldsskólum?
     3.      Hver er stefna ráðuneytisins varðandi listgreinakennslu á framhaldsskólastigi og hvaða breytinga er að vænta í þeim efnum á næstunni?