Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 258. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 386  —  258. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um störf hjá ráðuneytinu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mikið hefur störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgað eða fækkað það sem af er þessu ári á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og utan þess hins vegar?
     2.      Hversu mikið er áætlað að störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgi utan höfuðborgarsvæðisins á næsta ári?


    Starfsmannafjöldi á aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík er óbreyttur frá fyrra ári ef undan eru skildir tveir verkefnaráðnir starfsmenn.
    Starfsmönnum þýðingamiðstöðvar ráðuneytisins hefur fjölgað um sex hjá nýju útibúi miðstöðvarinnar á Akureyri sem tók til starfa í maí á þessu ári.
    Í september á þessu ári var aðalskrifstofa Ratsjárstofnunar flutt frá Reykjavík á öryggissvæði utanríkisráðuneytisins við Keflavíkurflugvöll, með flutningnum færðust átta stöðugildi suður á Miðnesheiði.
    Í ráðuneytinu er til skoðunar hvernig fjölga megi starfsmönnum við þýðingar sem ekki hafa tilgreinda starfsstöð og vinni störf sín í fjarvinnslu.
    Ákvörðun um fjölgun starfa á vegum utanríkisráðuneytisins utan höfuðborgarsvæðisins á næsta ári er til skoðunar í ráðuneytinu en niðurstaða liggur ekki fyrir.