Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 305. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 421  —  305. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Karl Alvarsson frá samgönguráðuneyti og Björn Geirsson og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun.
    Í frumvarpinu er lagt til að álagningarprósenta fjarskiptafyrirtækja í jöfnunarsjóð alþjónustu verði hækkuð úr 0,12% í 0,65% af bókfærðri veltu fjarskiptafyrirtækja. Þetta kemur til af því að með úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála frá 10. október 2007 hafa nú fallið verulegar viðbótarskuldbindingar á jöfnunarsjóðinn. Því er nauðsynlegt að hækka gjaldið til að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum sínum.
    Á fundi nefndarinnar kom fram að nokkrir aðilar væru að velta fyrir sér að höfða mál fyrir dómstólum í því skyni að fá úrskurðinum snúið við. Nefndin leggur áherslu á að ef af slíkri málshöfðun verður og henni lyktar með því að úrskurðinum verði snúið við verði álagningarprósentan lækkuð á ný.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 6. des. 2007.



Steinunn Valdís Óskarsdóttir,


form., frsm.


Ólöf Nordal.


Herdís Þórðardóttir.



Árni Þór Sigurðsson.


Árni Johnsen.


Guðni Ágústsson.