Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 469  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2008.

Frá Steingrími J. Sigfússyni, Jóni Bjarnasyni og Dýrleifu Skjóldal.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
         Við 07-827 Lífeyristryggingar
        1.92 Til að halda óbreyttum greiðslum
                  til lífeyrisþega          0,0     400,0     400,0
         Greitt úr ríkissjóði          18.098,8     400,0     18.498,8

Greinargerð.


    Ýmsir lífeyrissjóðir ákváðu nú fyrir jólin að skerða bætur sumra sjóðsfélaga sinna til muna. Það er nauðsynlegt að fjárveitingavaldið taki forustu í málinu og leiti allra leiða til að ekki verði af þessum skerðingum, en að óbreyttu hafa þær í för með sér mun verri kjör þeirra öryrkja og lífeyrisþega sem í hlut eiga. Hér er lagt til að 400 m.kr. verði varið í að bæta lífeyrissjóðunum upp kostnað til að tryggja óbreyttar greiðslur lífeyrisþega og koma í veg fyrir skerðingar.