Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 91. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 490  —  91. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 116 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá 2. minni hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.



    Meiri hlutinn leggur til að veiðigjald verði lækkað meira en frumvarpið gerir ráð fyrir.
    Annar minni hluti tekur ekki undir tillöguna og telur að taka þurfi veiðigjaldskerfið allt til heildarendurskoðunar.
    Útgerðarmenn kveinka sér undan gjaldi sem er um 2 kr. á kíló og verður enn lægra ef tillögur meiri hlutans ná fram að ganga. Á sama tíma geta þeir framleigt öðrum kvótann fyrir 220–240 kr. fyrir hvert kíló. Þessa þversögn í kerfinu þarf að lagfæra.
    Það er skoðun 2. minni hluta að veiðigjaldið ætti nú að renna til fólksins, sjómanna og fiskvinnslufólks, sem verður fyrir atvinnumissi vegna kvótaskerðingar.
    Annar minni hluti telur einnig að rækjuveiðar eigi að gefa frjálsar, a.m.k. tímabundið.

Alþingi, 12. des. 2007.

Grétar Mar Jónsson.