Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 338. máls.
Þskj. 573  —  338. mál.




Frumvarp til laga

um breytingu á lögum nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga,
og lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks
innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)




I. KAFLI

Breyting á lögum nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga,

með síðari breytingum.

1. gr.

    2. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    3. gr. laganna orðast svo:
    Merking orða í lögum þessum er sem hér segir:
     1.      Tímabundið atvinnuleyfi: Leyfi veitt útlendingi til að starfa tímabundið á innlendum vinnumarkaði hjá tilteknum atvinnurekanda.
     2.      Óbundið atvinnuleyfi: Leyfi veitt útlendingi til að starfa ótímabundið á innlendum vinnumarkaði.
     3.      Atvinnurekandi: Einstaklingur eða fyrirtæki sem er með atvinnurekstur hér á landi án tillits til þess hvernig rekstrarformi og eignarhaldi er háttað.
     4.      Búsetuleyfi: Heimild veitt útlendingi til ótímabundinnar dvalar hér á landi samkvæmt lögum um útlendinga.
     5.      Útlendingur: Einstaklingur sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt.
     6.      Nánustu aðstandendur: Einstaklingar sem teljast nánustu aðstandendur samkvæmt lögum um útlendinga.

3. gr.

    3. mgr. 5. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Félagsmálaráðherra getur sett nánari reglur um veitingu atvinnuleyfa samkvæmt lögum þessum í samræmi við stefnu stjórnvalda.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     b.      Á eftir orðunum „um langan tíma eða skamman“ í 2. mgr. kemur: sbr. þó 4. og 5. mgr. 19. gr.
     c.      Í stað 3. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Útlendingi er óheimilt að starfa hér á landi við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi nema á grundvelli óbundins atvinnuleyfis.
                  Útlendingi er óheimilt að ráða sig til starfa hér á landi nema leyfi hafi verið veitt samkvæmt lögum þessum, sbr. þó 4. og 5. mgr. 19. gr.

5. gr.

    7. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:

Almenn skilyrði tímabundins atvinnuleyfis.


    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi skv. 8.–12. gr. og 16. gr. laganna ef eftirfarandi skilyrðum er m.a. fullnægt:
     a.      Starfsfólk fáist hvorki á innlendum vinnumarkaði né innan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA-ríkja eða Færeyja eða aðrar sérstakar ástæður mæli með leyfisveitingu. Áður en leyfi er veitt ber atvinnurekanda að hafa leitað eftir starfsfólki með aðstoð Vinnumálastofnunar, nema slík leit verði fyrirsjáanlega árangurslaus að mati stofnunarinnar.
     b.      Fyrir liggi umsögn stéttarfélags eða landssambands launafólks í hlutaðeigandi starfsgrein. Umsögn skal liggja fyrir innan sjö daga frá móttöku afrits umsóknar um atvinnuleyfi og ráðningarsamnings. Þó er heimilt að víkja frá þessu skilyrði þegar ekki er til að dreifa heildarsamtökum eða landssambandi í hlutaðeigandi starfsgrein.
     c.      Fyrir liggi undirritaður ráðningarsamningur til tiltekins tíma eða vegna verkefnis milli atvinnurekanda og útlendings sem tryggi útlendingnum laun og önnur starfskjör til jafns við heimamenn í samræmi við gildandi lög og kjarasamninga þar um. Þegar um er að ræða störf sem falla utan gildissviðs kjarasamninga skal tryggja útlendingnum laun og önnur starfskjör til jafns við heimamenn.
     d.      Fyrir liggi að atvinnurekandi hafi sjúkratryggt útlending samkvæmt lögum um útlendinga.
     e.      Atvinnurekandi ábyrgist greiðslu á heimflutningi útlendings að starfstíma loknum, ef um er að ræða ráðningarslit sem starfsmaður á ekki sök á eða ef útlendingur verður óvinnufær um lengri tíma vegna veikinda eða slysa. Í ráðningarsamningi skal koma fram til hvaða lands heimflutningur nær.
    Óheimilt er að veita atvinnuleyfi samkvæmt lögum þessum vegna starfa hjá starfsmannaleigum.

6. gr.

    8. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:

Tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar.


    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna tiltekins starfs hér á landi sem krefst sérfræðiþekkingar. Skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu eru m.a. eftirfarandi:
     a.      skilyrði a–e-liða 1. mgr. 7. gr. séu uppfyllt,
     b.      útlendingur hafi gert ráðningarsamning við atvinnurekanda um að gegna tilteknu starfi sem krefst sérfræðiþekkingar enda sé ekki um að ræða tímabundið verkefni,
     c.      sérfræðiþekking útlendingsins sé nauðsynleg hlutaðeigandi fyrirtæki, og
     d.      sérfræðiþekking útlendingsins feli í sér háskóla-, iðn-, list- eða tæknimenntun sem viðurkennd er hér á landi. Vinnumálastofnun óskar staðfestingar á menntun útlendingsins með viðeigandi skilríkjum í samræmi við íslenskar reglur telji stofnunin slíkt nauðsynlegt.
    Enn fremur er Vinnumálastofnun í undantekningartilvikum heimilt að veita tímabundið atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu ef viðkomandi útlendingur hefur yfir að ráða sérþekkingu sem jafna má við menntun skv. d-lið 1. mgr. Vinnumálastofnun óskar staðfestingar á sérþekkingu í samræmi við íslenskar reglur telji stofnunin slíkt nauðsynlegt. Að öðru leyti gildir ákvæði 1. mgr.
    Þegar um er að ræða umsókn um atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu vegna starfs sem krefst háskólamenntunar er Vinnumálastofnun heimilt að víkja frá skilyrði a-liðar 1. mgr. 7. gr., sbr. a-lið 1. mgr.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu sem veitt er í fyrsta skipti skal eigi veitt til lengri tíma en eins árs en þó aldrei til lengri tíma en sem nemur ráðningartímanum samkvæmt ráðningarsamningi. Heimilt er að framlengja það um allt að tvö ár í senn enda séu uppfyllt skilyrði 1. mgr. Við framlengingu þurfa skilyrði a-, d- og e-liða 1. mgr. 7. gr., sbr. a-lið 1. mgr., ekki að vera uppfyllt. Enn fremur er það skilyrði framlengingar atvinnuleyfisins að atvinnurekandi hafi staðið skil á staðgreiðslu skatta sem og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna starfa útlendingsins.
    Dveljist útlendingur hér á landi á grundvelli dvalarleyfis samkvæmt lögum um útlendinga er heimilt að sækja um atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu þegar hann er staddur á landinu.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu getur orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 17. gr.

7. gr.

    Á eftir 8. gr. laganna koma fimm nýjar greinar, 9.–13. gr., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi, og breytast greinanúmer samkvæmt því:

    a. (9. gr.)

Tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.


    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna tiltekins starfs hér á landi þegar starfsfólk fæst hvorki á innlendum vinnumarkaði né innan Evrópska efnahagssvæðisins, í EFTA- ríkjum eða í Færeyjum. Skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu eru m.a. að skilyrði 1. mgr. 7. gr. séu uppfyllt.
    Vinnumálastofnun er heimilt að víkja frá skilyrði a-liðar 1. mgr. 7. gr. þegar atvinnurekandi sendir starfsmann sinn tímabundið til starfa við starfsstöð sína hér á landi enda er um að ræða starfsmann atvinnurekanda með ótímabundna ráðningu sem stjórnandi eða sérfræðingur, sbr. 8. gr. laganna, við starfsstöð hans erlendis. Vinnumálastofnun óskar eftir rökstuðningi atvinnurekanda varðandi nauðsyn þess að viðkomandi útlendingur komi til starfa við starfsstöð hans hér á landi telji stofnunin slíkt nauðsynlegt.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu sem veitt er í fyrsta skipti skal eigi veitt til lengri tíma en eins árs en þó aldrei til lengri tíma en sem nemur ráðningartímanum samkvæmt ráðningarsamningi. Heimilt er að framlengja atvinnuleyfið í allt að eitt ár til viðbótar enda séu skilyrði 1. mgr. uppfyllt. Við framlengingu þarf skilyrði d-liðar 1. mgr. 7. gr. ekki að vera uppfyllt. Enn fremur er það skilyrði framlengingar atvinnuleyfisins að atvinnurekandi hafi staðið skil á staðgreiðslu skatta sem og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna starfa útlendingsins.
    Heimilt er að veita framlengingu til lengri tíma en skv. 3. mgr. þegar um er að ræða skýrt afmarkaða og tímabundna verkframkvæmd sem tekur lengri tíma en þar greinir. Er þá heimilt að framlengja tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa útlendings við verkframkvæmdina þar til að henni lýkur. Þegar sótt er um framlengingu á tímabundnu atvinnuleyfi vegna slíkra verkframkvæmda þarf að fylgja með áætlun um hvenær verkframkvæmdinni er ætlað að ljúka. Að öðru leyti eiga við skilyrði 3. mgr.
    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi að nýju samkvæmt ákvæði þessu vegna starfa útlendings sem áður hefur haft slíkt atvinnuleyfi í samtals tvö ár þegar útlendingurinn hefur dvalið erlendis samfellt í tvö ár frá lokum gildistíma síðasta leyfisins. Þetta ákvæði á þó ekki við þegar útlendingur starfar hér á landi skemur en sex mánuði á hverjum tólf mánuðum.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu getur ekki orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 17. gr.

    b. (10. gr.)

Tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk.


    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa íþróttafólks hjá íþróttafélagi innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu eru m.a. að skilyrði c–e-liða 1. mgr. 7. gr. séu uppfyllt.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu sem veitt er í fyrsta skipti skal eigi veitt til lengri tíma en eins árs en þó aldrei til lengri tíma en sem nemur ráðningartímanum samkvæmt ráðningarsamningi. Heimilt er að framlengja atvinnuleyfið um allt að eitt ár í senn enda séu skilyrði 1. mgr. uppfyllt. Við framlengingu þarf skilyrði d-liðar 1. mgr. 7. gr. ekki að vera uppfyllt. Enn fremur er það skilyrði framlengingar atvinnuleyfisins að viðkomandi íþróttafélag hafi staðið skil á staðgreiðslu skatta sem og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna starfa útlendingsins.
    Útlendingi sem veitt er atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu er óheimilt að sinna öðrum störfum á innlendum vinnumarkaði.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu getur ekki orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 17. gr.

    c. (11. gr.)

Tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna.


    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna tiltekins starfs hér á landi í undantekningartilvikum þegar eftirfarandi skilyrði eru m.a. uppfyllt:
     a.      útlendingi hafi áður verið veitt bráðabirgðadvalarleyfi, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt lögum um útlendinga eða dvalarleyfi skv. 3. mgr. 11. gr. laga um útlendinga, og
     b.      skilyrði c- og d-liða 1. mgr. 7. gr. séu uppfyllt.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu sem veitt er í fyrsta skipti skal eigi veitt til lengri tíma en eins árs en þó aldrei til lengri tíma en sem nemur gildistíma dvalarleyfis eða ráðningartíma samkvæmt ráðningarsamningi sé ráðningartími skemmri en gildistími dvalarleyfis. Heimilt er að framlengja tímabundið atvinnuleyfi um allt að eitt ár í senn enda séu skilyrði 1. mgr. uppfyllt. Við framlengingu þurfa skilyrði d-liðar 1. mgr. 7. gr., sbr. b-lið 1. mgr., ekki að vera uppfyllt. Enn fremur er það skilyrði framlengingar atvinnuleyfisins að atvinnurekandi hafi staðið skil á staðgreiðslu skatta sem og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna starfa útlendingsins.
    Dveljist útlendingur hér á landi á grundvelli dvalarleyfis samkvæmt lögum um útlendinga er heimilt að sækja um atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu þegar hann er staddur á landinu.
Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu sem tengist dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, sbr. a-lið 1. mgr., getur orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 17. gr.

    d. (12. gr.)

Tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar.


    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa nánustu aðstandenda útlendings sem hefur tímabundið atvinnuleyfi skv. 8. gr. laganna, tímabundið atvinnuleyfi sem tengist dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. 11. gr. laganna eða óbundið atvinnuleyfi að uppfylltum skilyrðum 1. mgr. 7. gr. Við veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu er þó heimilt að víkja frá skilyrðum a-, b- og e-liða 1. mgr. 7. gr. Skilyrði er að áður hafi verið veitt dvalarleyfi samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga um dvalarleyfi fyrir aðstandendur.
    Atvinnuleyfi skv. 1. mgr. skal eigi veitt til lengri tíma en eins árs en þó aldrei til lengri tíma en sem nemur gildistíma dvalarleyfis nánasta aðstandanda eða ráðningartíma samkvæmt ráðningarsamningi sé ráðningartími skemmri en gildistími dvalarleyfis. Heimilt er að framlengja það um allt að eitt ár í senn með sömu takmörkunum og þegar leyfið er veitt í fyrsta skipti enda séu skilyrði 1. mgr. uppfyllt. Við framlengingu þarf skilyrði d-liðar 1. mgr. 7. gr. ekki að vera uppfyllt. Enn fremur er það skilyrði framlengingar atvinnuleyfisins að atvinnurekandi hafi staðið skil á staðgreiðslu skatta sem og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna starfa hlutaðeigandi.
    Dveljist nánasti aðstandandi hér á landi á grundvelli dvalarleyfis fyrir aðstandendur samkvæmt lögum um útlendinga er heimilt að sækja um atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu þegar hann er staddur á landinu.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu getur orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 2. mgr. 17. gr. hafi útlendingi sem nánasti aðstandandi leiðir heimildir sínar af verið veitt óbundið atvinnuleyfi.
    Börn sem dveljast hér á landi á grundvelli dvalarleyfis fyrir aðstandendur eða búsetuleyfis samkvæmt lögum um útlendinga er tímabundið heimilt að starfa hér á landi án atvinnuleyfa að átján ára aldri.

    e. (13. gr.)

Tímabundið atvinnuleyfi vegna náms.


    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna tiltekins starfs hér á landi sem er hluti af námi útlendings við íslenskan skóla. Skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu eru m.a. eftirfarandi:
     a.      útlendingi hafi verið veitt dvalarleyfi vegna náms samkvæmt lögum um útlendinga,
     b.      starfið sé hluti af námi útlendingsins samkvæmt námskrá hlutaðeigandi skóla, og
     c.      fyrir liggi undirritaður námssamningur milli atvinnurekanda og útlendings til tiltekins tíma sem tryggi útlendingnum starfskjör til jafns við heimamenn í samræmi við gildandi lög og kjarasamninga.
    Atvinnuleyfi sem veitt er samkvæmt ákvæði þessu skal að jafnaði ekki veitt til lengri tíma en sex mánaða í senn en þó aldrei til lengri tíma en sem nemur ráðningartíma samkvæmt námssamningi eða gildistíma dvalarleyfis vegna náms samkvæmt lögum um útlendinga. Heimilt er að framlengja það meðan á námstíma stendur og skilyrðum 1. mgr. er fullnægt. Enn fremur er það skilyrði framlengingar atvinnuleyfisins að atvinnurekandi hafi staðið skil á staðgreiðslu skatta sem og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna starfa útlendingsins.
    Þegar útlendingur hefur lokið námi við íslenskan skóla sem felur í sér háskóla-, iðn-, list- eða tæknimenntun er heimilt að veita atvinnuleyfi skv. 1. mgr. 8. gr. vegna tiltekins starfs er tengist menntun hans. Er þá heimilt að víkja frá skilyrðum d- og e-liða 1. mgr. 7. gr., sbr. a-lið 1. mgr. 8. gr.
    Dveljist útlendingur hér á landi á grundvelli dvalarleyfis samkvæmt lögum um útlendinga er heimilt að sækja um atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu þegar hann er staddur á landinu.
    Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu getur ekki orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 17. gr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna sem verður 15. gr.:
     a.      Í stað orðanna „c–f-liðar“ í 1. mgr. kemur: c–e-liðar.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu getur ekki orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 17. gr.
     c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tímabundið atvinnuleyfi til sérhæfðra starfsmanna á grundvelli þjónustusamninga.

9. gr.

    11.–13. gr. laganna falla brott.

10. gr.


    Á eftir 10. gr., sem verður 15. gr., koma sex nýjar greinar, 16.–21. gr., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi, og breytast greinanúmer samkvæmt því:

    a. (16. gr.)

Nýr atvinnurekandi.


    Heimilt er að veita nýtt tímabundið atvinnuleyfi samkvæmt ákvæðum 8.–13. gr. eftir því sem við á vegna tiltekins starfs útlendings hjá öðrum atvinnurekanda en þeim er fyrra leyfið var skilyrt við. Útlendingi er óheimilt að hefja störf hjá hinum nýja atvinnurekanda áður en atvinnuleyfi hefur verið veitt, sbr. þó 4. mgr. 19. gr. Tímabundið atvinnuleyfi sem gefið er út samkvæmt ákvæði þessu skal aldrei hafa lengri gildistíma en fyrra leyfi og samanlagður starfstími á grundvelli tímabundinna atvinnuleyfa skv. 9. gr. skal aldrei vera lengri en tvö ár.
    Yfirlýsing um ráðningarslit milli útlendings og fyrri atvinnurekanda skal fylgja með umsókn skv. 1. mgr. ásamt skriflegum ráðningarsamningi milli útlendings og hins nýja atvinnurekanda.

    b. (17. gr.)

Óbundið atvinnuleyfi.


    Heimilt er að veita útlendingi óbundið atvinnuleyfi þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
     a.      útlendingur hafi öðlast búsetuleyfi hér á landi samkvæmt lögum um útlendinga,
     b.      fyrir liggi skriflegur ráðningarsamningur milli útlendings og atvinnurekanda, og
     c.      útlendingi hafi áður verið veitt tímabundið atvinnuleyfi skv. 8. gr. eða tímabundið atvinnuleyfi sem tengist dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. 11. gr.
    Heimilt er að veita nánasta aðstandanda útlendings með óbundið atvinnuleyfi sem uppfyllir skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. óbundið atvinnuleyfi.
    Heimilt er að veita börnum sem hafa öðlast búsetuleyfi hér á landi samkvæmt lögum um útlendinga fyrir átján ára aldur óbundið atvinnuleyfi við átján ára aldur.
    Óbundið atvinnuleyfi fellur niður þegar útlendingur hefur dvalist erlendis samfellt lengur en átján mánuði. Vinnumálastofnun tekur ákvörðun um að fella leyfi úr gildi. Vinnumálastofnun er þó heimilt að fenginni umsókn að veita undanþágu frá tímamörkum 1. málsl. þannig að útlendingur haldi óbundnu atvinnuleyfi þrátt fyrir lengri dvöl erlendis.

    c. (18. gr.)

Tímabundin atvinnuleyfi á grundvelli samninga við önnur ríki.


    Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi til maka, samvistarmaka eða sambúðarmaka erlends sendimanns og barna hans undir 21 árs aldri á grundvelli samnings íslenskra stjórnvalda þar að lútandi við önnur ríki enda hafi maki, samvistarmaki eða sambúðarmaki eða börn hans gilt dvalarleyfi á grundvelli þjóðréttarsamnings.
    Heimilt er að veita útlendingum á aldrinum 18 til 26 ára tímabundin atvinnuleyfi hér á landi að hámarki til eins árs á grundvelli samninga íslenskra stjórnvalda við önnur ríki um störf ríkisborgara þeirra hér á landi í þeim tilgangi að kynna sér landið og menningu þess. Tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli slíks samnings er ekki skilyrt við störf hjá tilteknum atvinnurekanda. Skilyrði er að útlendingnum hafi ekki áður verið veitt atvinnuleyfi á grundvelli slíks samnings hér á landi. Óheimilt er að framlengja slík atvinnuleyfi.
    Félagsmálaráðherra er heimilt að setja nánari skilyrði fyrir atvinnuleyfum samkvæmt ákvæði þessu í reglugerð.

    d. (19. gr.)

Meðferð umsóknar um atvinnuleyfi.


    Atvinnurekandi sem óskar eftir að ráða útlending tímabundið til starfa skal sækja um tímabundið atvinnuleyfi til Vinnumálastofnunar fyrir hönd útlendingsins áður en útlendingurinn kemur til landsins í fyrsta skiptið til starfa nema kveðið sé á um annað í lögum þessum. Hið sama á við þegar útlendingur hefur dvalist erlendis í a.m.k. sex mánuði frá þeim tíma er áður útgefið atvinnuleyfi féll úr gildi enda hafi honum ekki verið veitt leyfi Útlendingastofnunar til að dveljast hér á landi. Umsóknin skal vera skrifleg á þar til gerðum eyðublöðum og skulu atvinnurekandi og útlendingur undirrita hana. Umsókninni skulu fylgja öll þau gögn og vottorð sem Vinnumálastofnun gerir kröfu um til staðfestingar á að uppfyllt séu þau skilyrði sem lög og reglugerðir kveða á um, þar á meðal skriflegur ráðningarsamningur milli útlendings og atvinnurekanda sem báðir aðilar hafa undirritað.
    Vinnumálastofnun er heimilt að taka til meðferðar umsókn um tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. á undan öðrum umsóknum um atvinnuleyfi sem hafa borist stofnuninni enda liggi fyrir undirritaður ráðningarsamningur milli atvinnurekanda og útlendings.
    Atvinnurekandi sem óskar eftir að framlengja ráðningu útlendings skal sækja um framlengingu tímabundins atvinnuleyfis fyrir hönd útlendingsins eigi síðar en fjórum vikum áður en fyrra leyfi fellur úr gildi. Umsóknin skal vera skrifleg á þar til gerðum eyðublöðum og skulu atvinnurekandi og útlendingur undirrita hana. Umsókninni skulu fylgja öll þau gögn og vottorð sem Vinnumálastofnun gerir kröfu um til staðfestingar á að uppfyllt séu þau skilyrði sem lög og reglugerðir kveða á um, þar á meðal skriflegur ráðningarsamningur milli útlendings og atvinnurekanda sem báðir aðilar hafa undirritað.
    Útlendingi, sem hefur gilt dvalarleyfi á grundvelli laga um útlendinga, er heimilt að halda starfi sínu áfram á afgreiðslutíma umsóknar um framlengingu tímabundins atvinnuleyfis enda hafi umsóknin borist Vinnumálastofnun innan frestsins skv. 3. mgr. Hafi umsókn borist síðar tekur Vinnumálastofnun ákvörðun um heimild útlendingsins til að halda starfi sínu áfram á afgreiðslutíma umsóknar enda liggi fyrir ákvörðun Útlendingastofnunar um að útlendingi sé heimilt að dvelja hér á landi á þeim tíma. Hið sama gildir þegar nýr atvinnurekandi sækir um tímabundið atvinnuleyfi fyrir útlending skv. 16. gr. eftir því sem við getur átt.
    Útlendingur skal sækja um óbundið atvinnuleyfi skv. 17. gr. eigi síðar en fjórum vikum áður en fyrra leyfi fellur úr gildi. Umsóknin skal vera skrifleg á þar til gerðum eyðublöðum og skulu fylgja henni öll þau gögn og vottorð sem Vinnumálastofnun gerir kröfu um til staðfestingar á að uppfyllt séu þau skilyrði sem lög og reglugerðir kveða á um, þar á meðal skriflegur ráðningarsamningur milli umsækjanda og atvinnurekanda sem báðir hafa undirritað. Hafi umsókn borist síðar tekur Vinnumálastofnun ákvörðun um heimildir útlendingsins til að halda starfi sínu áfram á afgreiðslutíma umsóknar enda liggi fyrir ákvörðun Útlendingastofnunar um að útlendingi sé heimilt að dveljast hér á landi á þeim tíma.
    Heimilt er að synja um veitingu atvinnuleyfis vegna starfa hjá atvinnurekanda sem áður hefur gerst sekur um að hafa ráðið útlending til starfa án tilskilins atvinnuleyfis samkvæmt lögum þessum þrátt fyrir að skilyrði þeirra séu uppfyllt. Hið sama gildir um útlending sem hefur gerst sekur um að ráða sig til starfa án tilskilins atvinnuleyfis samkvæmt lögum þessum.
    Þegar Vinnumálastofnun hefur tekið efnislega ákvörðun á grundvelli umsóknar um atvinnuleyfi samkvæmt lögum þessum skal stofnunin tilkynna um það til Útlendingastofnunar og aðila máls.

    e. (20. gr.)

Útgáfa atvinnuleyfa.


    Atvinnuleyfi er gefið út á nafn útlendingsins eftir að hann er kominn til landsins og er útlendingurinn handhafi leyfisins. Tímabundið atvinnuleyfi er skilyrt við starf hjá tilteknum atvinnurekanda, sbr. þó 2. mgr. 18. gr., og er útlendingi óheimilt að hefja störf hjá öðrum atvinnurekanda áður en nýtt leyfi hefur verið gefið út, sbr. þó 4. mgr. 19. gr. Í skilríkjum um tímabundið atvinnuleyfi skal m.a. koma fram nafn og kennitala útlendings, ríkisfang hans, nafn atvinnurekanda og gildistími leyfisins. Sömu upplýsingar skulu koma fram í skilríkjum um óbundið atvinnuleyfi en þar skal þó ekki tilgreina atvinnurekanda útlendings.
    Útlendingur skal hafa skilríki skv. 1. mgr. ávallt meðferðis og sýna þau krefjist lögregla þess.
    Félagsmálaráðherra getur sett nánari reglur í reglugerð um útgáfu atvinnuleyfa samkvæmt ákvæði þessu í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni, svo sem um samstarf Vinnumálastofnunar og Útlendingastofnunar, að fenginni umsögn dómsmálaráðherra.

    f. (21. gr.)

Starfslok.


    Atvinnurekandi skal tilkynna Vinnumálastofnun þegar útlendingur sem hefur tímabundið atvinnuleyfi samkvæmt lögum þessum lætur af störfum hjá honum áður en gildistími leyfisins er liðinn.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna sem verður 22. gr.:
     a.      A-liður orðast svo: Ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar og aðrir útlendingar sem falla undir reglur framangreindra samninga, með þeim takmörkunum sem þar greinir og nánar skal kveðið á um í reglugerð.
     b.      C-liður orðast svo: Erlendir makar eða samvistarmakar íslenskra ríkisborgara og börn þeirra að átján ára aldri sem eru í forsjá og á framfæri þeirra.
     c.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi sem flóttamenn samkvæmt lögum um útlendinga.

12. gr.

    16. gr. laganna, sem verður 24. gr., orðast svo:
    Vinnumálastofnun er heimilt að afturkalla atvinnuleyfi ef útlendingur eða atvinnurekandi hefur við umsókn, gegn betri vitund, veitt rangar upplýsingar eða leynt atvikum sem hefðu getað haft verulega þýðingu við leyfisveitinguna. Enn fremur er Vinnumálastofnun heimilt að afturkalla atvinnuleyfi þegar skilyrðum fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt lögum þessum er ekki lengur fullnægt, svo sem þegar útlendingur hefur starfað hjá öðrum atvinnurekanda en atvinnuleyfi hans er skilyrt við, eða það leiðir að öðru leyti af almennum stjórnsýslureglum.

13. gr.

    16. gr. a laganna, sem verður 25. gr., orðast svo:
    Vinnumálastofnun og lögreglu er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal þeirra sem viðkvæmar geta talist, að því marki sem slík vinnsla telst nauðsynleg við framkvæmd laganna.
    Að því marki sem nauðsynlegt er til að tryggja að útlendingar starfi löglega hér á landi er heimilt við vinnslu persónuupplýsinga að samkeyra upplýsingar Vinnumálastofnunar, Útlendingastofnunar, lögreglu, skattyfirvalda og þjóðskrár. Slíkar samkeyrslur skulu gerðar án þess að upplýsingar úr skrám einstakra stofnana séu sendar öðrum stofnunum umfram það sem nauðsynlegt er til skoðunar á fyrir fram skilgreindu athugunarefni. Að öðru leyti fer um meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
    Fái Vinnumálastofnun upplýsingar sem gefa til kynna að brotið sé gegn íslenskum lögum og reglum er stofnuninni heimilt að afhenda hlutaðeigandi eftirlitsstjórnvaldi eða lögreglu, eftir atvikum, upplýsingarnar.

14. gr.


    Á eftir 16. gr. a laganna, sem verður 25. gr., kemur ný grein, 26. gr, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytast greinanúmer samkvæmt því:

Eftirlit Vinnumálastofnunar og lögreglu.


    Lögregla og Vinnumálastofnun hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Atvinnurekandi skal veita lögreglu og Vinnumálastofnun aðgang að skjölum eða öðrum gögnum sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að ekki hafi verið brotið gegn lögunum. Útlendingur og atvinnurekandi skulu gefa allar aðrar nauðsynlegar upplýsingar í tengslum við eftirlitið.
    Lögreglu skal veittur aðgangur að vinnustöðvum atvinnurekanda í þeim tilgangi að kanna hvort atvinnurekandi og útlendingur sem starfar hjá honum fari að lögum þessum. Lögreglan skal sýna skilríki um starf sitt.
    Útlendingur skal að kröfu lögreglu sýna skilríki um að honum sé heimilt að starfa hér á landi og, ef þörf er á, veita upplýsingar svo að ljóst sé hver hann er, m.a. til að sýna fram á að hann sé undanþeginn kröfu um atvinnuleyfi samkvæmt lögum þessum þegar við á.
    Lögreglu er heimilt að krefja aðra starfsmenn sem starfa eða hafa starfað einhvern tíma á síðustu þremur mánuðum hjá viðkomandi atvinnurekanda um nauðsynlegar upplýsingar í tengslum við eftirlitið.

15. gr.

    24. gr. laganna, sem verður 34. gr., orðast svo:
    Atvinnurekanda og útlendingi er sameiginlega heimilt að kæra ákvarðanir Vinnumálastofnunar um synjun eða afturköllun tímabundins atvinnuleyfis til félagsmálaráðuneytis og skulu þeir báðir undirrita stjórnsýslukæruna. Þeir geta þó veitt öðrum umboð sitt til að fara með málið fyrir sína hönd. Útlendingi er heimilt að kæra ákvarðanir stofnunarinnar um synjun eða afturköllun óbundins atvinnuleyfis.
    Kærufrestur er fjórar vikur frá því að tilkynning barst um ákvörðun Vinnumálastofnunar. Kæra telst fram komin innan kærufrests ef bréf sem hefur hana að geyma hefur borist ráðuneytinu eða verið afhent póstþjónustu áður en fresturinn er liðinn.
    Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar Vinnumálastofnunar og skal útlendingur dveljast erlendis meðan á afgreiðslu kæru stendur enda hafi honum ekki verið veitt leyfi Útlendingastofnunar til að dveljast hér á landi.
    Félagsmálaráðuneytið skal leitast við að kveða upp úrskurð innan tveggja mánaða frá því að ráðuneytinu berst mál til úrskurðar.
    Að öðru leyti fer um málsmeðferð samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

16. gr.

    Á eftir 25. gr. laganna, sem verður 35. gr., kemur ný grein, 36. gr., ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytast greinanúmer samkvæmt því:

Gildi milliríkjasamninga.


    Við framkvæmd laga þessara skal hafa hliðsjón af efni milliríkjasamninga um atvinnuréttindi útlendinga sem Ísland er aðili að.

17. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Tímabundin atvinnuleyfi sem veitt hafa verið fyrir gildistöku laga þessara halda gildi sínu á gildistíma þeirra. Heimilt er að framlengja tímabundin atvinnuleyfi sem veitt voru fyrir gildistöku laganna að sömu skilyrðum uppfylltum og giltu um veitingu upphaflega leyfisins. Tímabundin atvinnuleyfi sem gátu verið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 11. gr. laga nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga, fyrir gildistíð þessara laga, skulu áfram teljast grundvöllur óbundins atvinnuleyfis samkvæmt lögum þessum.
    Óbundin atvinnuleyfi sem veitt hafa verið fyrir gildistöku laga þessara halda gildi sínu.

II. KAFLI

Breyting á lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks
innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum.

18. gr.

    Á eftir tilvísuninni „nr. 2434/92/EBE“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: og tilskipun nr. 2004/38/EB.

19. gr.

    Á eftir 1. gr. laganna kemur ný grein, 1. gr. a, svohljóðandi:
    Aðstandandi ríkisborgara EES-ríkis eða EFTA-ríkis sem dvelur löglega hér á landi á rétt til að ráða sig til starfa eða að starfa sem sjálfstætt starfandi einstaklingur á íslenskum vinnumarkaði óháð þjóðerni.
    Aðstandendur ríkisborgara EES-ríkis eða EFTA-ríkis skv. 1. mgr. eru:
     a.      maki, sambúðarmaki eða samvistarmaki,
     b.      niðji hans og/eða maka hans, ef niðjinn er yngri en 21 árs eða á þeirra framfæri,
     c.      ættmenni hans eða maka hans, í beinan legg, sem er á framfæri þeirra.

20. gr.

    Í stað orðanna „10. og 11. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1612/68“ í ákvæði til bráðabirgða I kemur: 1. gr. a laganna.

21. gr.

    Í stað orðanna „10. og 11. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1612/68“ í ákvæði til bráðabirgða II kemur: 1. gr. a laganna.

22. gr.

    Fylgiskjal með lögunum, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra, orðast svo:
    Ákvæði reglugerðar um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins nr. 1612/68/EBE, eins og henni er breytt með reglugerðum nr. 312/76/EBE og nr. 2434/ 92/EBE og tilskipun 2004/38/EB, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af V. viðauka, bókun 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og öðrum ákvæðum hans. *
     * Aðlögun reglugerðarinnar er með fyrirvara um framkvæmd EFTA-ríkjanna á einstökum þáttum hennar, sbr. t.d. d-lið 4. tölul. bókunar 1.

I. HLUTI
Atvinna og fjölskyldur launþega.
I. BÁLKUR
Aðgangur að vinnumarkaði.

1. gr.

    1. Sérhver ríkisborgari EES-ríkis skal, óháð búsetu, hafa rétt til að ráða sig til vinnu sem launþegi og rækja það starf á yfirráðasvæði annars EES-ríkis í samræmi við þau ákvæði í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum er taka til atvinnumála ríkisborgara aðildarríkisins.
    2. Hann skal m.a. njóta þeirra réttinda að ráða sig til vinnu á yfirráðasvæði annars EES- ríkis með sama forgangsrétti og ríkisborgarar þess ríkis.

2. gr.

    Sérhver ríkisborgari EES-ríkis og sérhver vinnuveitandi sem rekur starfsemi á yfirráðasvæði EES-ríkis geta skipst á umsóknum og tilboðum um atvinnu og geta komið sér saman um og framkvæmt ráðningarsamninga í samræmi við ákvæði gildandi laga eða stjórnsýslufyrirmæla án þess að það leiði til nokkurrar mismununar.

3. gr.

    1. Samkvæmt þessari reglugerð skulu ákvæði í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum EES- ríkis ekki gilda í þeim tilvikum:
          þar sem þau takmarka umsóknir og framboð á atvinnu eða rétt erlendra ríkisborgara til að fá og stunda atvinnu eða setja þeim önnur skilyrði en þau sem gilda um þeirra eigin ríkisborgara eða
          þar sem meginmarkmið eða áhrif þeirra eru að halda ríkisborgurum annarra EES-ríkja frá atvinnu sem til boða stendur enda þótt það taki ekki til þjóðernis.
Þetta ákvæði á ekki við í þeim tilvikum þar sem tungumálakunnátta skiptir máli vegna eðlis starfsins sem um er að ræða.
    2. Þetta skal einkum og sér í lagi ná til þeirra ákvæða eða venju EES-ríkis samkvæmt fyrstu undirgrein 1. mgr. sem:
     a.      mæla fyrir um sérstakar reglur um ráðningar erlendra ríkisborgara;
     b.      takmarka eða draga úr auglýsingum í blöðum eða öðrum fjölmiðlum á lausum störfum eða binda þau öðrum skilmálum en þeim sem gilda fyrir atvinnurekendur á yfirráðasvæði aðildarríkisins;
     c.      binda aðgang að vinnumarkaðinum við skráningu á ráðningarskrifstofum eða hindra ráðningu einstakra launþega þegar um er að ræða fólk sem ekki býr á yfirráðasvæði þess aðildarríkis sem í hlut á.

4. gr.

    1. Ákvæði í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum EES-ríkis sem takmarka fjölda eða hundraðshluta erlendra ríkisborgara í fyrirtækjum, starfsgrein eða á tilteknu svæði eða á landsmælikvarða skulu ekki gilda um ríkisborgara annarra EES-ríkja.
    2. Þegar ívilnun til fyrirtækja í EES-ríki er bundin við ákveðið lágmarkshlutfall innlendra launþega skal litið á ríkisborgara annarra EES-ríkja sem innlenda samkvæmt ákvæði í tilskipun ráðsins frá 15. október 1963. 1)
    1) Stjtíð. EB nr. 159, 2. nóvember 1963, bls. 2661/63.

5. gr.

    Ríkisborgari aðildarríkis, sem sækir um atvinnu í öðru EES-ríki, skal njóta sömu aðstoðar þar og vinnumiðlun þess ríkis veitir innlendum ríkisborgurum sem eru í atvinnuleit.

6. gr.

    1. Ráðning og skráning ríkisborgara eins EES-ríkis í stöðu í öðru EES-ríki skal ekki vera háð neinum skilyrðum er varða heilsufar, sérþekkingu eða annað það sem gerir honum lægra undir höfði í samanburði við innlenda ríkisborgara sem gegna sama starfi í hinu EES-ríkinu.
    2. Engu að síður getur ríkisborgari, sem hefur undir höndum persónulegt starfstilboð frá vinnuveitanda í öðru EES-ríki en sínu eigin, þurft að fara í hæfnispróf hafi vinnuveitandinn sett það sem skilyrði með tilboðinu.

    

II. BÁLKUR


Atvinna og jafnræði við málsmeðferð.


7. gr.

    1. Ekki er heimilt að láta launþega, sem er ríkisborgari annars EES-ríkis en þess sem hann starfar í, gjalda þjóðernis síns hvað viðvíkur ráðningar- og vinnuskilyrðum, einkum og sér í lagi hvað varðar launakjör, uppsögn úr starfi og, komi til atvinnumissis, endurskipun eða endurráðningu.
    2. Hann skal njóta sömu félagslegra réttinda og skattaívilnana og innlendir launþegar.
    3. Hann skal einnig í krafti sama réttar og með sömu skilyrðum hafa sama aðgang og innlendir launþegar að þjálfun í skólum er tengjast atvinnulífinu og endurmenntunarstöðvum.
    4. Öll ákvæði í kjarasamningum eða ráðningarsamningum eða öðrum almennum reglugerðum sem varða aðgang að atvinnu og öll önnur starfsskilyrði eða uppsagnarákvæði eru ógild og að engu hafandi að svo miklu leyti sem þau mæla fyrir um eða heimila mismunun launþega sem eru ríkisborgarar annarra EES-ríkja.

8. gr.

    Launþegi, sem er ríkisborgari EES-ríkis og starfar á yfirráðasvæði annars EES-ríkis, skal njóta jafnræðis við málsmeðferð hvað varðar aðild að stéttarfélögum og njóta þess réttar er hún veitir, að meðtöldum réttinum til að greiða atkvæði og til að gegna stjórnar- og stjórnunarstörfum fyrir stéttarfélagið; 1) það má meina honum að eiga sæti í stjórn nefnda sem lúta ríkisrétti eða að gegna stöðu sem er bundin af ríkisrétti. Enn fremur á hann rétt á að taka sæti í fulltrúaráði launþega við fyrirtæki. Ákvæði þessarar greinar skulu ekki hafa áhrif á lög eða reglugerðir í tilteknum EES-ríkjum sem veita launþegum sem koma frá öðrum EES-ríkjum meiri rétt.
    1) Rg. 312/76/EBE.

9. gr.

    1. Launþegi sem er ríkisborgari EES-ríkis og starfar á yfirráðasvæði annars EES-ríkis skal njóta allra sömu réttinda og ívilnana og innlendir launþegar hvað viðvíkur húsnæði; það á einnig við um eignarrétt á húsnæði sem hann þarf á að halda.
    2. Slíkur launþegi getur, með sama rétti og innlendir ríkisborgarar, látið skrá sig hjá húsnæðismiðlun á því svæði þar sem hann starfar, fari slík skráning fram, og skal hann njóta viðeigandi ívilnana og forréttinda.
    Hafi fjölskylda hans orðið eftir í landinu sem hann kom frá skal einnig tekið tillit til hennar í þessu sambandi eins og hún væri búsett á viðkomandi svæði, að því tilskildu að innlendir launþegar njóti svipaðra fríðinda.

III. BÁLKUR
Fjölskyldur launþega.

10. gr.1)


    ...

11. gr.1)


    ...
    1) Tilsk.2004/38/EB.

12. gr.

    Börn ríkisborgara EES-ríkis, sem er eða hefur verið ráðinn til vinnu á yfirráðasvæði annars EES-ríkis, skulu eiga rétt á almennri skólagöngu í því ríki, námsvist og starfsþjálfunarnámskeiðum með sömu skilyrðum og ríkisborgarar þess ríkis, að því tilskildu að börnin búi þar.
EES-ríkin skulu leggja sig fram um að gera þessum börnum kleift að stunda námið við ákjósanlegustu skilyrði.

II. HLUTI
Atvinnuframboð og atvinnuumsóknir.
I.      BÁLKUR
Samvinna á milli EFTA-ríkja og við fastanefnd EFTA.

13. gr.

    1. EFTA-ríkin eða fastanefnd EFTA skulu stofna til eða í sameiningu gera hverjar þær kannanir á atvinnutækifærum eða atvinnuleysi sem þau telja nauðsynlegar til að tryggja frelsi launþega til flutninga innan EES. Aðalvinnumiðlanirnar í EFTA-ríkjunum skulu eiga náið samstarf sín á milli og við fastanefnd EFTA með það að markmiði að hafa samráð um ráðningu í lausar stöður og meðferð atvinnuumsókna innan EES og yfirlit um hverjir hljóta stöður.
    2. Í þessu skyni skulu EFTA-ríkin tilnefna sérstakar þjónustuskrifstofur og ber þeim að skipuleggja þá starfsemi sem að ofan er getið og hafa samráð sín á milli og við fastanefnd EFTA. EFTA-ríkjunum ber að tilkynna fastanefnd EFTA um allar breytingar sem verða á tilnefningu aðila til slíkrar þjónustu og skal fastanefnd EFTA birta nákvæmar upplýsingar um þær í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópubandalagsins.

14. gr.

    1. EFTA-ríkin skulu senda fastanefnd EFTA og eftirlitsstofnun EFTA upplýsingar um vandamál sem upp kunna að koma í sambandi við frelsi til flutninga og atvinnumál launþega og nákvæmt yfirlit yfir stöðu og þróun atvinnulífs. 1)
    2. Fastanefnd EFTA skal, að teknu fyllsta tilliti til álits umsjónarnefndarinnar, ákvarða með hvaða hætti upplýsingarnar, sem um getur í 1. mgr., skuli settar fram.
    3. Í samræmi við þær starfsaðferðir, sem fastanefnd EFTA ákveður að teknu fyllsta tilliti til álits umsjónarnefndarinnar, 1) skal þjónustuskrifstofa hvers EFTA-ríkis senda til þjónustuskrifstofa hinna EFTA-ríkjanna og til fastanefndar EFTA upplýsingar um lífskjör og vinnuskilyrði og ástand vinnumarkaðar sem líklegar eru til að koma launþegum frá öðrum EFTA- ríkjum að gagni. Upplýsingarnar skal endurskoða reglulega. Þjónustuskrifstofurnar í hinum EFTA-ríkjunum skulu tryggja að slíkar upplýsingar séu vel kynntar, m.a. með því að dreifa þeim á meðal viðeigandi vinnumiðlana og koma þeim á framfæri með öllum tiltækum ráðum við þá launþega sem hlut eiga að máli.
     1) Rg. 2434/92/EBE.

II. BÁLKUR
Ráðstöfun lausra starfa.

15. gr.1)


    1. Þjónustuskrifstofa hvers EFTA-ríkis skal senda reglulega til þjónustuskrifstofa hinna EFTA-ríkjanna og til fastanefndar EFTA:
     a.      upplýsingar um laus störf sem ríkisborgarar hinna aðildarríkja EES geta hugsanlega gegnt;
     b.      upplýsingar um laus störf sem boðin eru fram í ríkjum utan EES;
     c.      upplýsingar um atvinnuumsóknir fólks sem hefur lýst sig reiðubúið til að starfa í öðru EES-ríki;
     d.      upplýsingar, sundurliðaðar eftir svæðum og greinum, um umsækjendur sem hafa í raun lýst sig reiðubúna til að taka atvinnutilboði í öðru landi.
Þjónustuskrifstofa hvers EFTA-ríkis skal senda slíkar upplýsingar áfram til viðkomandi vinnumiðlana og vinnumálaskrifstofa eins fljótt og kostur er.
    2. Upplýsingum um lausar stöður og umsóknir, sem um getur í 1. mgr., skal dreift samkvæmt samræmdu heildarkerfi sem fastanefnd EFTA skal koma á fót, í samvinnu við umsjónarnefndina. Ef nauðsynlegt reynist getur fastanefnd EFTA aðlagað þetta kerfi í samvinnu við umsjónarnefndina.
    1) Rg. 2434/92/EBE.

16. gr.1)


    1. Þar til bærar vinnumiðlanir hinna EFTA-ríkjanna skulu láta tilkynningar berast um sérhvert laust starf í skilningi 15. gr. sem er tilkynnt til vinnumiðlana EES-ríkis og vinna úr þeim. Þessir aðilar skulu senda vinnumiðlunum fyrstnefnda EFTA-ríkisins upplýsingar um gildar umsóknir.
    2. Viðkomandi vinnumiðlanir EFTA-ríkjanna skulu svara atvinnuumsóknunum sem um getur í c-lið 1. mgr. 15. gr. innan hæfilegs frests sem sé eigi lengri en einn mánuður.
    3. Vinnumiðlanirnar skulu veita launþegum, sem eru ríkisborgarar annarra EES-ríkja, sömu forréttindi og gert er ráð fyrir samkvæmt viðeigandi ráðstöfunum að innlendir ríkisborgarar njóti miðað við launþega sem eru ríkisborgarar landa utan EES.
     1) Rg. 2434/92/EBE.

17. gr.

    1. Þjónustuskrifstofurnar skulu annast framkvæmd ákvæða 16. gr. Hins vegar, að svo miklu leyti sem höfuðstöðvarnar heimila og að svo miklu leyti sem skipulag vinnumiðlana í EFTA-ríki og úthlutunaraðferðir leyfa:
     a.      skulu svæðisbundnar vinnumiðlanir EFTA-ríkis:
                  i.      á grundvelli upplýsinganna 1) sem getið er í 15. gr. og viðeigandi aðgerðir byggjast á, safna saman og ráðstafa lausum störfum og atvinnuumsóknum;
                  ii.      koma á beinum tengslum við ráðstöfun:
                  –     starfa sem boðin hafa verið tilteknum launþega;
                  –     einstakra atvinnuumsókna sem sendar hafa verið annaðhvort til sérstakra vinnumiðlana eða til vinnuveitanda sem rækir starfsemi á því svæði sem miðlunin nær til;
                  –     starfa til handa árstíðabundnu vinnuafli sem ráða verður eins skjótt og auðið er;
     b.      skulu vinnumiðlanir, sem ná til svæða sem liggja að landamærum tveggja eða fleiri EFTA-ríkja, skiptast reglulega á gögnum er varða laus störf og óafgreiddar atvinnuumsóknir á þeirra svæði og með sama hætti og gert er gagnvart öðrum vinnumiðlunum í löndum þeirra miðla og ráðstafa lausum störfum og atvinnuumsóknum;
                  ef nauðsynlegt reynist skulu vinnumiðlanir, sem ná til svæða sem liggja að landamærum, einnig koma á samvinnu- og þjónustukerfi með það í huga að geta boðið:
                  i.      notendum eins miklar hagnýtar upplýsingar um hinar ýmsu hliðar flutningafrelsisins og hægt er og
                  ii.      stofnunum vinnumarkaðarins, félagsmálastofnunum (m.a. opinberum, einkareknum og þeim sem nýtast almenningi) og öllum stofnunum sem málið varðar, samþættar ráðstafanir er tengjast frelsi til flutninga; 1)
     c.      skulu opinberar vinnumiðlanir, sem sérhæfa sig í tilteknum starfsgreinum eða láta sig varða sérstaka hópa fólks, eiga beina samvinnu hver við aðra.
    2. EFTA-ríkin, sem hlut eiga að máli, skulu senda fastanefnd EFTA skrá, sem samráð er haft um, yfir þær stofnanir sem um getur í 1. mgr.; fastanefnd EFTA skal birta þessa skrá ásamt þeim breytingum sem kunna að verða á henni í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópubandalagsins.
    1) Rg. 2434/92/EBE.

18. gr.

    Ekki er skylt að taka upp þær ráðningaraðferðir sem framkvæmdaraðilar beita og kveðið er á um í samkomulagi sem tvö eða fleiri EES-ríki gera sín á milli.

III. BÁLKUR
Leiðir til að hafa eftirlit með jafnvægi á vinnumarkaðinum.

19. gr.

    1. Á grundvelli skýrslu frá fastanefnd EFTA, sem unnin er úr upplýsingum frá EFTA- ríkjunum, skulu EFTA-ríkin og fastanefnd EFTA kanna sameiginlega minnst einu sinni á ári árangur aðgerða EES vegna lausra starfa og atvinnuumsókna. 1)
    2. EES-ríkin skulu ásamt fastanefnd EFTA kanna öll tiltæk ráð til að veita ríkisborgurum aðildarríkjanna forgang þegar ráðið er í lausar stöður til að leitast við að koma á jafnvægi milli framboðs og umsókna um störf innan EES. Þau skulu beita öllum tiltækum ráðum í þessu skyni.
    3. Annað hvert ár skal fastanefnd EFTA leggja fram skýrslu um framkvæmd II. hluta þessarar reglugerðar þar sem gerð er grein fyrir þeim upplýsingum sem hafa borist og niðurstöðum athugana og rannsókna sem hafa farið fram með sérstakri áherslu á gagnlegar upplýsingar er varða þróun vinnumarkaðarins á Evrópska efnahagssvæðinu. 1)
    1) Rg. 2434/92/EBE.

20. gr.1)


    …
     1) Rg. 2434/92/EBE.

IV. BÁLKUR
Evrópska samráðsskrifstofan.1)

     1) Af hálfu EFTA-ríkjanna skal fastanefnd EFTA sinna þessu hlutverki innan EES.

21. gr.

    Evrópska skrifstofan, sem samræmir ráðstafanir vegna atvinnutækifæra og atvinnuumsókna og stofnuð var á vegum framkvæmdastjórnarinnar (í þessari reglugerð nefnd „evrópska samráðsskrifstofan“), skal almennt gegna því hlutverki að miðla upplýsingum um atvinnutækifæri innan bandalagsins. Hún skal einkum bera ábyrgð á öllum formsatriðum er varða þennan málaflokk sem samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar falla undir framkvæmdastjórnina og ekki síst aðstoða innlendar vinnumiðlanir. Henni ber að taka saman þær upplýsingar sem um getur í 14. og 15. gr. ásamt niðurstöðum kannana og rannsókna sem gerðar eru skv. 13. gr. í því skyni að varpa ljósi á gagnlegar staðreyndir um fyrirsjáanlega þróun á vinnumarkaði bandalagsins. Slíkum staðreyndum skal komið á framfæri við þjónustuskrifstofur aðildarríkjanna og við ráðgjafar- og umsjónarnefndirnar.

22. gr.

    1. Evrópska samráðsskrifstofan skal einkum sjá um að:
     a.      samræma þær aðferðir sem þörf er á til að manna laus störf innan bandalagsins og hafa yfirlit yfir þá flutninga launþega sem af hljótast;
     b.      vinna að þessum markmiðum með því að stuðla að því í samvinnu við umsjónarnefndina að sambærilegar aðferðir séu notaðar bæði á stjórnunar- og framkvæmdastigi;
     c.      safna saman þegar sérstaka nauðsyn ber til í samvinnu við þjónustuskrifstofurnar upplýsingum um laus störf og atvinnuumsóknum svo að unnt sé að ráðstafa þeim hjá þjónustuskrifstofunum.
    2. Henni ber að tilkynna þjónustuskrifstofunum um laus störf og atvinnuumsóknir sem sendar hafa verið beint til framkvæmdastjórnarinnar og fá upplýsingar um viðbrögð við þeim.

23. gr.

    Framkvæmdastjórnin getur, í samvinnu við lögbært yfirvald í hverju aðildarríki fyrir sig og í samræmi við þá skilmála og þær aðferðir sem hún skal ákveða á grundvelli álitsgerðar umsjónarnefndarinnar, skipulagt heimsóknir og verkefni fyrir embættismenn annarra aðildarríkja og einnig framhaldsnámskeið fyrir sérmenntað starfsfólk.

III. HLUTI
Nefndir sem eiga að tryggja nána samvinnu milli aðildarríkjanna í
málefnum er varða frjálsa flutninga launþega og atvinnumál þeirra.
I. BÁLKUR
Ráðgjafarnefndin.1)

     1) Fastanefnd EFTA getur komið á fót undirnefndum til að sinna þessum verkefnum.

24. gr.

    Ráðgjafarnefndin ber ábyrgð á að aðstoða framkvæmdastjórnina við að athuga vafamál sem upp kunna að koma við beitingu sáttmálans og í sambandi við ráðstafanir sem gerðar eru á grundvelli hans og varða frelsi launþega til flutninga og störf þeirra.

25. gr.

    Ráðgjafarnefndin ber einkum ábyrgð á að:
     a.      rannsaka mál er varða frjálsa flutninga launþega og atvinnumál innan ramma innlendrar vinnumálastefnu með það að leiðarljósi að samræma vinnumálastefnu aðildarríkjanna á bandalagsgrundvelli og á þann hátt stuðla að aukinni efnahagslegri þróun og jafnvægi á vinnumarkaði;
     b.      gera almenna úttekt á þeim áhrifum sem framkvæmd þessarar reglugerðar og aðrar viðbótarráðstafanir hafa;
     c.      koma til framkvæmdastjórnarinnar rökstuddum tillögum um endurskoðun á þessari reglugerð;
     d.      láta í té, hvort heldur sem er að beiðni framkvæmdastjórnarinnar eða að eigin frumkvæði, rökstudda álitsgerð um almenn atriði eða meginreglur, einkum og sér í lagi hvað varðar upplýsingaskipti um þróun mála á vinnumarkaðinum, um flutninga launþega milli aðildarríkja, um áætlanir eða ráðstafanir til eflingar starfsleiðbeiningum eða starfsþjálfun sem er líkleg til að efla frelsi til flutninga og atvinnuskipta, jafnframt um alla þá aðstoð sem launþegar og fjölskyldur þeirra eiga kost á að meðtalinni félagslegri aðstoð og húsnæðisöflun launþega.

26. gr.

    1. Ráðgjafarnefndin skal skipuð sex fulltrúum frá hverju aðildarríki, tveir eru ríkisstjórnarfulltrúar, tveir eru frá launþegasamtökum og tveir frá samtökum vinnuveitenda.
    2. Hvert aðildarríki skal tilnefna einn varamann fyrir hvern hóp sem tilgreindur er í 1. mgr.
    3. Starfstími fulltrúanna og varamanna þeirra skal vera tvö ár. Heimilt er að endurskipa þá. Er starfstíminn rennur út skulu bæði aðal- og varamenn sitja þar til aðrir hafa verið skipaðir í þeirra stað eða skipanir þeirra endurnýjaðar.

27. gr.

    Ráðið skal skipa bæði aðal- og varamenn í ráðgjafarnefndina og kappkosta þegar fulltrúar launþegasamtakanna og samtaka vinnuveitenda eru valdir að þeir komi frá hinum ýmsu geirum efnahagslífsins. Ráðið skal láta birta til upplýsingar skrá yfir aðal- og varamenn í Stjórnartíðindum Evrópubandalagsins.

28. gr.

    Fulltrúi úr framkvæmdastjórninni eða varamaður hans skal vera formaður ráðgjafarnefndarinnar. Formaðurinn hefur ekki atkvæðisrétt. Nefndin skal koma saman tvisvar á ári hið minnsta. Formaðurinn kallar hana saman, annaðhvort að eigin frumkvæði eða að beiðni að minnsta kosti þriðjungs nefndarmanna. Framkvæmdastjórnin skal sjá nefndinni fyrir skrifstofuþjónustu.

29. gr.

    Formaðurinn getur boðið einstaklingum eða fulltrúum aðila sem hafa víðtæka reynslu af atvinnu- eða flutningsmálum launþega að taka þátt í fundum sem áheyrnarfulltrúar eða sem sérfræðingar. Formaðurinn getur leitað ráða hjá sérfræðingum.

30. gr.

    1. Álitsgerð nefndarinnar telst ekki gild nema að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fulltrúanna séu viðstaddir.
    2. Álitsgerðir skulu vera rökstuddar og þær teljast samþykktar þegar fyrir þeim er hreinn meiri hluti gildra atkvæða. Þeim skal fylgja skrifleg greinargerð með áliti minni hlutans fari hann fram á það.

31. gr.

    Ráðgjafarnefndin skal setja sér starfsreglur samkvæmt reglum um málsmeðferð sem skulu taka gildi þegar ráðið að fengnu áliti framkvæmdastjórnarinnar hefur gefið samþykki sitt. Gildistaka breytinga, sem nefndin kann að gera á þessum starfsreglum, skal háð sömu málsmeðferð.

II. BÁLKUR
Umsjónarnefndin.1)

     1) Fastanefnd EFTA getur komið á fót undirnefndum til að sinna þessum verkefnum.

32. gr.


    Umsjónarnefndin ber ábyrgð á að aðstoða framkvæmdastjórnina við að undirbúa, stuðla að og fylgja eftir öllum formsatriðum og ráðstöfunum sem miða að því að koma þessari reglugerð ásamt viðbótarráðstöfunum í framkvæmd.

33. gr.

    Umsjónarnefndin ber einkum ábyrgð á að:
     a.      koma á og bæta samvinnu milli þeirra yfirvalda sem hlut eiga að máli í aðildarríkjunum varðandi öll formsatriði í tengslum við frjálsa flutninga launþega og atvinnumál þeirra;
     b.      móta aðferðir við skipulag sameiginlegra aðgerða opinberra yfirvalda sem í hlut eiga;
     c.      auðvelda söfnun upplýsinga sem líklegar eru til að koma framkvæmdastjórninni að gagni og sem nota má í þeim könnunum og rannsóknum sem kveðið er á um í þessari reglugerð og hvetja stjórnsýsluaðila sem málið varðar til að skiptast á upplýsingum og miðla reynslu;
     d.      kanna formsatriði er varða samhæfingu viðmiðana sem aðildarríki nota til að meta stöðu vinnumarkaðarins.

34. gr.

    1. Umsjónarnefndin skal skipuð fulltrúum ríkisstjórna aðildarríkjanna. Hver ríkisstjórn skal tilnefna í umsjónarnefndina einn af fulltrúum sínum í ráðgjafarnefndinni.
    2. Sérhver ríkisstjórn skal tilnefna varamann úr hópi annarra fulltrúa – aðal- eða varamanna – í ráðgjafarnefndina.

35. gr.

    Fulltrúi úr framkvæmdastjórninni eða varamaður hans skal vera formaður umsjónarnefndarinnar. Formaðurinn hefur ekki atkvæðisrétt. Formaðurinn og meðlimir nefndarinnar geta leitað ráða hjá sérfræðingum. Framkvæmdastjórnin skal sjá nefndinni fyrir skrifstofuþjónustu.

36. gr.

    Tillögur og álitsgerðir umsjónarnefndarinnar skulu berast til framkvæmdastjórnarinnar og skal tilkynna það ráðgjafarnefndinni. Skrifleg greinargerð með álitsgerð einstakra nefndarmanna umsjónarnefndarinnar skal fylgja öllum tillögum og álitsgerðum fari þeir fram á það.

37. gr.

    Umsjónarnefndin skal setja sér starfsreglur samkvæmt reglum um málsmeðferð sem skulu taka gildi þegar ráðið að fengnu áliti framkvæmdastjórnarinnar hefur gefið samþykki sitt. Gildistaka breytinga, sem nefndin kann að gera á þessum starfsreglum, skal háð sömu málsmeðferð.

IV. HLUTI
Bráðabirgða- og lokaákvæði.
I. BÁLKUR
Bráðabirgðaákvæði.

38. gr.


    Þar til fastanefnd EFTA hefur komið á samræmda heildarkerfinu sem greint er frá í 2. mgr. 15. gr. skal samráðsskrifstofan koma með tillögur um leiðir sem líklegar eru til að koma að haldi við að semja og dreifa skýrslunum sem getið er í 1. mgr. 15. gr.

39. gr.

    Reglur ráðgjafar- og umsjónarnefndarinnar um málsmeðferð, sem eru í gildi við gildistöku þessarar reglugerðar, eiga áfram við.

40. gr.

    …

41. gr.

    …

II. BÁLKUR
Lokaákvæði.

42. gr.


    1. [1. mgr. gildir ekki.] Engu að síður skal þessi reglugerð ná til þeirra hópa launþega sem um getur í fyrstu undirgrein og til aðstandenda þeirra, að svo miklu leyti sem réttarstaða þeirra ræðst ekki af ofangreindum sáttmálum eða ráðstöfunum.
    2. Reglugerð þessi skal ekki hafa áhrif á ráðstafanir sem gripið er til skv. 29. gr. EES- samningsins.
    3. Reglugerð þessi skal ekki hafa áhrif á skuldbindingar EES-ríkjanna vegna:
          sérstakra sambanda eða komandi samninga við tiltekin lönd eða yfirráðasvæði utan Evrópu er byggjast á tengslum milli stofnana sem eru til staðar við gildistöku þessarar reglugerðar eða
          samninga sem eru í gildi við gildistöku þessarar reglugerðar við tiltekin lönd eða yfirráðasvæði utan Evrópu er byggjast á tengslum milli stofnana þeirra.
    Launþegar frá slíkum löndum eða yfirráðasvæðum, sem í samræmi við þetta ákvæði stunda vinnu á yfirráðasvæði einhvers þessara EES-ríkja, geta ekki borið fyrir sig eða notið ákvæða þessarar reglugerðar á yfirráðasvæðum hinna EES-ríkjanna.

43. gr.

    EFTA-ríkin skulu í upplýsingaskyni senda fastanefnd EFTA texta samkomulags, samninga eða samþykkta sem þau hafa gert sín á milli varðandi launþega á tímabilinu frá undirritun þeirra til gildistöku.

44. gr.

    Framkvæmdastjórnin skal gera tilheyrandi ráðstafanir samkvæmt þessari reglugerð svo að hún komist til framkvæmdar. Hún skal í þessu skyni eiga náið samstarf við opinber stjórnvöld í aðildarríkjunum.

45. gr.

    Framkvæmdastjórnin skal koma til ráðsins tillögum sem miða að því að afnema í samræmi við skilmála sáttmálans takmarkanir á aðgangi launþega sem eru ríkisborgarar aðildarríkjanna að vinnumarkaðinum í þeim tilvikum þar sem skortur á gagnkvæmri viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum eða öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi getur hindrað frelsi launþega til flutninga.

46. gr.

    Stjórnsýsluútgjöld nefndanna, sem um getur í III. hluta, skulu talin með í þeim hluta fjárhagsáætlunar Evrópubandalagsins sem tilheyrir framkvæmdastjórninni.

47. gr.

    Reglugerð þessi gildir fyrir yfirráðasvæði aðildarríkjanna og ríkisborgara þeirra, sbr. þó 2., 3., 10. og 11. gr.

48. gr.

    …

VIÐAUKI1)


    …
    1) Rg. 2434/92/EBE.

III. KAFLI
Innleiðing og gildistaka.
23. gr.

    Lög þessi eru sett m.a. til innleiðingar á tilskipun nr. 2004/38/EB, um rétt ríkisborgara ríkja Evrópusambandsins og fjölskyldna þeirra til frjálsrar farar og dvalar innan svæðisins, sem vísað er til í V. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 158/2007.

24. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga, með síðari breytingum, og lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnhagssvæðisins, með síðari breytingum. Þar á meðal er lagt til að teknar verði upp nýjar tegundir tímabundinna atvinnuleyfa en áður hefur einungis verið til ein almenn tegund slíkra atvinnuleyfa án tillits til þeirra ástæðna er liggja að baki því að atvinnurekendur hafa kosið að ráða til sín erlenda starfsmenn. Áhersla hefur verið lögð á mikilvægi þess að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli á innlendum vinnumarkaði sé viðhaldið. Er því mikilvægt að litið sé til þeirra langtímaáhrifa sem útgáfa atvinnuleyfa getur haft á jafnvægi á vinnumarkaði vegna tímabundins skorts á vinnuafli. Jafnframt verður að horfa til reynslu síðustu þriggja ára af stækkun Evrópska efnahagssvæðisins þegar Eistland, Lettland, Litháen, Kýpur, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland gerðust aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Ríkisborgurum þessara ríkja var veitt heimild til frjálsrar atvinnuleitar hér á landi frá 1. maí 2006 og njóta þeir þeirra réttinda að ráða sig til starfa á Íslandi með sama forgangsrétti og Íslendingar, sbr. 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 1612/68/EBE, um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins, sem innleidd var í íslenskan rétt með lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins. Fjöldi ríkisborgara þessara ríkja hefur ráðið sig til starfa hér á landi á undanförnum þremur árum. Má þar nefna að á árinu 2005 voru 2.765 launamenn frá þessum aðildarríkjum ráðnir til starfa hjá atvinnurekendum á innlendum vinnumarkaði en á tímabilinu janúar til og með apríl 2006 var um að ræða 2.104 launamenn. Þessi þróun hefur haldið áfram en frá 1. maí 2006 til 31. október 2007 hafa 9.977 tilkynningar borist til Vinnumálastofnunar um ráðningar ríkisborgara frá þessum aðildarríkjum sem eru nýir á íslenskum vinnumarkaði. Flestir þessara launamanna voru ráðnir í ósérhæfð störf hér á landi. Reynslan hefur því sýnt að nokkur hreyfanleiki er meðal ríkisborgara nýju aðildarríkjanna að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hingað til lands. Þá stækkaði Evrópska efnahagssvæðið enn frekar 1. ágúst 2007 þegar Lýðveldið Búlgaría og Rúmenía gerðust aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
    Gert er ráð fyrir sex tegundum tímabundinna atvinnuleyfa í frumvarpi þessu en jafnframt er miðað við að atvinnuleyfi til sérhæfðra starfsmanna er koma tímabundið hingað til lands á grundvelli þjónustusamninga við erlend fyrirtæki verði áfram í lögum um atvinnuréttindi útlendinga, sbr. 10. gr. laganna, sem verður að 15. gr. laganna með frumvarpi þessu. Lagt er til að heimilt verði að veita tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa sem krefjast sérfræðiþekkingar sem skortur er á hér á landi enda ekki um tímabundin verkefni að ræða. Er það gert að skilyrði að sérfræðiþekking viðkomandi útlendings sé hlutaðeigandi fyrirtæki nauðsynleg. Tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa sem krefjast sérfræðiþekkingar geta verið grundvöllur óbundinna atvinnuleyfa.
    Áfram er gert ráð fyrir að unnt verði að veita tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins þegar starfsmenn sem þegar hafa aðgengi að íslenskum vinnumarkaði fást ekki í laus störf á innlendum vinnumarkaði. Sambærileg skilyrði liggja fyrir veitingu slíkra leyfa og er að finna í 7. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga. Tilgangur ákvæðisins er að gera atvinnurekendum kleift að mæta tímabundnum sveiflum í íslensku atvinnulífi en sú breyting er lögð til að slík atvinnuleyfi geti ekki orðið grundvöllur óbundinna atvinnuleyfa enda einungis ætlað að mæta tímabundinni eftirspurn eftir vinnuafli. Þá er miðað við að um sé að ræða undantekningartilvik þar sem áhersla er áfram lögð á að atvinnurekendur leiti fyrst eftir starfsfólki sem þegar hefur aðgengi að innlendum vinnumarkaði hvort sem er hér á landi eða innan Evrópska efnahagssvæðisins til að mæta tímabundnum sveiflum í eftirspurn eftir vinnuafli. Gert er ráð fyrir að útlendingar sem fá veitt tímabundin atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli geti starfað hér á landi í allt að tvö ár nema að um sé að ræða skýrt afmarkaða og tímabundna framkvæmd sem tekur lengri tíma. Er þá miðað við að heimilt sé að framlengja tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa við verkframkvæmdina þar til henni lýkur.
    Lögð eru til þau nýmæli að fjallað verði um atvinnuleyfi vegna starfa íþróttafólks hjá íþróttafélögum innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í sérákvæði. Færst hefur í vöxt að íslensk íþróttafélög óski eftir því að erlendir þjálfarar og leikmenn fái að starfa undir merkjum viðkomandi félaga. Markmiðið með þessu ákvæði er að koma meiri festu í framkvæmdina við veitingu leyfa til þessa hóps fólks. Gert er ráð fyrir að þeim útlendingum sem fá atvinnuleyfi til að starfa innan íþróttafélaga verði jafnframt óheimilt að sinna samhliða öðrum störfum á innlendum vinnumarkaði. Enn fremur er gert ráð fyrir að tímabundið atvinnuleyfi sem veitt er útlendingi vegna starfa hans hjá íþróttafélagi geti ekki orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis hér á landi.
    Enn fremur eru lagðar til breytingar á veitingu atvinnuleyfa vegna náms útlendinga hér á landi. Markmið þeirra breytinga er að undirstrika að komi útlendingur hingað til lands í því skyni að stunda nám við íslenskan skóla sé það megintilgangur dvalar hans hér á landi. Ekki er því almennt gert ráð fyrir að erlendir námsmenn starfi með námi sínu hér á landi nema starfið sé hluti af náminu þar sem um starfstengt nám er að ræða. Er þá gert ráð fyrir að heimilt verði að gefa út sérstök tímabundin atvinnuleyfi vegna tiltekinna starfa sem eru hluti af náminu. Jafnframt er gert ráð fyrir að heimilt verði að veita tímabundin atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna sem mæla með því að útlendingi verði veitt leyfi til að dvelja hér og starfa. Er miðað við að um sé að ræða sérstakar ástæður er tengjast aðstæðum útlendingsins hér á landi en skilyrði er að útlendingur hafi áður fengið útgefið bráðabirgðadvalarleyfi, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna samkvæmt lögum um útlendinga eða dvalarleyfi skv. 3. mgr. 8. gr. frumvarps til breytinga á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, sem lagt hefur verið fram samhliða þessu frumvarpi á Alþingi og gert er ráð fyrir að verði 3. mgr. 11. gr. laganna. Þar með er lögð áhersla á að það fellur í hlut Útlendingastofnunar að meta hvort persónulegir hagir útlendinga sem óska eftir að dveljast hér á landi séu þess eðlis að þeir réttlæti dvöl hlutaðeigandi hérlendis en Vinnumálastofnun er eingöngu ætlað að meta aðstæður á innlendum vinnumarkaði hverju sinni sem og hagsmuni atvinnurekenda við veitingu atvinnuleyfa.
    Gert er ráð fyrir að nánustu aðstandendur geti fylgt útlendingum til landsins sem koma hingað til starfa á grundvelli tímabundinna atvinnuleyfa vegna sérfræðiþekkingar, tímabundinna atvinnuleyfa sem tengjast dvalarleyfum á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða óbundinna atvinnuleyfa. Vísað er til skilgreiningar laga um útlendinga á nánasta aðstandanda enda mikilvægt að sami skilningur verði lagður í það hugtak í lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Enn fremur er gert ráð fyrir að nánasti aðstandandi útlendings með óbundið atvinnuleyfi geti jafnframt sótt um óbundið atvinnuleyfi enda hafi nánasti aðstandandi búsetuleyfi og fyrir liggi ráðningarsamningur um starf. Þá er áhersla lögð á að auðvelda börnum útlendinga að laga sig að íslensku samfélagi þannig að þau geti fylgt jafnöldrum sínum bæði í leik og starfi. Þannig er lagt til að börn undir átján ára aldri sem hafa gild dvalarleyfi fyrir aðstandendur á grundvelli laga um útlendinga geti starfað hér án sérstakra atvinnuleyfa. Enn fremur er gert ráð fyrir að heimilt sé að veita börnum sem hafa fengið búsetuleyfi hér fyrir átján ára aldur óbundið atvinnuleyfi.
    Lagt er til að heimilt verði að veita tímabundin atvinnuleyfi á grundvelli samninga sem íslensk stjórnvöld gera við önnur ríki um veitingu tímabundinna atvinnuleyfa til einstakra hópa. Er þar átt við samninga sem ætlað er að veita ungu fólki tækifæri til að auka víðsýni sitt með því að gefa þeim kost á að kynna sér lífshætti og viðhorf annarra þjóða. Auk þessa er gert ráð fyrir samningum vegna dvalar og starfa maka, samvistarmaka og sambúðarmaka erlendra sendimanna og barna undir 21 árs enda hafi þau gilt dvalarleyfi á grundvelli þjóðréttarsamninga.
    Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um framkvæmdina við veitingu og útgáfu atvinnuleyfa innan stjórnsýslunnar. Er því lagt til að skýrt verði kveðið á um þá meginreglu að útlendingi ber að dveljast erlendis á afgreiðslutíma umsóknar um atvinnuleyfi er hann kemur hingað til starfa í fyrsta skipti eða hann hefur dvalið erlendis í a.m.k. sex mánuði frá þeim tíma er áður útgefið atvinnuleyfi féll úr gildi. Ekki er um að ræða efnisbreytingu frá 1. mgr. 8. gr. laganna en ástæða þykir til að orða regluna skýrar í frumvarpi þessu. Enn fremur eru lagðar til skýrar reglur um framlengingu atvinnuleyfa sem og afleiðingar þess þegar látið er hjá líða að framlengja tímabundin atvinnuleyfi þegar þau falla úr gildi.
    Frumvarp þetta felur einnig í sér breytingar á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum, en sú breyting byggist á efni tilskipunar nr. 2004/38/EB, um rétt ríkisborgara ríkja Evrópusambandsins og fjölskyldna þeirra til frjálsrar farar og dvalar innan svæðisins. Til stendur að fella tilskipunina undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með tilskipun þessari er helstu reglum sem gilt hafa um frjálsa för ríkisborgara ríkja Evrópusambandsins steypt saman í eina gerð en þessar reglur hafa jafnframt verið felldar undir V. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar af leiðandi hafa þær jafnframt gilt um frjálsa för ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Efni tilskipunarinnar lýtur aðallega að rétti ríkisborgara þessara ríkja til dvalar á yfirráðasvæðum annarra aðildarríkja í því skyni að starfa þar og er því gert ráð fyrir að hún verði aðallega innleidd með frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum, sem lagt er fram á Alþingi samhliða frumvarpi þessu. Tilskipunin felur þó jafnframt í sér breytingar á reglugerð nr. 1612/68/EBE, um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins, sem innleidd var í íslenskan rétt með lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins en ákvæði 23. gr. tilskipunarinnar kemur í stað 10. og 11. gr. reglugerðarinnar. Ákvæði þessi fjalla um rétt aðstandenda ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins til að starfa hér á landi óháð þjóðerni þeirra. Ákvæði 23. gr. tilskipunarinnar felur ekki í sér efnisbreytingu að þessu leyti en nauðsynlegt þykir að breyta ákvæðum laganna til samræmis við það sem mælt er fyrir um í tilskipuninni.
    Helstu nýmæli frumvarpsins eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að sérstök tímabundin atvinnuleyfi verði veitt vegna starfa sem krefjast sérfræðiþekkingar en þar er verið að mæta auknum kröfum íslensks atvinnulífs um starfsfólk með sérfræðimenntun sem ekki er fáanleg meðal þeirra sem þegar hafa aðgengi að innlendum vinnumarkaði. Miðað er við að heimilt verði að hraða afgreiðslu slíkra umsókna hjá Vinnumálastofnun en stofnuninni er m.a. heimilt að víkja frá vinnumarkaðssjónarmiðum þegar um er að ræða störf sem krefjast háskólamenntunar. Enn fremur kunna að koma til önnur tilvik þegar um sérfræðistörf er að ræða þar sem að mati stofnunarinnar er fyrirsjáanlega árangurslaust að leita eftir starfsfólki á sameiginlegum vinnumarkaði Evrópska efnahagssvæðisins enda um mjög sérhæfða þekkingu að ræða.
     2.      Áfram er gert ráð fyrir tímabundnu atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli á innlendum vinnumarkaði en slíkt atvinnuleyfi er betur afmarkað við tímabundnar sveiflur í atvinnulífinu en áður. Er því lögð til sú breyting að atvinnurekandi ráði útlending tímabundið til starfa í samtals tvö ár að hámarki og er ekki gert ráð fyrir að slík tímabundin atvinnuleyfi geti orðið grundvöllur óbundinna atvinnuleyfa. Þó er lagt til að heimilt verði að framlengja tímabundin atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli til lengri tíma en tveggja ára þegar um er að ræða skýrt afmarkaða og tímabundna verkframkvæmd sem tekur lengri tíma en umrædd tvö ár.
     3.      Sífellt algengara er að íslensk íþróttafélög vilji ráða til sín erlent íþróttafólk og er því lögð til sérstök heimild til veitingu tímabundinna atvinnuleyfa í því skyni. Er gert ráð fyrir að lögfest verði sú framkvæmd sem verið hefur að ekki þurfi að huga að vinnumarkaðssjónarmiðum við veitingu slíkra atvinnuleyfa og er því íþróttafólkinu ekki jafnframt heimilt að gegna öðrum störfum á innlendum vinnumarkaði samhliða starfi sínu hjá íþróttafélaginu.
     4.      Mælt er með að útlendingar sem hafa fengið bráðabirgðadvalarleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á grundvelli laga um útlendinga geti jafnframt fengið veitt tímabundin atvinnuleyfi. Sú framkvæmdavenja hefur komist á að þegar útlendingi hefur verið veitt dvalarleyfi á grundvelli þessara ástæðna hefur Vinnumálastofnun jafnframt veitt atvinnuleyfi án þess að líta sérstaklega til vinnumarkaðssjónarmiða. Er því lagt til að sami háttur verði hafður á við veitingu slíkra atvinnuleyfa. Þar með er jafnframt undirstrikað að það fellur í hlut Útlendingastofnunar að meta fyrst hvort persónulegir hagir útlendinga réttlæti dvöl hér á landi á grundvelli heimilda í lögum um útlendinga áður en atvinnuleyfi er veitt á þeim forsendum.
     5.      Gert er ráð fyrir sérstöku tímabundnu atvinnuleyfi vegna nánustu aðstandenda útlendinga sem hafa fengið tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa sem krefjast sérfræðiþekkingar, tímabundin atvinnuleyfi í tengslum við dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða óbundin atvinnuleyfi. Sú breyting er lögð til að framangreindir útlendingar sem nánastu aðstandendur geta leitt heimildir sínar af þurfa að hafa dvalist hér á landi í mun skemmri tíma en samkvæmt gildandi lögum áður en þeir geta fengið nánustu fjölskyldu sína til sín.
     6.      Lagt er til að erlendir námsmenn sem stunda nám við íslenska skóla geti fengið atvinnuleyfi vegna starfa sem eru hluti af námi þeirra en ekki vegna annarra starfa á íslenskum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að atvinnuleyfið verði gefið út hafi útlendingi verið veitt dvalarleyfi vegna náms samkvæmt lögum um útlendinga enda miðað við að tilgangur dvalar útlendingsins hér á landi sé að stunda nám við íslenskan skóla en ekki þátttaka á vinnumarkaði.
     7.      Mælt er með að heimilt verði að veita tímabundin atvinnuleyfi til maka, samvistarmaka eða sambúðarmaka erlendra sendimanna og barna þeirra undir 21 árs aldri á grundvelli samninga íslenskra stjórnvalda við önnur ríki þar að lútandi. Enn fremur er gert ráð fyrir að heimilt verði að veita tímabundin atvinnuleyfi á grundvelli samninga íslenskra stjórnvalda við önnur ríki um störf ríkisborgara þeirra hér á landi í þeim tilgangi að kynna sér landið og menningu þess. Megintilgangur dvalar útlendinganna er að kynna sér land og þjóð og jafnvel að stunda nám við erlendan skóla. Er miðað við að samningar þessir tilgreini til hvaða aldurshópa fólks þeir taki til á aldursbilinu 18 til 26 ára og að unga fólkið geti dvalist hér að hámarki í eitt ár í þessum tilgangi.
     8.      Sérstaklega er kveðið á um eftirlitshlutverk Vinnumálastofnunar og lögreglu auk þess sem lögreglu eru veittar skýrari heimildir til vinnustaðaeftirlits þannig að atvinnurekendum verði gert skylt að veita lögreglu aðgang að vinnustöðvum sínum. Enn fremur eru lögð til sambærileg ákvæði og er að finna í lögum um útlendinga um skyldu útlendinga til að hafa ávallt skilríki um atvinnuleyfi með sér og sýna þau krefjist lögregla þess.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Lögin gilda um heimild útlendinga til atvinnu hér á landi. Eðli málsins samkvæmt kunna einstaklingar og lögaðilar að bera skyldur samkvæmt lögunum óháð þjóðerni en slíkar skyldur ráðast af einstökum ákvæðum laganna. Þykir því ekki viðeigandi að tilgreina íslenska ríkisborgara sérstaklega í þeim efnum.

Um 2. gr.


    Ástæða þykir til að skýra muninn milli tímabundins atvinnuleyfis og óbundins atvinnuleyfis. Hið fyrrnefnda veitir útlendingum rétt til að starfa tímabundið hjá tilteknum atvinnurekanda en hið síðarnefnda veitir útlendingum rétt til að ráða sig til starfa ótímbundið og geta þeir jafnframt skipt um atvinnurekanda án sérstakra leyfa. Í frumvarpinu er lagt til að tegundum tímabundinna atvinnuleyfa verði fjölgað frá því sem nú er auk þess sem skilyrði þau sem þurfa að vera uppfyllt hverju sinni eru tilgreind nánar í ákvæðunum sjálfum. Þykir því ekki ástæða til að skýra sérstaklega í orðskýringum hvað átt er við með hverri tegund tímabundins atvinnuleyfis fyrir sig. Þá liggur fyrir að lögin um atvinnuréttindi útlendinga ber að túlka með hliðsjón af ákvæðum laga um útlendinga en í þeim lögum er sérstaklega fjallað um búsetuleyfi og dvalarleyfi til handa nánustu aðstandendum. Er því lagt til að vísað verði til skýringa á þessum atriðum í viðeigandi ákvæðum í lögum um útlendinga.

Um 3. gr.


    Lagt er til að skýrt verði kveðið á um það í lögunum að félagsmálaráðherra sé heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um veitingu atvinnuleyfa á grundvelli laganna í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni.

Um 4. gr.


    Miðað er við að 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga falli brott en gert er ráð fyrir að heimilt verði áfram að veita útlendingum sem hafa fengið bráðabirgðadvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga atvinnuleyfi að uppfylltum tilteknum skilyrðum, sbr. c-lið 7. gr. (11. gr.) frumvarps þessa. Áfram er gert ráð fyrir að útlendingum verði óheimilt að ráða sig til starfa hér á landi nema leyfi hafi verið veitt samkvæmt lögunum sem og að atvinnurekanda sé óheimilt að ráða til starfa útlendinga án tilskilinna atvinnuleyfa. Hins vegar er gert ráð fyrir að Vinnumálastofnun geti tekið ákvörðun um að útlendingi sé heimilt að halda störfum sínum áfram hjá sama atvinnurekanda eða að hefja störf hjá nýjum atvinnurekanda á afgreiðslutíma umsóknar þegar ekkert bendir til annars en að leyfi verði veitt enda hafi Útlendingastofnun áður tekið ákvörðun um að útlendingi sé heimil áframhaldandi dvöl, sbr. d-lið 10. gr. (19. gr.) frumvarps þessa. Hið sama á við á afgreiðslutíma umsóknar um óbundið atvinnuleyfi.
    Þá er lagt til að útlendingum verði óheimilt að starfa við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi hér á landi sem rekin er á kennitölu viðkomandi útlendings í því umfangi að honum er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt reglum fjármálaráðherra, skil á staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi nema honum hafi áður verið veitt óbundið atvinnuleyfi hér á landi. Er þetta í samræmi við aðrar þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpi þessu en gæta verður þess að sambærilegar reglur gildi annars vegar um þá sem vilja starfa hér á landi sem launamenn og hins vegar þá sem vilja starfa sem sjálfstætt starfandi einstaklingar. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að útlendingar stofni hér félög í atvinnuskyni, svo sem einkahlutafélög eða hlutafélög, að uppfylltum skilyrðum laga er gilda um slík félög og geti þá sótt um viðeigandi tímabundin atvinnuleyfi á grundvelli ákvæða þar um vegna starfa þeirra sem launamanna hjá hlutaðeigandi félögum. Er þá metið í hverju tilviki fyrir sig hvort skilyrði frumvarpsins séu uppfyllt.

Um 5. gr.


    Lagt er til að sett verði sérstakt ákvæði er fjalli um almenn skilyrði tímabundinna atvinnuleyfa. Er þetta gert til einföldunar þannig að hin almennu skilyrði er gilda um flestar tegundir tímabundinna atvinnuleyfa séu til staðar á einum stað í lögunum. Ákvæðinu er hins vegar ekki einu og sér ætlað að vera heimildarákvæði til veitingar atvinnuleyfa ef skilyrðum þess er fullnægt, heldur er þetta ákvæði ætlað eingöngu til fyllingar við önnur ákvæði frumvarpsins er fjalla um tiltekna atvinnuleyfaflokka þar sem sett eru fram viðbótarskilyrði sem eiga við um hverja tegund leyfa fyrir sig. Í ákvæðinu er vísað til þeirra meginreglna sem gilt hafa við veitingu atvinnuleyfa skv. 7. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga.
    Áfram er gert ráð fyrir að við veitingu tímabundinna atvinnuleyfa verði litið til aðstæðna í atvinnumálum á innlendum vinnumarkaði sem og til skuldbindinga íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu og samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar. Er því gert ráð fyrir að atvinnurekandi þurfi á sama hátt og áður að færa rök fyrir nauðsyn þess að ráða til sín erlent starfsfólk sem ekki eru ríkisborgarar í ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins, í EFTA-ríkjum eða í Færeyjum. Þarf atvinnurekandi því að gera grein fyrir þeim tilraunum sem hann hefur gert til að ráða fólk sem þegar hefur aðgengi að íslenskum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að í tilvikum er starfsmenn fást ekki á innlendum vinnumarkaði leiti atvinnurekendur fyrst eftir starfsfólki á hinum sameiginlega vinnumarkaði Evrópska efnahagssvæðisins áður en leitað er út fyrir svæðið eftir launafólki. Er þá gert ráð fyrir að atvinnurekendur leiti eftir starfsfólki innan svæðisins með aðstoð Vinnumálastofnunar með milligöngu Eures, vinnumiðlunar á Evrópska efnahagssvæðinu. Er þetta í samræmi við skuldbindingar stjórnvalda um miðlun starfa innan svæðisins á grundvelli reglugerðar 1612/68/EBE, um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. lög nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins. Fellur það í hlut Vinnumálastofnunar að kanna sjálfstætt áður en atvinnuleyfi er veitt hvert atvinnuástandið innan lands er á hverjum tíma og hvort útséð er um að vinnuafl fáist innan Evrópska efnahagssvæðisins, frá EFTA-ríkjum eða Færeyjum, sbr. a-lið 1. mgr. ákvæðis þessa, enda hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með atvinnuástandi í landinu í því skyni að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og frekast er unnt. Enn fremur er gert ráð fyrir að Vinnumálastofnun verði áfram heimilt að líta til sérstakra ástæðna fyrir ráðningu útlendings við veitingu atvinnuleyfa en þá er við það miðað að þýðingarmikið sé fyrir rekstur atvinnurekanda að fá hlutaðeigandi útlending til starfa tímabundið. Með þessu er ekki átt við ástæður sem lúta að útlendingnum sjálfum eða aðstæðum hans.
    Ákvæði b- og e-liðar 1. mgr. eru efnislega samhljóða b- og e-liðum 1. mgr. 7. gr. laganna. Þó er lagt til í b-liðnum að umsögn stéttarfélags skuli liggja fyrir innan sjö daga frá móttöku afrits umsóknar um atvinnuleyfi og ráðningarsamnings í stað fjórtán daga áður. Er þá miðað við að fyrirliggjandi gögn séu fullnægjandi þannig að ekki komi til frekari gagnaöflunar. Þetta er lagt til svo flýta megi afgreiðslutíma umsókna um atvinnuleyfi sem því nemur. Enn fremur er lagt til að tekið verði fram í c-lið ákvæðisins að þegar um er að ræða störf sem falla utan gildissviðs kjarasamninga skuli tryggja útlendingum sem ætlað er að gegna slíkum störfum laun og önnur starfskjör til jafns við heimamenn. Er þar gert ráð fyrir að með launum og öðrum starfskjörum sé átt við laun, aðra launaþætti og hlunnindi, svo sem orlofs- og desemberuppbætur, eingreiðslur, að teknu tilliti til flutningskostnaðar og fæðis- og húsnæðishlunninda, eftir því sem við á. Þá er lagt til að atvinnurekandi sjúkratryggi útlending í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru um sjúkratryggingu fyrir veitingu dvalarleyfa samkvæmt lögum um útlendinga. Þykir nægjanlegt að kveðið verði á um þær kröfur í lögum um útlendinga enda ávallt skilyrði að útlendingar hafi gilt dvalarleyfi meðan þeir starfa hér á landi. Í samræmi við þessa breytingu er jafnframt lagt til að f-liður 1. mgr. 7. gr. laganna falli brott enda samsvarandi skilyrði í lögum um útlendinga við komu útlendinga til landsins.
    Ákvæði 2. mgr. er efnislega samhljóða 4. mgr. 7. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga.

Um 6. gr.


    Ákvæðið fjallar um veitingu atvinnuleyfa sem heimila atvinnurekendum að ráða til sín útlendinga sem ætlað er að gegna störfum er krefjast sérfræðiþekkingar. Þetta ákvæði á þó ekki við ráðningu í störf sem fyrirsjáanlegt er að séu tímabundin að mati Vinnumálastofnunar en í slíkum tilvikum ber að sækja um atvinnuleyfi skv. a-lið 7. gr. (9. gr.) frumvarpsins. Er miðað við að tiltekinn útlendingur hafi til að bera sérfræðiþekkingu sem er nauðsynleg hlutaðeigandi fyrirtæki. Með ákvæði þessu eru leitast við að koma til móts við þarfir atvinnulífsins um sérfræðiþekkingu sem ekki er fáanleg meðal þeirra sem þegar hafa aðgengi að innlendum vinnumarkaði. Lagt er til að meginreglan verði að sérfræðiþekking hlutaðeigandi útlendinga takmarkist við háskóla-, iðn-, list- eða tæknimenntun sem viðurkennd er hérlendis auk þess að fullnægja þeim menntunarkröfum sem gerðar eru til starfsins hér á landi og að laun og önnur starfskjör séu til jafns við heimamenn í sömu störfum. Gert er ráð fyrir að Vinnumálastofnun óski staðfestingar á menntun útlendingsins með viðeigandi skilríkjum í samræmi við íslenskar reglur telji hún slíkt nauðsynlegt. Er þá m.a. vísað til viðurkenningar menntamálaráðuneytisins eða annarra viðeigandi stjórnvalda. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að þeir sem fái atvinnuleyfi á grundvelli ákvæðisins sýni fram á ákveðna menntun er lagt til að Vinnumálastofnun verði í undantekningartilvikum heimilt að veita tímabundið atvinnuleyfi samkvæmt ákvæðinu ef viðkomandi útlendingur hefur yfir að ráða sérþekkingu sem jafna má við framangreinda menntun. Með þessu er átt við sérþekkingu útlendings sem byggist á langri starfsreynslu við tiltekið starf sem leiðir til sérhæfðrar fagþekkingar hans og að sú sérþekking verði ekki fengin með öðrum hætti. Mikilvægt er að unnt sé að sýna fram á starfsreynslu útlendings við tiltekin störf en hér er ekki átt við þekkingu sem útlendingur kann að afla sér með þátttöku í einstökum námskeiðum. Gert er ráð fyrir að Vinnumálastofnun hafi samráð við hlutaðeigandi stjórnvöld vegna viðurkenningar á sérfræðiþekkingu útlendings þegar ástæða þykir til. Er hér um að ræða undanþágu frá meginreglunni sem kemur fram í d-lið 1. mgr. ákvæðisins og ber að skýra undanþáguna þröngt.
    Meginreglan er sú að atvinnurekandi leitist við að ráða starfsfólk sem þegar hefur aðgengi að íslenskum vinnumarkaði, sbr. a-lið 1. mgr. 5. gr. frumvarpsins, en gert er ráð fyrir að Vinnumálastofnun verði heimilt að víkja frá því skilyrði þegar um er að ræða umsóknir um atvinnuleyfi vegna starfa sem krefjast háskólamenntunar. Með háskólamenntun er átt við að útlendingur hafi lokið námi við háskóla sem svarar a.m.k. til þriggja ára grunnnáms sem lýkur með BA- eða BS-prófi við íslenskan háskóla. Þrátt fyrir meginregluna fellur það engu síður í hlut Vinnumálastofnunar að meta, í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni, hvort ástæða sé til að atvinnurekandi leiti fyrst að starfsmanni á innlendum vinnumarkaði eða af Evrópska efnahagssvæðinu áður en leyfi samkvæmt ákvæði þessu er veitt enda má gera ráð fyrir að þegar um svo sérhæfð störf sé að ræða kunni sú leit að verða fyrirsjáanlega árangurslaus. Þar er m.a. átt við að það getur verið mat Vinnumálastofnunar að starfsfólk sé almennt ekki fáanlegt í tiltekin sérfræðistörf meðal þeirra sem hafa aðgengi að innlendum vinnumarkaði og því ástæðulaust að leita sérstaklega eftir slíkum sérfræðingum. Jafnframt má gera ráð fyrir að oft sé um að ræða sérhæfða þekkingu eða færni sem verið er að sækjast eftir sem bundin er við þann einstakling sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir en í slíkum tilvikum kann að vera eðlilegt að Vinnumálastofnun heimili að vikið sé frá hinum almennum skilyrðum a-liðar 1. mgr. 5. gr. frumvarpsins. Með ákvæðinu er því lagt á herðar stjórnvaldi að meta hverja umsókn fyrir sig eins og verið hefur, sbr. athugasemdir við 5. gr. frumvarpsins. Þá er lagt til að atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu geti orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis.

Um 7. gr.


    Um a-lið (9. gr.).
    Ákvæðið fjallar um tímabundið atvinnuleyfi sem ætlað er að mæta tímabundnum sveiflum í íslensku atvinnulífi. Gert er ráð fyrir að einungis reyni á ákvæði þetta við sérstakar aðstæður enda mikil áhersla lögð á að atvinnurekendur leiti fyrst eftir starfsfólki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Áfram er því gert ráð fyrir að atvinnurekandi þurfi að færa sérstök rök fyrir nauðsyn þess að ráða til sín erlent starfsfólk frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins enda verði höfð hliðsjón af aðstæðum á innlendum vinnumarkaði við veitingu atvinnuleyfa sem og hvort vinnuafl fáist frá aðildarríkjum að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EFTA-ríkjum eða Færeyjum. Er gert ráð fyrir að ríkar kröfur verði gerðar til atvinnurekanda svo talið verði fullreynt að finna starfsfólk með aðstoð Vinnumálastofnunar sem þegar hefur aðgengi að innlendum vinnumarkaði en mat á þörf eftir vinnuafli verður áfram á ábyrgð Vinnumálastofnunar. Þó er lögð til undanþága frá framangreindu þegar atvinnurekandi sækir um tímabundið atvinnuleyfi í því skyni að senda starfsmann sinn, sem starfar að jafnaði við starfsstöð hans erlendis, tímabundið til starfa við starfsstöð sína hér á landi. Skilyrði er að um sé að ræða starfsmann atvinnurekanda með ótímabundna ráðningu sem stjórnandi eða sérfræðingur í skilningi 6. gr. frumvarps þessa hjá erlendri starfsstöð atvinnurekanda. Með því er átt við starfsmann sem er í ótímabundnu ráðningarsambandi við fyrirtæki erlendis sem er tengt eignaböndum við starfsstöð atvinnurekanda hér á landi, svo sem móður- eða dótturfélag. Í þeim tilvikum er nauðsynlegt að hlutaðeigandi atvinnurekandi geti lagt fram ráðningarsamning hlutaðeigandi starfsmanns þar sem fram kemur hvaða starfi hann gegnir og að ráðning hans sé ótímabundin. Jafnframt er gert ráð fyrir að Vinnumálastofnun geti óskað eftir rökstuðningi frá atvinnurekanda varðandi nauðsyn þess að viðkomandi útlendingur komi til starfa við starfsstöð hans hér á landi.
    Sú breyting er lögð til frá gildandi lögum um atvinnuréttindi útlendinga að atvinnurekandi ráði útlending einungis til starfa tímabundið en lagt er til að útlendingur geti starfað hér á landi að hámarki samtals í tvö ár enda gert ráð fyrir að verið sé að mæta aukinni mannaflaþörf í tímabundnum sveiflum á innlendum vinnumarkaði, svo sem vegna tímabundinna viðamikilla framkvæmda. Þó er lagt til að heimilt verði að veita framlengingu til lengri tíma en tveggja ára þegar um er að ræða skýrt afmarkaða og tímabundna verkframkvæmd sem tekur lengri tíma en umrædd tvö ár. Er þá heimilt að framlengja tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa við verkframkvæmdina þar til henni lýkur. Þegar sótt er um framlengingu tímabundinna atvinnuleyfa vegna slíkra verkframkvæmda þarf að fylgja með áætlun um hvenær verkframkvæmd er ætlað að ljúka.
    Gert er ráð fyrir að heimilt verði að veita tímabundið atvinnuleyfi að nýju samkvæmt ákvæði þessu vegna starfa sama útlendings sem áður hefur verið veitt atvinnuleyfi samkvæmt ákvæðinu í samtals tvö ár þegar viðkomandi hefur dvalið samfellt erlendis í tvö ár frá þeim tíma er síðasta atvinnuleyfi hans féll úr gildi. Gert er ráð fyrir að umræddir tímafrestir eigi ekki við um erlenda starfsmenn sem koma hingað til árstíðarbundinna starfa eða til mjög tímabundinna verka enda taki þau skemmri tíma en sex mánuði í senn á hverjum tólf mánuðum. Enn fremur er gert ráð fyrir að heimilt verði að veita atvinnuleyfi vegna starfa útlendingsins hér á landi á grundvelli annarra ákvæða frumvarpsins, svo sem tímabundið atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar, án þess að kröfur verði gerðar um tveggja ára dvöl erlendis. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að leyfi samkvæmt ákvæðinu geti ekki orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis. Að öðru leyti er vísað til athugasemda við 5. gr. frumvarpsins.
     Um b-lið (10. gr.).
    Ákvæðið tekur mið af fjölda umsókna frá íþróttafélögum um að ráða til sín erlent íþróttafólk og þá sérstaklega erlenda leikmenn og þjálfara. Helst er að finna erlent íþróttafólk í íþróttum eins og knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik enda þótt aðrar íþróttagreinar geti einnig komið til álita. Lagt er til að lögfest verði sú framkvæmd sem verið hefur að ekki þurfi að huga að vinnumarkaðssjónarmiðum við útgáfu atvinnuleyfa til íþróttafólks. Það kemur almennt til tímabundinna starfa hjá hlutaðeigandi íþróttafélagi og fer þegar leiktíð lýkur. Því er ákvæðinu ekki ætlað að stuðla að langtímabúsetu þessara einstaklinga og það getur ekki orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis. Jafnframt er ekki gert ráð fyrir að erlent íþróttafólk sem fengið hefur atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu gegni samhliða öðrum störfum á innlendum vinnumarkaði enda einungis litið svo á að það geti eflt íslensk íþróttafélög að fá hingað til lands erlent íþróttafólk sem þykir skara fram úr á sínu sviði og getur þannig reynst hvatning fyrir ungt fólk innan íþróttahreyfingarinnar.
     Um c-lið (11. gr.).
    Lagt er til að heimilt verði í undantekningartilvikum að veita útlendingi sem fellur ekki undir undanþágur III. kafla laganna um atvinnuréttindi útlendinga atvinnuleyfi þegar útlendingur hefur fengið bráðabirgðadvalarleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt lögum um útlendinga eða dvalarleyfi skv. 3. mgr. 8. gr. frumvarps til breytinga á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, sem lagt er fram á Alþingi samhliða frumvarpi þessu og gert er ráð fyrir að verði að 3. mgr. 11. gr. laganna. Það fellur þá í hlut Útlendingastofnunar að meta fyrst hvort persónulegir hagir útlendinga réttlæti dvöl hér á landi á grundvelli heimilda í lögum um útlendinga. Gert er ráð fyrir að vikið verði frá skilyrðum a-, b- og e-liða 1. mgr. 5. gr. frumvarps þessa en skilyrði c- og d-liða verði uppfyllt. Miðað er við að atvinnuleyfi sem gefin eru út á grundvelli ákvæðis þessa séu veitt í allt að eitt ár en þó aldrei til lengri tíma en sem nemur gildistíma leyfis hlutaðeigandi útlendings til að dveljast hér á landi. Reynist ráðningartími samkvæmt ráðningarsamningi vera til skemmri tíma skal miða við það tímamark. Þá er gert ráð fyrir að tímabundið atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu sem tengist dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt lögum um útlendinga geti orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. b-lið 10. gr. (17. gr.) frumvarpsins.
     Um d-lið (12. gr.).
    Ákvæðið er nýmæli en á sér ákveðna samsvörun í 2. mgr. 7. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga en samkvæmt því ákvæði er heimilt að veita tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa nánustu aðstandenda útlendinga sem fengið hafa búsetuleyfi og óbundin atvinnuleyfi hér á landi. Lagt er til að sá tími verði styttur sem útlendingar er hafa fengið tímabundin atvinnuleyfi skv. 6. gr. frumvarpsins eða í tengslum við dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. c-lið 7. gr. (11. gr.) frumvarpsins þurfa að hafa dvalist hér á landi áður en að nánustu aðstandendur þeirra geti sótt um atvinnuleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Áfram er gert að skilyrði að nánasta aðstandanda hafi þegar verið veitt dvalarleyfi fyrir aðstandendur samkvæmt lögum um útlendinga og er því vísað til skilgreiningar laga um útlendinga um hverjir geta talist nánustu aðstandendur, sbr. g-lið 2. gr. frumvarps þessa. Hafi nánasti aðstandandi útlendings þegar dvalist hér á landi á grundvelli dvalarleyfis fyrir aðstandendur er honum heimilt að sækja um atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu meðan hann er á landinu.
    Tímabundið atvinnuleyfi nánasta aðstandanda er ávallt háð stöðu þess útlendings sem hann leiðir heimildir sínar af enda ekki gert ráð fyrir að nánasti aðstandandi geti dvalist og starfað lengur á landinu en útlendingurinn sem hann leiðir heimildir sínar af. Þannig er miðað við að atvinnuleyfi megi einungis veita í eitt ár í senn en þó aldrei í lengri tíma en sem nemur gildistíma dvalarleyfis nánasta aðstandanda enda gengið út frá því að hann hafi ekki leyfi til að dvelja hér lengur en sá útlendingur er hann leiðir heimildir sínar af, sbr. lög um útlendinga. Í tilvikum er ráðning nánasta aðstandanda er skemmri en gildistími dvalarleyfis skal miða við gildistíma atvinnuleyfis við ráðningartíma.
    Þá er lagt til það nýmæli að börnum sem dveljast hér á landi á grundvelli dvalarleyfa fyrir aðstandendur eða búsetuleyfa samkvæmt lögum um útlendinga verði tímabundið heimilt að starfa hér á landi án atvinnuleyfa að átján ára aldri. Markmið þessa er aðallega að stuðla að jákvæðri aðlögun ungmenna þannig að þau geti fylgt jafnöldrum sínum í vinnu hér á landi, t.d. í skólaleyfum, án þess að þurfa fyrst að leita til stjórnvalda um leyfi. Um störf þessara barna gilda lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem og reglugerð nr. 426/1999, um vinnu barna og unglinga.
     Um e-lið (13. gr.).
    Ákvæðið heimilar Vinnumálastofnun að veita erlendum námsmönnum sem stunda nám við íslenska skóla leyfi til að starfa við tiltekið starf sem er hluti af námi þeirra. Gert er ráð fyrir að atvinnuleyfið verði gefið út hafi útlendingi verið veitt dvalarleyfi vegna náms samkvæmt lögum um útlendinga. Er þá miðað við að tilgangur dvalar útlendingsins hér á landi sé að stunda nám við íslenskan skóla sem krefst þess að nemendur öðlist reynslu í því starfi sem menntunin felur í sér. Sem dæmi um slíkt nám er nám í löggiltum iðngreinum, svo sem húsasmíði, eða læknisfræði. Þannig er ekki gert ráð fyrir að erlendir námsmenn séu þátttakendur á vinnumarkaði með námi þeirra hér á landi nema starfið sé hluti af náminu. Enn fremur er ekki gert ráð fyrir að atvinnuleyfi samkvæmt ákvæðinu geti orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis en þegar námi er lokið er gert ráð fyrir að útlendingurinn geti ráðið sig í starf sem krefst þeirrar sérfræðiþekkingar sem hann hefur menntað sig til. Atvinnurekandinn þarf þá að sækja um atvinnuleyfi skv. 6. gr. frumvarpsins en heimilt er að víkja frá skilyrðum d- og e-liða 1. mgr. 5. gr. frumvarpsins. Það fellur síðan í hlut Vinnumálastofnunar að meta hvort skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfisins eru að öðru leyti uppfyllt.

Um 8. gr.


    Lagt er til að fyrirsögn 10. gr. laganna verði breytt þannig að skýrt verði um hvers konar tímabundin atvinnuleyfi ákvæðið eigi við auk þess sem lagt er til að tekið verði fram að tímabundin atvinnuleyfi sem veitt eru á grundvelli ákvæðisins geti ekki orðið grundvöllur óbundinna atvinnuleyfa skv. b-lið 10. gr. (17. gr.) frumvarpsins. Ekki er um að ræða efnisbreytingu frá gildandi lögum.

Um 9. gr.


    Lagt er til að 11.–13. gr. laganna falli brott en sambærileg ákvæði er að finna í e-lið 7. gr. (13. gr.) frumvarpsins sem fjallar um tímabundin atvinnuleyfi vegna náms og b-lið 10. gr. (17. gr.) frumvarpsins um óbundin atvinnuleyfi. Hins vegar er lagt til að ákvæði um tímabundin atvinnuleyfi vegna vistráðningar verði fellt brott úr lögunum um atvinnuréttindi útlendinga en sams konar heimild verði færð inn í lög um útlendinga, sbr. frumvarp um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum, sem lagt er fram á Alþingi samhliða frumvarpi þessu. Ástæðan er einkum sú að ekki er um að ræða hefðbundin störf á íslenskum vinnumarkaði heldur er markmið vistráðningar fyrst og fremst að veita ungu fólki frá öðrum ríkjum tækifæri á að kynna sér menningu annarra þjóða og auka við tungumálakunnáttu sína. Þykir því nægjanlegt að veita þeim dvalarleyfi hér á landi í þeim tilgangi en ekki tímabundið atvinnuleyfi.

Um 10. gr.


     Um a-lið (16. gr.).
    Lagt er til að kveðið verði á um að útlendingi með tímabundið atvinnuleyfi verði heimilt að ákveðnu marki að skipta um atvinnurekanda á innlendum vinnumarkaði. Skilyrði er að nýi atvinnurekandinn sæki um atvinnuleyfi fyrir hönd útlendingsins vegna fyrirhugaðra starfa hans og jafnframt að önnur skilyrði laganna séu uppfyllt. Útlendingi er óheimilt að hefja störf hjá hinum nýja atvinnurekanda áður en atvinnuleyfi hefur verið veitt en Vinnumálastofnun er þó heimilt að ákveða að útlendingur geti hafið störf fyrr enda liggi fyrir að útlendingur uppfylli öll skilyrði laganna að því er varðar veitingu atvinnuleyfisins, sbr. 4. mgr. d-liðar 10. gr. (19. gr.) frumvarps þessa. Ákvæðið á sér fyrirmynd í reglugerð nr. 339/2005, um atvinnuréttindi útlendinga, en áður hefur ekki verið kveðið á um slíka heimild í lögum enda þótt framkvæmdin hafi verið sú að útlendingar hafi getað skipt um atvinnurekanda með þessum hætti. Ástæða þótti til að taka fram að útlendingur lengir ekki þann tíma sem hann að hámarki getur dvalist og starfað hér á landi með því að skipta um starf þar sem slíkar takmarkanir eru gerðar.
     Um b-lið (17. gr.).
    Í samræmi við aðrar breytingar sem lagðar eru til með frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að heimilt verði að veita útlendingi sem öðlast hefur búsetuleyfi hér á landi samkvæmt lögum um útlendinga og áður hefur verið veitt tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar eða í tengslum við dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt lögum um útlendinga óbundið atvinnuleyfi. Það nýmæli er jafnframt lagt til að útlendingur sem óskar eftir óbundnu atvinnuleyfi verði að sýna fram á að hann hafi þegar starf sem tryggi honum framfærslu enda ekki rök til að veita hlutaðeigandi óbundið atvinnuleyfi hafi hann ekki þegar starf hér á landi. Enn fremur er miðað við að nánustu aðstandendur þessara útlendinga, sbr. g-lið 2. gr. frumvarpsins, geti fengið óbundið atvinnuleyfi eftir að útlendingunum sem þeir leiða heimildir sínar af hefur verið veitt slík leyfi. Er þá ekki gert að skilyrði að nánasta aðstandanda hafi áður verið veitt tímabundið atvinnuleyfi enda hafi hann áður fengið búsetuleyfi samkvæmt lögum um útlendinga og fyrir liggur skriflegur ráðningarsamningur milli útlendings og atvinnurekanda, sbr. a- og b-lið 1. mgr. Er með þessu verið að undirstrika að ekki er gert ráð fyrir að nánustu aðstandendur geti öðlast ríkari heimildir til atvinnu hér á landi en þeir útlendingar sem þeir leiða heimildir sínar af.
    Með frumvarpi þessu eru lagðar til þær breytingar á ákvæði laganna um óbundið atvinnuleyfi að Vinnumálastofnun líti eingöngu til aðstæðna á vinnumarkaði við veitingu atvinnuleyfa en ekki persónulegra aðstæðna útlendinga sem annaðhvort vilja koma hingað til lands eða hafa þegar dvalist hér í einhvern tíma áður en aðstæður þeirra breytast. Þannig er gert ráð fyrir að sérstök heimild til að meta aðstæður útlendinga við skilnað eða andlát íslenskra maka, samvistarmaka eða sambýlismaka þeirra við veitingu óbundinna atvinnuleyfa falli brott. Í stað þess er gert ráð fyrir að það falli í hlut Útlendingastofnunar að meta heimildir útlendinga til dvalar hér á landi að teknu tilliti til aðstæðna þeirra á grundvelli heimilda í lögum um útlendinga. Hafi Útlendingastofnun metið aðstæður útlendingsins þannig að honum verði gert heimilt að dveljast hér á landi er gert ráð fyrir að Vinnumálastofnun verði heimilt að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra aðstæðna skv. c-lið 7. gr. (11. gr.) frumvarpsins sem aftur getur orðið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis. Er með þessu fyrirkomulagi jafnframt tryggt að veiting óbundins atvinnuleyfis haldist ávallt í hendur við veitingu búsetuleyfis samkvæmt lögum um útlendinga.
    Enn fremur er lagt til að heimilt verði að veita börnum sem hafa öðlast búsetuleyfi samkvæmt lögum um útlendinga fyrir átján ára aldur óbundið atvinnuleyfi þegar þeir ná átján ára aldri. Er þá miðað við fæðingardag hlutaðeigandi. Er með þessu stuðlað að jákvæðri aðlögun þessa aldurshóps að íslensku samfélagi enda hafa þeir þá dvalið hér um nokkurn tíma með foreldrum sínum eða öðrum forráðamönnum. Þá er lagt til að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi sem flóttamenn á grundvelli laga um útlendinga séu undanskildir kröfunni um atvinnuleyfi, sbr. c-lið 11. gr. frumvarpsins.
     Um c-lið (18. gr.).
    Ákvæði þetta er nýmæli og er m.a. tilkomið vegna breyttra aðstæðna sendimanna erlendra ríkja en sífellt er algengara að makar þeirra hafi áhuga á að starfa tímabundið í starfsgrein sinni í gistiríki. Er gert ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geri gagnkvæma samninga við önnur ríki um þetta atriði en þegar eru til fyrirmyndir að slíkum samningum milli annarra ríkja. Enn fremur er lagt til að heimilt verði að veita útlendingum atvinnuleyfi hér á landi á grundvelli samninga sem íslensk stjórnvöld hafa gert við önnur ríki um störf ríkisborgara þeirra hér á landi í þeim tilgangi að kynna sér landið og menningu þess. Slíkir samningar eru þekktir meðal annarra vestrænna þjóða en íslensk stjórnvöld hafa ekki talið sig geta gert slíka samninga þar sem lagaheimild hefur ekki verið fyrir hendi til að veita atvinnuleyfi á grundvelli slíkra samninga. Tilgangur þessara samninga er fyrst og fremst að veita ungu fólki tækifæri til að auka víðsýni sitt með því að gefa því kost á að kynna sér lífshætti og viðhorf meðal annarra þjóða í leik og starfi. Megintilgangur dvalar útlendinganna er því að kynna sér land og þjóð og jafnvel að stunda nám við erlenda skóla. Þeim er þó gert heimilt að starfa meðan á dvöl þeirra stendur. Kann þá að vera að útlendingur ráði sig til starfa mjög tímabundið hjá hverjum atvinnurekanda og starfi jafnvel á fleiri en einum stað á ferð sinni um landið. Er því ekki gert ráð fyrir að atvinnuleyfið verði skilyrt við einstaka atvinnurekendur. Gert er ráð fyrir að hver og einn samningur tilgreini til hvaða aldurshópa fólks hann á að taka til á aldursbilinu 18 til 26 ára. Enn fremur er gert ráð fyrir að tilgreint sé til hvaða tíma útlendingunum er heimilt að starfa hér á landi en þó ekki til lengri tíma en til eins árs. Skilyrði er að þeim hafi ekki áður verið veitt atvinnuleyfi á grundvelli slíkra samninga hér á landi en ekki er gert ráð fyrir að tímabundin atvinnuleyfi sem veitt eru á grundvelli þeirra séu framlengd.
     Um d-lið (19. gr.).
    Gert er ráð fyrir að atvinnurekandi sem vill ráða útlending til starfa leggi inn umsókn fyrir hönd útlendingsins. Þannig er atvinnurekandi ekki eiginlegur umsækjandi um leyfið eins og verið hefur en það fyrirkomulag hefur sætt nokkurri gagnrýni. Í staðinn er lagt til að atvinnurekandinn verði sjálfkrafa eins konar umboðsmaður útlendingsins að þessu leyti. Leyfið er síðan veitt útlendingnum en skilyrt við starf hjá hlutaðeigandi atvinnurekanda. Útlendingurinn getur því ekki skipt um starf án þess að nýr atvinnurekandi sæki um leyfi fyrir hans hönd. Er lagt til að útlendingurinn undirriti umsóknina ásamt atvinnurekanda. Áfram er gert ráð fyrir að báðir aðilar undirriti ráðningarsamninginn. Þá er miðað við að útlendingurinn sjálfur sæki um óbundið atvinnuleyfi skv. b-lið 10. gr. (17. gr.) frumvarps þessa.
    Áfram er gert ráð fyrir að sótt verði um atvinnuleyfi áður en útlendingur kemur hingað til lands til starfa í fyrsta skipti. Ekki er um að ræða efnisbreytingu frá gildandi lögum en þar er tekið fram að leyfi skuli liggja fyrir áður en útlendingur kemur í fyrsta skipti til starfa á Íslandi, sbr. 8. gr. laganna. Mörgum hefur þótt óljóst hvað átt sé við með orðunum „í fyrsta skipti“ enda þekkt að fólk komi aftur hingað til lands eftir að hafa dvalist í einhvern tíma erlendis. Er lagt til að kveðið verði skýrar á um þetta atriði í lögum. Er því gert ráð fyrir að þegar sex mánuðir eða lengri tími hefur liðið frá þeim tíma er áður útgefið atvinnuleyfi féll úr gildi skuli útlendingurinn vera erlendis á afgreiðslutíma umsóknar enda hafi honum ekki verið veitt leyfi Útlendingastofnunar til að dvelja hér á landi á þeim tíma. Ákvæði þetta er í samræmi við sams konar ákvæði í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum, sem lagt er fram á Alþingi samhliða frumvarpi þessu. Útlendingi er síðan heimilt að koma til landsins þegar dvalar- og atvinnuleyfi hefur verið veitt. Eftir komu útlendingsins til landsins er atvinnuleyfið formlega gefið út, sbr. e-lið 10. gr. (20. gr.) frumvarpsins. Samkvæmt gildandi lögum hefur verið heimilt að veita undanþágur frá því skilyrði að atvinnuleyfi sé gefið út áður en útlendingurinn kemur hingað til lands í fyrsta skipti þegar ríkar sanngirniskröfur hafa mælt með því. Sú breyting er hins vegar lögð til að það falli eingöngu í hlut Útlendingastofnunar að meta hvort útlendingi sé heimilt að koma til landsins á grundvelli laga um útlendinga áður en atvinnuleyfi er gefið út samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga enda fellur það í hlut hennar að fjalla um heimildir útlendinga til dvalar hér á landi.
    Enn fremur þykir mikilvægt að koma ákveðinni festu í framkvæmdina á framlengingu tímabundinna atvinnuleyfa þar sem kveðið er skýrar á um hvenær umsókn um framlengingu atvinnuleyfis þarf að berast Vinnumálastofnun. Lagt er til að hæfilegur tími sé fjórar vikur áður en fyrra leyfi fellur úr gildi. Þegar til stendur að framlengja ráðningartíma útlendings hjá sama atvinnurekanda er mikilvægt að óskað sé framlengingar tímabundins atvinnuleyfis innan frestsins en þá er gert ráð fyrir að útlendingurinn fái sjálfkrafa að dveljast á landinu og halda starfi sínu áfram meðan á afgreiðslutíma umsóknar stendur, sbr. einnig frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum. Þegar umsókn um framlengingu tímabundins atvinnuleyfis berst að þeim tíma liðnum tekur Vinnumálastofnun ákvörðun um heimildir útlendingsins til að halda starfi sínu áfram á afgreiðslutíma umsóknar en áður þarf að liggja fyrir ákvörðun Útlendingastofnunar um að útlendingi sé heimilt að dvelja hér á landi á þeim tíma. Þegar óskað er eftir atvinnuleyfi hjá nýjum atvinnurekanda, sbr. a-lið 10. gr. (16. gr.) frumvarps þessa, er miðað við að Vinnumálastofnun geti heimilað útlendingi að hefja störf hjá nýjum atvinnurekanda áður en nýtt leyfi hefur verið veitt enda liggi fyrir að útlendingur uppfylli öll skilyrði laganna að því er varðar veitingu atvinnuleyfisins. Áhersla er lögð á að umsókn um framlengingu tímabundins atvinnuleyfis fylgi öll þau gögn og vottorð sem Vinnumálastofnun gerir kröfur um til staðfestingar á að uppfyllt séu skilyrði laga og reglugerða en þar á meðal er vottorð um að atvinnurekandi hafi sannanlega staðið skil við skattyfirvöld vegna starfa útlendingsins.
    Þá er lagt til að Vinnumálastofnun verði heimilt að synja um veitingu tímabundins atvinnuleyfis vegna starfa hjá atvinnurekanda sem hefur gerst sekur um að hafa ráðið útlending til starfa án tilskilins atvinnuleyfis samkvæmt lögunum þrátt fyrir að skilyrði laganna séu uppfyllt að öðru leyti. Þykir eðlilegt að stofnunin meti sérstaklega hvort málefnalegt sé að atvinnurekandi sem áður hefur gerst sekur um brot á lögunum geti ráðið til sín útlendinga á grundvelli tímabundinna atvinnuleyfa. Miðað er við að hvert tilvik sé metið sérstaklega. Sama er lagt til þegar útlendingur hefur gerst sekur um að ráða sig til starfa hér á landi án tilskilinna leyfa.
     Um e-lið (20. gr.).
    Ákvæðið fjallar um útgáfu skilríkja til staðfestingar á veitingu atvinnuleyfa. Þannig er gert ráð fyrir að leyfi til að starfa hér á landi sé veitt áður en útlendingur kemur til landsins en skilríki séu formlega gefin út til staðfestingar atvinnuleyfis þegar útlendingur hefur komið til landsins. Lagt er til það nýmæli að kveða sérstaklega á um skyldu útlendinga að hafa skilríki ávallt meðferðis og sýna þau lögreglu þegar hún óskar eftir því. Þá er í frumvarpinu kveðið á um upplýsingar sem koma skulu fram í slíkum skilríkjum.
     Um f-lið (21. gr.).
    Lagt er til að kveðið verði með skýrum hætti á um skyldu atvinnurekanda til að tilkynna til Vinnumálastofnunar þegar útlendingur sem hefur tímabundið atvinnuleyfi hættir störfum hjá honum. Þetta fyrirkomulag verður að teljast mikilvægt svo Vinnumálastofnun verði kleift að fylgjast með að tímabundin atvinnuleyfi séu nýtt í samræmi við það sem lög og reglugerðir um atvinnuréttindi útlendinga gera ráð fyrir.

Um 11. gr.


    Í a-lið ákvæðisins er lagt til að vísað verði jafnframt til samnings sem gerður var milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar um réttindi Færeyinga til starfa hér á landi sem svara til réttinda ríkisborgara aðildarríkja samningins um Evrópska efnahagssvæðið að því er varðar m.a. frjálsa för launafólks og veitingu þjónustu. Enn fremur er lagt til að útlendingar í staðfestri samvist með íslenskum ríkisborgurum njóti sömu réttinda og útlendingar í hjúskap með íslenskum ríkisborgurum sem og börn þeirra að átján ára aldri sem eru í forsjá og á framfæri viðkomandi. Er þá átt við börn Íslendinga sem eru erlendir ríkisborgarar sem og börn hinna erlendu maka sem eru í forsjá og á framfæri þeirra. Jafnframt er lagt til að útlendingar sem hafa fengið leyfi til að dvelja hér á landi sem flóttafólk verði undanþegnir kröfunni um atvinnuleyfi. Áður hefur verið heimilt að veita þeim óbundið atvinnuleyfi samkvæmt gildandi lögum. Sá háttur hefur ekki þótt samrýmast 3. mgr. 51. gr. laga um útlendinga þar sem kveðið er á um veitingu dvalarleyfa til þriggja ára sem ekki er háð takmörkunum og eru því lagðar til þessar breytingar.

Um 12. gr.


    Ákvæði þetta fjallar um heimildir Vinnumálastofnunar til afturköllunar atvinnuleyfa og er efnislega samhljóða 16. gr. laganna. Ekki er verið að leggja til breytingar á ákvæðinu en í ljósi reynslunnar þykir mikilvægt að skýrt komi fram að Vinnumálastofnun sé heimilt að afturkalla tímabundið atvinnuleyfi útlendings sem hefur störf hjá öðrum atvinnurekanda en þeim sem leyfi hans er skilyrt við.

Um 13. gr.


    Lagt er til að Vinnumálastofnun verði áfram heimilt að afhenda hlutaðeigandi eftirlitsstjórnvaldi, svo sem skattyfirvöldum, Vinnueftirliti ríkisins eða lögreglu, eftir atvikum, upplýsingar sem gefa til kynna að brotið sé gegn lögum og reglum er gilda hér á landi hverju sinni. Er með þessu verið að undirstrika mikilvægi þess að opinberar stofnanir hafi með sér samstarf um að stuðla að því að farið sé að lögum er gilda um störf á innlendum vinnumarkaði.
    Í gildandi lögum er heimilt að samkeyra upplýsingar Vinnumálastofnunar, Útlendingastofnunar, lögreglu og skattyfirvalda svo unnt sé að hafa eftirlit með að útlendingar er starfa hér á landi hafi til þess tilskilin leyfi. Er lagt til að einnig verði gert heimilt að samkeyra upplýsingar fyrrnefndra stjórnvalda við upplýsingar þjóðskrár en um leið er leitast við að setja því skýrari mörk en áður í hvaða skyni og með hvaða hætti slík samkeyrsla upplýsinga geti farið fram. Ástæða þessarar tillögu er að í framkvæmd hefur reynst erfiðleikum bundið að hafa eftirlit með því að útlendingar sem hér dvelja og starfa hafi til þess tilskilin leyfi. Sem dæmi má nefna að oft má sjá af staðgreiðsluskrá einni saman að útlendingur er enn að störfum hér á landi án tilskilins atvinnuleyfis eða starfi hjá öðrum atvinnurekanda en atvinnuleyfi hans er skilyrt við. Jafnframt er það eitt af skilyrðum framlengingar atvinnuleyfa að atvinnurekandi hafi staðið skil á staðgreiðslu skatta. Er því mikilvægt að skattyfirvöld og Vinnumálastofnun eigi með sér náið samstarf á grundvelli laga um atvinnuréttindi útlendinga. Með þessu er verið að efla eftirlitsþátt stjórnvalda til að tryggja betur en áður að stjórnvöld hafi yfirsýn yfir fjölda erlendra ríkisborgara sem starfa á innlendum vinnumarkaði sem og koma í veg fyrir að þeir starfi án tilskilinna leyfa. Slíkt eftirlit þarf m.a. að vera reglubundið og skilvirkt. Eftirlit af þessu tagi krefst samvinnu þeirra stjórnvalda sem að málaflokknum koma, þar á meðal með samkeyrslu upplýsinga frá Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun, þjóðskrá, skattyfirvöldum og lögreglu. Til að stuðla enn frekar að virku eftirliti með störfum útlendinga hér á landi er jafnframt lagt til að Vinnumálastofnun og lögreglu verði heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal þeirra sem viðkvæmar geta talist, að því marki sem slík vinnsla telst nauðsynleg við framkvæmd laganna.

Um 14. gr.


    Lagt er til að kveðið verði skýrt á um hvaða stjórnvöld hafa eftirlit með framkvæmd laganna en ekki er um að ræða efnisbreytingu frá núverandi framkvæmd þar sem það hefur verið talið falla í hlut Vinnumálastofnunar og lögreglu að hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Þykir mikilvægt að kveða skýrt á um skyldur atvinnurekenda til að veita eftirlitsaðilum aðgang að skjölum eða öðrum gögnum sem nauðsynleg eru til að sýna fram á að ekki hafi verið brotið gegn lögunum sem og að útlendingar og atvinnurekendur veiti allar aðrar nauðsynlegar upplýsingar í tengslum við eftirlitið.
    Enn fremur þykir þýðingarmikið að heimildir lögreglu til vinnustaðaeftirlits verði gerðar skýrari þannig að atvinnurekendum verði gert skylt að veita lögreglu aðgang að vinnustöðvum sínum. Tilgangur þessa er að auðvelda lögreglu að hafa eftirlit með að atvinnurekendur og útlendingar sem starfa á innlendum vinnumarkaði fari að lögum þessum. Er þetta sambærileg skylda og atvinnurekendur hafa samkvæmt lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þegar starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins óska eftir aðgangi að vinnustöðvum atvinnurekenda í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að farið sé að þeim lögum.
    Til að auðvelda eftirlit lögreglu enn frekar er lagt til að útlendingar skuli að kröfu lögreglu sýna skilríki um að þeim sé heimilt að starfa hér á landi og, ef þörf er á, veita upplýsingar svo að ljóst sé hverjir þeir eru, m.a. til að sýna fram á að þeir séu undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi samkvæmt lögunum þegar við á, sem og allar aðrar nauðsynlegar upplýsingar í tengslum við eftirlit lögreglu.
    Þá er lagt til að lögreglu verði heimilt að krefja aðra starfsmenn sem starfa eða hafa starfað einhvern tíma síðustu þrjá mánuði með viðkomandi útlendingi um nauðsynlegar upplýsingar í tengslum við eftirlitið.

Um 15. gr.


    Ákvæðið er efnislega samhljóða 24. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga en kveðið er skýrar á um hver hefur heimild til að kæra ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun eða afturköllun atvinnuleyfa. Þannig er gert ráð fyrir að atvinnurekanda og viðkomandi útlendingi sé heimilt að kæra sameiginlega ákvarðanir Vinnumálastofnunar um synjun eða afturköllun tímabundins atvinnuleyfis til félagsmálaráðherra. Hins vegar er gert ráð fyrir að útlendingnum sjálfum sé heimilt að kæra ákvarðanir stofnunarinnar um synjun eða afturköllun óbundins atvinnuleyfis. Enn fremur er tekið fram að stjórnsýslukæra fresti ekki réttaráhrifum ákvarðana Vinnumálastofnunar og að útlendingur skuli dveljast erlendis meðan meðferð máls stendur yfir hjá ráðuneytinu enda hafi honum ekki verið veitt leyfi Útlendingastofnunar til að dveljast hér á landi. Þetta er í samræmi við 29. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og felur ekki í sér breytingu frá gildandi lögum. Jafnframt er miðað við að félagsmálaráðueytinu sé engu síður heimilt á grundvelli 2. mgr. 29. gr. stjórnsýslulaga að fresta réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar þar sem ástæður mæla með því.

Um 16. gr.


    Lagt er til að tekið verði fram að við framkvæmd laga þessara skuli hafa hliðsjón af efni milliríkjasamninga sem íslensk stjórnvöld hafa gert við önnur ríki um atvinnuréttindi útlendinga hér á landi. Á það m.a. við um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu og samning milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar sem og félagsmálasáttmála Evrópu frá árinu 1961, sbr. 18. gr. sáttmálans þar sem kveðið er á um réttinn til þess að stunda arðbært starf í landi annars samningsaðila.

Um 17. gr.


    Lagt er til að tímabundin atvinnuleyfi sem veitt hafa verið fyrir gildistöku frumvarps þessa, verði það að lögum, haldi gildi sínu á gildistíma laganna. Enn fremur er miðað við að heimilt verði að framlengja þau leyfi að sömu skilyrðum uppfylltum og giltu um veitingu upphaflegu leyfanna. Tímabundin atvinnuleyfi sem gátu verið grundvöllur óbundins atvinnuleyfis skv. 11. gr. laganna fyrir gildistíð laga þessara, verði frumvarpið að lögum, skulu áfram teljast grundvöllur óbundins atvinnuleyfis samkvæmt lögunum. Þá er ekki gert ráð fyrir að breytingar þær sem lagðar eru til með frumvarpi þessu komi til með að hafa áhrif á gildi óbundinna atvinnuleyfa sem þegar hafa verið gefin út.

Um 18.–22. gr.


    Stefnt er að því að fella tilskipun þingsins og ráðsins nr. 2004/38/EB, um rétt ríkisborgara ríkja Evrópusambandsins og fjölskyldna þeirra til frjálsrar farar og dvalar innan svæðisins, undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Tilskipunin felur m.a. í sér breytingar á reglugerð nr. 1612/68/EBE, um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins en ákvæði 23. gr. hennar kemur í stað 10. og 11. gr. reglugerðarinnar. Ákvæði þessi fjalla um rétt aðstandenda ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins til að starfa hér á landi óháð þjóðerni þeirra. Ákvæði 23. gr. tilskipunarinnar felur ekki í sér efnisbreytingu að þessu leyti en nauðsynlegt þykir að breyta ákvæðum laganna um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins til samræmis við það sem mælt er fyrir um í tilskipuninni. Er því lagt til að ákvæði 23. gr. tilskipunarinnar verði innleitt í íslensk lög með frumvarpi þessu og að 10. og 11. gr. reglugerðarinnar hafi ekki lengur lagagildi á Íslandi.

Um 23. og 24. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum
um atvinnuréttindi útlendinga, með síðari breytingum.

    Í frumvarpinu er lagt til að teknar verði upp sex tegundir tímabundinna atvinnuleyfa í stað einnar tegundar almenns leyfis sem nú er veitt án tillits til þeirra aðstæðna er liggja að baki því að atvinnurekendur leita eftir ráðningu erlendra starfsmanna. Þá er lagt til skýrara orðalag á reglum um framkvæmd við veitingu og útgáfu atvinnuleyfa innan stjórnsýslunnar sem og á þeim reglum er gilda um eftirlit með framkvæmd laganna.
    Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið leiði til aukinna útgjalda af hálfu ríkissjóðs verði það óbreytt að lögum.