Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 281. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 574  —  281. mál.




Svar



félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um fé til forvarna.

     1.      Hve miklu fé hefur verið varið til forvarna í félagsmálaráðuneytinu árlega sl. 5 ár?
    Á meðfylgjandi töflu kemur fram að samtals var 30,6 millj. kr. varið til forvarna á árinu 2003. Á árinu 2007 er upphæðin 48,9 millj. kr. Samtals hefur rúmlega 192 millj. kr. verið varið til forvarna af félagsmálaráðuneytinu á síðastliðnum fimm árum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hvaða þætti skilgreinir ráðuneytið sem forvarnir og hversu há upphæð fór árlega til hvers þeirra sl. 5 ár?
    Á því eru skiptar skoðanir hvað skuli teljast forvarnir gegn ávana- og fíkniefnum. Ráðuneytið lítur svo á að forvarnir felist meðal annars í því að styrkja foreldra í foreldrahlutverkinu. Börn sem búa við þær aðstæður að foreldrar og nánustu aðstandendur misnota áfengi og önnur fíkniefni eru skilgreind sem áhættuhópur sem þarfnast stuðnings svo og börn sem lögð eru í einelti. Forvarnir í þessum skilningi felast einnig í því að koma til hjálpar jafnt ungum sem eldri fórnarlömbum ávana- og fíkniefna. Skrá yfir aðila sem hafa fengið stuðning samkvæmt þessari skilgreiningu er að finna í töflunni hér að framan. Þar kemur fram hversu háa upphæð hver og einn hefur fengið undanfarin fimm ár.