Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 106. máls.

Þskj. 593  —  106. mál.




Skýrsla

forsætisráðherra um samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit ráðherra, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)




Inngangur.
    Með beiðni (á þskj. 106) frá Jóni Bjarnasyni og fleiri alþingismönnum er þess óskað að forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit ráðherra. Óskað er eftir upplýsingum um viljayfirlýsingar, fyrirheit eða samninga, sem kunna að fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð á núverandi kjörtímabili og því næsta, sem ráðherrar gerðu frá 6. desember 2006 og þar til fyrrverandi ríkisstjórn lét af störfum án þess að bera þá upp á Alþingi.
    Þá er beðið um að fram komi við hvaða fjárheimildir eða samþykktir Alþingis er stuðst í hverju tilviki. Skýrslan taki til rekstrar, stofnverkefna eða réttinda, hvort sem þau eru beint á vegum ríkisins eða á hendi annarra. Efni skýrslunnar verði sundurgreint eftir ráðherrum og þær fjárhæðir sem um er að tefla komi fram. Greint verði frá tímasetningum, skilyrðum, svo sem um mótframlög, fyrirvörum eða öðru sem áhrif getur haft á framvindu einstakra mála. Greint verði frá því hvar almenningur og þingmenn geti nálgast tilgreinda gerninga og að í skýrslunni verði lagt mat á það hvort framangreindir gerningar séu innan þess ramma sem markaður er í lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997.

Framsetning og forsendur.
    Forsætisráðuneytið sendi beiðnina áfram til allra ráðuneyta og óskaði svara frá hverju og einu þeirra og er skýrsla þessi byggð á þeirri upplýsingaöflun. Í skýrslunni er greint frá svari hvers ráðuneytis fyrir sig þar sem tölulegar upplýsingar eru dregnar saman í yfirlitstöflu í lokin. Yfirlitið er brotið niður eftir samningum og skuldbindingum og sýnir gildistíma hvers og eins, vísað er til fjárlagaliðar gjaldfærslu og fjárheimildar og fjárhæðir tilgreindar fyrir hvert ár núverandi kjörtímabils. Næsta kjörtímabil á eftir er dregið saman í einn dálk þar sem það á við. Að lokum er tekið saman á töfluformi heildaryfirlit allra ráðuneyta.
    Samningar sem ráðuneytin gera til lengri tíma en eins árs eru ýmist gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis eða með heimild í 30. gr. fjárreiðulaga, nr. 88/1997, og reglugerð sem sett er á grunni greinarinnar. Þeir samningar eru staðfestir af fjármálaráðuneyti.

01 Forsætisráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 gerði forsætisráðuneytið einn samning sem felur í sér skuldbindingar fyrir ríkissjóð.

Vesturfarasetrið ses. á Hofsósi.
    Undirritaður var nýr samningur við Vesturfarasetrið ses. á Hofsósi 27. mars 2007 um 28 millj. kr. árlegt framlag í fjögur ár 2008–2011. Eldri samningar sem alls gerðu ráð fyrir 23 millj. kr. árlegum framlögum falla jafnframt niður frá sama tíma. Samkvæmt samningnum, sem var gerður í kjölfar samþykktar ríkisstjórnarinnar þar um, verður fjárhagslegur stuðningur til reksturs vegna menningartengsla milli Íslendinga og fólks af íslenskum ættum sem búsett er í Norður-Ameríku 18 millj. kr. árin 2008 til 2011 og framlag til uppbyggingar á gamla þorpskjarnanum á Hofsósi 10 millj. kr. á ári. Heildarframlag samkvæmt framangreindu til Vesturfarasetursins er samtals 112 millj. kr. á tímabilinu, 2008–2011. Fjárveiting til Vesturfarasetursins ses. á Hofsósi eru undir fjárlagalið 01-190-1.25.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011
Forsætisráðuneyti
Vesturfarasetrið Hofsósi* 01-190-1.25 2007–2011 23,0 28,0 28,0 28,0 28,0
Samtals 23,0 28,0 28,0 28,0 28,0
* Niður fellur árlegt 23 millj. kr. framlag samkvæmt eldri samningi

02 Menntamálaráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 gerði menntamálaráðherra fjóra samninga, einn viðauka við samning, samkomulag ásamt fyrirheit um styrk sem allt felur í sér skuldbindingar fyrir ríkissjóð.

Samstarf á sviði menningarmála.
    Þann 9. febrúar 2007 gerðu menntamálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið með sér samkomulag um samstarf á sviði menningarmála. Með samkomulaginu er m.a. stefnt að því að efla áhuga erlendis á íslenskri list og íslenskri menningu; efla þróun og gæði íslenskra lista og auka möguleika og áhrif íslenskra listamanna á alþjóðlegum vettvangi. Fyrir menntamálaráðuneytið felur samkomulagið í sér 4 millj. kr. árlegt fjárframlag. Fjárheimild kemur af safnlið 02-999-1.98. Samkomulagið er ótímabundið og tekur gildi við undirritun. Hvor aðili um sig getur sagt upp samningnum með 12 mánaða fyrirvara.

Íþróttaakademían.
    Þann 9. maí 2007 gerðu menntamálaráðuneytið og Íþróttaakademían með sér samkomulag um styrkveitingu vegna tilraunaverkefnis um mat á áhrif fjölgunar hreyfistunda í grunnskólum. Verkefnið felur í sér að Íþróttaakademían hafi umsjón með daglegum hreyfistundum ákveðins hóps grunnskólanemenda og fylgi þeim eftir samkvæmt nánari útfærslu Íþróttaakademíunnar. Íþróttaakademían mun taka saman náms- og kennslugögn, gera reglulega mælingar á líkamsástandi nemenda og bera saman líkamsgetu nemenda í tengslum við námsgetu. Menntamálaráðherra gefur fyrirheit um árlegan 12 millj. kr. styrk til fjögurra ára vegna tilraunaverkefnisins. Í fjáraukalögum ársins 2007 er fyrst ráðstafað fjármunum til verkefnisins og í fjárlögum ársins 2008 er gert ráð fyrir fjárheimild fyrir verkefninu á safnlið 02-999-1.98.

Uppeldi til árangurs.
    Þann 8. maí 2007 gerðu menntamálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið annars vegar og Reykjanesbær hins vegar með sér samning um forvarnaverkefnið Uppeldi til árangurs. Markmið verkefnisins er m.a. að kenna foreldrum uppeldistækni, draga úr hegðunarerfiðleikum á heimilum og kenna foreldrum og kennurum hvernig taka skuli á kvíða og þunglyndiseinkennum. Fyrir menntamálaráðuneytið felur samningurinn í sér 2 millj. kr. árlegt fjárframlag til þriggja ára, sem greitt er af fjárlagalið 02-720-1.31. Fyrsta greiðsla skal innt af hendi 1. nóvember 2007. Árlegar greiðslur eftir það skulu inntar af hendi þegar áfangaskýrsla vegna verkefnisins hefur borist ráðuneytunum. Gildistími samningsins er 1. september 2007 til 31. ágúst 2010.

Vitinn – Verkefnastofa ehf.
    Þann 17. janúar 2007 undirrituðu menntamálaráðuneytið og Vitinn – Verkefnastofa ehf. samning um að Vitinn – Verkefnastofa ehf. taki að sér að sjá um nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda árið 2007, þ.e. almennan rekstur keppninnar, skipulag og framkvæmd lokahófs og áframhaldandi þróun og útbreiðslu keppninnar. Fyrir menntamálaráðuneytið felur samningurinn í sér eingreiðslu að fjárhæð 2 millj. kr. sem greidd er af fjárlagalið 02-720- 1.31.

Rannís.
    Þann 10. janúar 2007 undirrituðu menntamálaráðuneytið og Rannís samning vegna umsýslu umsagnarnefnda vegna viðurkenninga fræðasviða háskóla. Viðurkenning háskóla byggist á lögum nr. 63/2006. Í þeim lögum er tekið fram að ráðherra skipi óháða umsagnarnefnd sérfræðinga, sem eigi að skila ráðherra umsögn, byggðri á reglugerð nr. 1067/2006. Umsagnarnefndirnar eru skipaðar eftir fræðasviðum, sem verða 7 talsins og mun hverri nefnd fylgja starfsmaður. Með samningnum er gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið standi straum af launa- og skrifstofukostnaði starfsmanna nefndanna. Framlag ráðuneytisins er 12 millj. kr. sem verður tekið af safnlið 02-299-1.90. Við undirskrift samningsins verða 80% upphæðarinnar greidd Rannís og 20% þegar greinargerð og uppgjör um verkefnið liggur fyrir.

Kennaraháskóli Íslands.
    Þann 19. desember 2006 var undirritaður viðauki við samning menntamálaráðuneytisins og Kennaraháskóla Íslands um kennslu og rannsóknir sem felur í sér sérstaka 16 millj. kr. greiðslu vegna kostnaðar við sameiningu skólans við Háskóla Íslands. Í fjáraukalögum 2007 er fjárheimild fyrir verkefninu á fjárlagalið 02-215-1.01.

Samstarf framhaldsskóla á Austurlandi.
    Þann 15. desember 2006 staðfesti menntamálaráðherra samstarfssamning framhaldsskóla á Austurlandi, þ.e. Framhaldsskólans í A-Skaftafellssýslu, Menntaskólans á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands. Markmið samstarfsins er m.a. að skólarnir vinni saman að því að sinna þörfum íbúa Austurlands fyrir fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi og auðvelda aðgengi þeirra að því. Menntamálaráðuneytið leggur árlega til 3 millj. kr. fjárframlag til þriggja ára og er fjárheimild af fjárlagalið 02-319-1.11. Gildistími samningsins er 1. ágúst 2006 – 31. júlí 2009, en heimilt er að endurskoða samninginn fyrir 1. apríl ár hvert.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
Menntamálaráðuneyti     
Samstarf á sviði
    menningarmála
02-999-1.98 Frá 9/2/07 4,0 4,0 4,0 4,0 4,0 16,0
Íþróttaakademían 02-999-1.98 9/5/07 – 31/5/11 7,0 12,0 12,0 12,0 5,0
Uppeldi til árangurs 02-720-1.31r 1/9/07 – 31/8/10 2,0 2,0 2,0
Vitinn – Verkefnastofa ehf. 02-720-1.31 eingreiðsla 2,0
Rannís 02-999-1.90 1/2/07 – 1/9/08 9,6 2,4
Kennaraháskóli Íslands 02-215-1.01 eingreiðsla 16,0
Samstarf framhaldsskóla
    á Austurlandi
02-319-1.11 1/8/06 – 31/7/09 3,0 3,0 3,0
Samtals 27,6 39,4 21,0 16,0 9,0 16,0

03 Utanríkisráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 gerði utanríkisráðuneytið eftirfarandi samninga sem fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð.

Sendiráðsbústaður í Kaupmannahöfn.
    Í hagræðingarskyni ákvað utanríkisráðherra að selja sendiráðsbústað í Kaupmannahöfn og kaupa annan ódýrari í hans stað. Samningur um kaup á nýjum bústað var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Ræðismannsbústaður í Þórshöfn.
    Vegna stofnunar aðalræðisskrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum þá ákvað utanríkisráðherra að kaupa ræðismannsbústað. Á móti kaupunum kom sala á bústað varamanns sendiherra í Stokkhólmi, auk þess var samningur um kaup á bústaðnum undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins, útibú á Akureyri.
    Opnun útibús þýðingamiðstöðvar í leiguhúsnæði á vegum Háskólans á Akureyri hafði í för með sér lítinn sem engan stofnkostnað. Óskað var eftir framlagi til rekstrar í fjáraukalögum ársins 2007 og fjárlögum ársins 2008. Opnun útibúsins er kominn til vegna uppsafnaðs halla á þýðingum EES-gerða að hálfu Íslands.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
Utanríkisráðuneyti
Kaup á sendiráðsbústað
    í Kaupmannahöfn
03-300-6.27 2007 242,2
Kaup á ræðismannsbústað
    í Þórshöfn
03-300-6.29 2007 87,9
Þýðingamiðstöð utanríkis-     ráðuneytisins á Akureyri 03-101-1.01 frá 2007 20,0 42,0 42,0 42,0 42,0 168,0
Samtals 350,1 42,0 42,0 42,0 42,0 168,0

04 Landbúnaðarráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 undirritaði landbúnaðarráðherra eftirfarandi samninga sem fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð.

Mótvægisaðgerðir í garðplöntuframleiðslu.
    Þann 4. apríl 2007 var gengið frá samkomulagi milli Bændasamtaka Íslands og landbúnaðarráðherra um tilteknar mótvægisaðgerðir vegna þess að ljóst var talið að samkeppni frá innflutningi garðplantna mundi aukast hér á landi í kjölfar samnings milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæm viðskipti með heimild í 19. gr. EES-samningsins. Varðandi fjárheimildir samkomulagsins er annars vegar um að ræða eftirstöðvar af aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 12. mars 2002 (fjárlagal. 04- 807-1.07) og hins vegar uppgjörsfé af þróunar- og jarðabótaframlagi búnaðarlagasamnings frá 6. mars 2002, í vörslu Bændasamtaka Íslands.

Samningur um Landgræðsluskóga.
    Þann 2. maí 2007 var undirritaður milli landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Skógræktarfélags Íslands samningur um framlög ríkisins til Skógræktarfélags Íslands vegna verkefnis um Landgræðsluskóga. Fjárframlögin eru bundin fyrirvara um samþykki Alþingis. Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2009 og gildir til ársloka 2013.

Samningur um Hekluskóga.
    Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins gerðu samstarfssamning um Hekluskóga og framlög ríkisins til verkefnisins. Samningurinn var undirritaður 4. maí 2007 og gildir til ársloka 2016. Fjárframlögin eru bundin fyrirvara um samþykki Alþingis. Í fjáraukalögum ársins 2007 var fyrst ráðstafað fjármunum til verkefnisins, en í fjárlögum ársins 2008 er ráðgert að verja 50 milljónum til verkefnisins af sérstökum fjárlagalið 04-325.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
Landbúnaðarráðuneyti
Mótvægisaðgerðir í
    garðplöntuframleiðslu
04-807-1.07 2007–2009 14,0 10,7 4,0
Samningur um
    Landgræðsluskóga
1/1/09 – 31/12/13 35,0 35,0 35,0 70,0
Samningur um
    Hekluskóga
04-325-1.01 1/5/07 – 31/12/16 28,0 50,0 50,0 50,0 50,0 200,0
Samtals 372,0 60,7 89,0 85,0 85,0 270,0

05 Sjávarútvegsráðuneyti.

    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 gerði sjávarútvegsráðuneytið enga samninga né gaf út viljayfirlýsingar sem fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð.


06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.

    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 gerði dóms- og kirkjumálaráðuneytið samtals 15 samninga af margvíslegum toga þar sem í flestum tilfellum var um að ræða óverulegar fjárhæðir eða alls engar. Þeir samningar sem vega þyngst í samantektinni eru vegna endurnýjunar á varðskipakosti Landhelgisgæslunnar og eftirlitsflugvélar.

Landhelgisgæslan.
    Þrír samningar eru vegna Landhelgisgæslunnar. Um er að ræða samning um byggingu varðskips en áætluð afhending þess er í ágúst 2009. Í öðru lagi er um að ræða samning um kaup á nýrri eftirlitsflugvél sem áætlað er að verði afhend í júlí 2009 og í þriðja lagi var undirritaður samningur um innleiðingu Maren-orkustjórnunarkerfis Marorku í nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar. Gildistími samninganna er á bilinu 30–36 mánuðir og er fjárheimild af fjárlagalið 06-396.

World-Check.
    Dóms- og kirkjumálaráðuneytið gerði samning við fyrirtækið World-Check um aðgang lögreglu og ríkisstofnana að gagnabanka fyrirtækisins. Samningurinn er til 26 mánaða og er fjárheimild af fjárlagalið 06-390.

TMD.
    Tveir rammasamningar voru undirritaðir um upplýsingatæknibúnað og þjónustu ásamt viðauka vegna IP-síma og -símaþjónustu. Er það samningur milli TMD og sýslumannsins í Borgarnesi annars vegar og TMD og sýslumannsins á Selfossi hins vegar. Samningarnir eru til 5 ára og fjárheimild af fjárlagaliðum 06-433 og 06-413.

Varnarmálaráðuneytið í Danmörku.
    Samkomulag var undirritað milli dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins í Danmörku um eftirlit, leit og björgun á N-Atlantshafi. Samningurinn er ótímabundinn og er fjárheimild af fjárlagalið 06-101 en hefur ekki leitt til kostnaðar.

Fangelsismálastofnun ríkisins – Vernd.
    Endurnýjað var samkomulag Fangelsismálastofnunar ríkisins og félagasamtakanna Verndar, fangahjálpar um vistun fanga. Samningurinn er ótímabundinn og er fjárheimild af fjárlagalið 06-501.

Neyðarlínan – TMD.
    Undirritaður var rammasamningur milli Neyðarlínunnar og TMD um upplýsingatæknibúnað og þjónustu ásamt viðauka vegna 10 Mbs gagnalínusambands við lögreglustöðina á Akureyri. Samningurinn er ótímabundinn og er fjárheimild af fjárlagalið 06-325.

Sýslumaðurinn á Hólmavík.
    Undirritaður var húsaleigusamningur vegna geymslna að Hafnarbraut 2 fyrir sýslumanninn á Hólmavík. Samningurinn er ótímabundinn og er fjárheimild af fjárlagalið 06-419.

Lögreglan á Ólafsfirði.
    Undirritaður var húsaleigusamningur fyrir lögregluna á Ólafsfirði/Akureyri að Ólafsvegi 3, Ólafsfirði. Leigutími er frá 1.1.2007. Fjárheimild er af fjárlagalið 06-424.

Lögreglan á Siglufirði.
    Undirritaður var húsaleigusamningur fyrir lögregluna á Siglufirði/Akureyri að Gránugötu 4–6, Siglufirði. Leigutími er frá 1.1.2007. Fjárheimild er af fjárlagalið 06-424.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Landhelgisgæslan 06-395 30 mánuðir 926,0 926,0 794,0
Landhelgisgæslan 06-395 26 mánuðir 628,0 1.465,0
Landhelgisgæslan 06-395 36 mánuðir 12,0 6,0 6,0
World-Check 06-101 36 mánuðir 13,2 17,6 17,6 4,4
Sýslumaðurinn á Selfossi
    – TMD
06-433 5 ár
Sýslumaðurinn í
    Borgarnesi – TMD
06-413 5 ár 0,4 0,4 0,4 0,4 0,4
Varnarmálaráðuneytið í
    Danmörku – DKM
06-101 ótímab.samn.
Fangelsismálastofnun
    ríkisins – Vernd
06–501 ótímab.samn. 17,5 17,5 17,5 17,5 17,5 70,0
Neyðarlínan – TMD 06-325 ótímab.samn. 0,4 0,4 0,4
Sýslumaðurinn á
    Hólmavík
06-419 ótímab.samn. 0,3 0,3 0,3 0,3 0,3 1,0
Lögreglan á Ólafsfirði 06-424 ótímab.samn. 0,5 0,5 0,5 0,5 0,5 1,9
Lögreglan á Siglufirði 06-424 ótímab.samn. 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 6,2
Samtals 971,8 1.598,2 2.303,2 24,6 20,2 79,2

07 Félagsmálaráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 gerði félagsmálaráðuneytið eftirfarandi samninga sem fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð.

Samningur við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra.
    Þann 19. desember 2006 gerðu félagsmálaráðuneyti og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra samning um þjónustu af hálfu ríkisins við fatlaða, sbr. lög um málefni fatlaðra, í sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Um var að ræða framlengingu á fyrri samningi sem upphaflega var gerður árið 1999. Gildistími nýja samningsins er til 31. desember 2012. Fjárheimild til samningsins er á fjárlagalið 07-705-1.86.

Samningur við Norðurþing um þjónustu við fatlaða.
    Þann 30. apríl 2007 gerðu félagsmálaráðuneyti og Norðurþing samning um þjónustu af hálfu ríkisins við fatlaða, sbr. lög um málefni fatlaðra, í Norðurþingi, Aðaldælahreppi, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi, Tjörneshreppi, Svalbarðshreppi og Langanesbyggð. Um var að ræða framlengingu á fyrri samningi sem upphaflega var gerður árið 1998 og þá var gerður við Héraðsnefnd Þingeyinga. Gildistími nýja samningsins er til 31. desember 2009. Fjárheimild til samningsins er á fjárlagalið 07-706-1.85.

Samningur við Akureyrarkaupstað um þjónustu við fatlaða.
    Þann 8. janúar 2007 gerðu félagsmálaráðuneyti og Akureyrarkaupstaður samning um þjónustu af hálfu ríkisins við fatlaða, sbr. lög um málefni fatlaðra, í sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Um var að ræða framlengingu á fyrri samningi sem upphaflega var gerður árið 1996. Gildistími nýja samningsins er til 31. desember 2009. Fjárheimild til samningsins er á fjárlagalið 07-706-1.86.

Samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um þjónustu við fatlaða.
    Þann 30. apríl 2007 gerðu félagsmálaráðuneyti og Sveitarfélagið Hornafjörður samning um þjónustu af hálfu ríkisins við fatlaða, sbr. lög um málefni fatlaðra, í sveitarfélaginu. Um var að ræða framlengingu á fyrri samningi sem upphaflega var gerður árið 1997. Gildistími nýja samningsins er til 31. desember 2012. Fjárheimild til samningsins er á fjárlagalið 07- 707-1.86.

Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg um stofnun og rekstur heimilis fyrir heimilislausa í Reykjavík.
    Þann 20. desember 2006 gerðu félagsmálaráðuneyti og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar samning um stofnun og rekstur heimilis fyrir heimilislausa í Reykjavík. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára. Skal fyrir lok samningstímans meta þörf fyrir áframhaldandi starfsemi heimilisins og skoða aðild annarra sveitarfélaga að rekstrinum. Heimilisfólki stendur til boða félagsleg ráðgjöf og stuðningur til að ná tökum á lífi sínu svo sem að sækja áfengis- og fíkniefnameðferð. Samningurinn gildir til 31. desember 2009. Framlag ráðuneytisins á samningstímanum er 73,4 millj. kr. Annars vegar er um að ræða framlag til stofnkostnaðar að fjárhæð 28,4 millj. kr. sem greiðist úr Framkvæmdasjóði fatlaðra og hins vegar 15 millj. kr. árlegt rekstrarframlag og greiðist það af fjárlagalið 07-700-1.90.

Þjónustusamningur við AE-starfsendurhæfingu um mat á þjónustu við geðfatlaða.
    Þann 29. desember 2006 gerðu félagsmálaráðuneyti og AE-starfsendurhæfing samning um mat á þjónustu við geðfatlaða. Markmið samningsins er tvíþætt: Annars vegar úttekt á þjónustu við geðfatlaða, hins vegar gerð fræðsluefnis um þjónustu við geðfatlaða og miðlun þess til starfsmanna svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Samningurinn gildir til 31. desember 2008. Framlag ráðuneytisins á samningstímanum er 28,2 millj. kr. og greiðist það af fjárlagalið 07-700-1.90.

Samningur við Rauða kross Íslands um móttöku flóttamanna 2007–2008.
    Þann 10. maí 2007 gerðu félagsmálaráðuneyti og Rauði kross Íslands samning vegna móttöku flóttamanna 2007–2008. Með samningnum skuldbindur Rauði kross Íslands sig til að veita félagsmálaráðuneyti aðstoð og ráðgjöf vegna móttöku og aðlögunar flóttamanna sem koma til landsins. Rauði krossinn tekur jafnframt að sér að gæta hagsmuna flóttafólksins og veita því almenna liðveislu í samræmi við grundvallarmarkmið Alþjóðahreyfingar Rauða krossins um mannúð, hlutleysi, óhlutdrægni og sjálfboðna þjónustu. Samningurinn gildir til 31. ágúst 2008. Fyrir þjónustu Rauða krossins greiðir félagsmálaráðuneyti 17,3 millj. kr. Framlagið er greitt af fjárlagalið 07-999-1.49.

Samkomulag við Alþjóðahúsið um ráðgjöf við fólk af erlendum uppruna.
    Þann 10. maí 2007 gerðu félagsmálaráðuneyti og Alþjóðahúsið samkomulag um ráðgjöf fyrir fólk af erlendum uppruna sem búsett er hér á landi. Í samkomulaginu felst að Alþjóðahúsið veiti almenna ráðgjöf og sérhæfða lögfræðilega ráðgjöf og leiðbeiningar í málefnum fólks af erlendum uppruna og veiti því aðstoð til þátttöku í fjölmenningarlegu samfélagi. Samkomulagið gildir á árinu 2007. Framlag félagsmálaráðuneytis er 2,5 millj. kr. og er greitt af fjárlagalið 07-999-1.98.

Samningur við Reykjanesbæ um verkefnið „Uppeldi til árangurs“.
    Þann 8. maí 2007 gerðu félagsmálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti annars vegar og Reykjanesbær hins vegar með sér samning um forvarnaverkefnið Uppeldi til árangurs. Markmið verkefnisins er m.a. að kenna foreldrum uppeldistækni, draga úr hegðunarerfiðleikum á heimilum og kenna foreldrum og kennurum hvernig taka skuli á kvíða og þunglyndiseinkennum. Fyrir félagsmálaráðuneyti felur samningurinn í sér 2 millj. kr. árlegt fjárframlag til þriggja ára, sem greitt er af fjárlagalið 07-999-1.98 Fyrsta greiðsla skal innt af hendi 1. nóvember 2007. Árlegar greiðslur eftir það skulu inntar af hendi þegar áfangaskýrsla vegna verkefnisins hefur borist ráðuneytunum. Gildistími samningsins er 1. september 2007 til 31. ágúst 2010.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Félagsmálaráðuneyti
Samtök sveitarfélaga      á Norðurlandi v. 07-705-1.86 19/12/06
– 31/12/12
272,6 306,9 335,1 335,1 335,1 335,1 335,1
Norðurþing 07-706-1.85 30/4/07
– 31/12/09
74,2 98,7 113,4 113,4
Akureyrarkaupstaður 07-706-1.86 8/1/07
– 31/12/09
655,2 739,2 783,9 783,9
Sveitarfélagið
    Hornafjörður
07-707-1.86 30/4/07
– 31/12/12
24,0 26,7 27,6 27,6 27,6 27,6 27,6
Reykjavíkurborg 07-700-1.90 20/12/06
– 31/12/09
43,4 15,0 15,0
AE-starfsendur-
    hæfing
07-700-1.90 29/12/06
– 31/12/08
14,1 14,1
Rauði kross Íslands 07-999-1.49 10/5/07
– 31/8/08
14,0 3,3
Alþjóðahúsið 07-999-1.49 2007 2,5
Reykjanesbær 07-999-1.98 1/9/07
– 31/8/10
2,0 2,0 2,0
Samtals 1.026,0 1.247,5 1.294,4 1.277,0 362,7 362,7 362,7

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Eftirfarandi viljayfirlýsingar, fyrirheit og samningar sem fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð voru gerðir af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á tímabilinu 6. desember 2006 til og með ríkisstjórnarskipta í maí 2007.

Þjónustu- og rekstrarverkefni.
Samkomulag um framlengingu árangursstjórnunarsamnings – Landspítali – háskólasjúkrahús.
    Samkomulagið tekur til framlengingar árangursstjórnunarsamnings heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis við Landspítala – háskólasjúkrahús. Skv. VIII. kafla samningsins, dags. 7. mars 2005 um þjónustu öldrunarsviðs, með gildistíma 15. mars 2005 til 31. desember 2006, er heimilt að framlengja samninginn um eitt ár, án sérstakrar endurskoðunar. Samkomulag um framlengingu samningsins, sem undirritað var 20. apríl 2007, er á grundvelli þessa ákvæðis og er gildistími framlengingar frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2007. Samningurinn tekur til reksturs 20 rúma hjúkrunardeildar, þar af eru 8–10 hvíldarinnlagnarrými. Kostnaður er 125 millj. kr. á árinu 2007 og er fjármagnaður á fjárlögum.

Samningur um söfnun og úrvinnslu upplýsinga um mænuskaða.
    Samningur á milli Auðar Guðjónsdóttur annars vegar og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hins vegar tekur til söfnunar upplýsinga um mænuskaða, rekstur heimasíðu, þýðingar á gögnum í gagnagrunni og þátttöku í fundum og ráðstefnum um mænuskaða. Heildargreiðsla til verkefnisins er 5,7 millj. kr. og er miðað við að verkefninu ljúki á árinu 2007. Veitt var sérstök fjárveiting til þessa verkefnis á fjárlögum. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi og var samningur undirritaður þann 1. mars 2007.

Þjónustusamningur við Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann.
    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann undirrituðu viðauka við þjónustusamning sinn þann 2. maí 2007. Viðaukinn fól í sér framlengingu á þjónustusamningi aðila til ársloka 2007. Upphaflegur gildistími þjónustusamningsins var frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2005 en SÁÁ hefur annast þjónustu við ráðuneytið í samræmi við ákvæði samningsins á þeim tíma sem og frá 1. janúar 2006. Viðbótarkostnaður á árinu 2007 er 80 millj. kr., þar af koma 30 millj. kr. á fjáraukalögum ársins 2007, en 50 millj. kr. eru fjármagnaðar á fjárlögum. Samningur þessi er staðfestur af fjármálaráðherra.

Þjónustusamningur við Bláa lónið.
    Þjónustusamningur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Bláa lónsins nær til húðmeðferðar vegna psoriasis- og exemsjúkdóma og læknisþjónustu. Hann var undirritaður 28. desember 2006 með gildistíma frá 1. janúar 2007 til og með 31. desember 2012. Árlegur kostnaður er 44,6 millj. kr. og er fjármagnaður á fjárlögum. Samningur þessi er staðfestur af fjármálaráðherra.
    Einnig var á sama tíma undirritað samkomulag um styrk til fjögurra ára vegna rannsókna og alþjóðlegrar markaðssetningar við psoriasis- og exemsjúkdóminn. Gildistími samkomulagsins er 1. janúar 2006 til og með 31. desember 2009. Árlegur styrkur er 25 millj. kr. í 4 ár og er hann fjármagnaður á fjárlögum. Samkomulagið er staðfest af fjármálaráðherra.

Samningur milli HÍ og HTR, landlæknisembættisins, Landspítala og Lyfjastofnunar.
    Samningurinn tekur til Rannsóknarstofnunar um lyfjamál. Hann var undirritaður 25. apríl 2007 og kveður á um 525 þús. kr. styrk hvers aðila stofnuninni til handa í þrjú ár frá og með árinu 2007. Styrkurinn er fjármagnaður á fjárlögum, af óskiptri fjárveitingu á safnlið ráðuneytisins.

Samstarfssamningur Eirar hjúkrunarheimilis, Landspítala – háskólasjúkrahúss og HTR.
    Samstarfssamningurinn tekur til endurhæfingar aldraðra. Hann var undirritaður 25. apríl 2007 með gildistíma frá 25. apríl 2007 til og með 31. desember 2008. Árlegur kostnaður við samninginn er 21,7 millj. kr. (hlutfallslegur kostnaður 2007) og er fjármagnaður á fjárlögum.

Samningur HTR við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heilsugæsluna Salahverfi.
    Samningurinn tekur til þverfaglegrar starfsendurhæfingar innan heilsugæslunnar. Hann var undirritaður 9. maí 2007 og gildir í þrjú ár frá undirritun. Greiðslur vegna samningsins eru 5 millj. kr. árið 2007, 6 millj. kr. árið 2008 og 6 millj. kr. árið 2009. Samningurinn er fjármagnaður á fjárlögum af sérstakri fjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu.

Samningur Reykjanesbæjar annars vegar og FEL, HTR og MRN hins vegar.

    Samningurinn er tilraunaverkefni til þriggja ára um forvarnaverkefnið Uppeldi til árangurs. Samningurinn var undirritaður 8. maí 2007, með gildistíma frá 1. september 2007 til 31. ágúst 2010. Árlegur kostnaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis er 2 millj. kr. Samningurinn er fjármagnaður á fjárlögum af sérstakri fjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu.

Samningur við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.
    Samningurinn tekur til þjónustu við börn og ungmenni í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Samningurinn er í samræmi við stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni sem eiga við geðröskun að stríða. Samningurinn var undirritaður 10. janúar 2007, með gildistíma frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2008. Árlegur kostnaður nemur 1 millj. kr. Samningurinn er fjármagnaður á fjárlögum af sérstakri fjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu.

Samningur við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar.
    Samningurinn tekur til geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni í umdæmi Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunarinnar Bolungarvík. Samningurinn er í samræmi við stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni sem eiga við geðröskun að stríða. Samningurinn var undirritaður 4. maí 2007, með gildistíma frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2008. Árlegur kostnaður nemur 3 millj. kr. Samningurinn er fjármagnaður á fjárlögum af sérstakri fjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu.

Samningur við Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks.
    Samningurinn tekur til geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni í umdæmi Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki. Samningurinn er í samræmi við stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni sem eiga við geðröskun að stríða. Samningurinn var undirritaður 4. maí 2007, með gildistíma frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2008. Árlegur kostnaður nemur 1 millj. kr. Samningurinn er fjármagnaður á fjárlögum af sérstakri fjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu.

Samningur við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
    Samningurinn tekur til geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni í umdæmi Heilbrigðisstofnunarinnar Austurlands. Samningurinn er í samræmi við stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni sem eiga við geðröskun að stríða. Samningurinn var undirritaður 8. janúar 2007, með gildistíma frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2008. Árlegur kostnaður nemur 3 millj. kr. Samningurinn er fjármagnaður á fjárlögum af sérstakri fjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu.

Samkomulag við Blindrafélagið.
    Samkomulagið er um styrk til að kaupa og þjálfa fimm leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta. Samkomulagið var undirritað 8. maí 2007 með gildistíma frá undirskrift til 31. desember 2012. Styrkur ráðuneytisins á samningstímanum er 1,7 millj. kr. árið 2007, 5 millj. kr. árið 2008 og 2,6 millj. kr. á ári tímabilið 2009 til 2012. Samkomulagið er fjármagnað á fjárlögum, af safnlið ráðuneytis árið 2007, en frá og með árinu 2008 með sérmerktri fjárveitingu á fjárlögum.

Rammasamningur HTR, Lýðheilsustöðvar, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, VR og eflingar.
    Rammasamningurinn tekur til tilraunaverkefnisins Hreyfing fyrir alla. Samningurinn var undirritaður 9. febrúar 2007 með gildistíma frá undirritun til 31. desember 2008. Samkvæmt samningnum er kostnaðarhlutdeild ráðuneytisins 1 millj. kr. sem greiðist fyrir 1. mars 2007. Samningurinn er fjármagnaður af fjárlögum.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður* Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Landspítali – háskólasjúkrahús 08-401-101 1/1/07 – 31/12/07 125,0
Söfnun og úrvinnsla upplýsinga
    vegna mænuskaða
08-379-1.01 2007 5,7
Samtök áhugafólks um áfengis-
    og vímuefnavandann
08-388 2007 80,0
Þjónustusamningur við
    Bláa lónið**
08-399-1.73 1/1/07 – 31/12/12 44,6 44,6 44,6 44,6 44,6 44,6
Bláa lónið – styrkur** 08-399-1.74 1/1/06 – 31/12/09 25,0 25,0 25,0
Rannsóknarstofnun um lyfjamál safnliður 2007–2009 0,5 0,5 0,5
Endurhæfing aldraðra 08-410 25/4/07 – 31/12/08 15,0 21,7
Þverfagleg starfsendurhæfing 08-500-1.10 9/5/07 – 8/5/10 5,0 6,0 6,0
Uppeldi til árangurs 08-500-1.10 1/9/07 – 31/8/10 2,0 2,0 2,0
Heilbrigðisstofnun
    Suðausturlands
08-500-1.10 1/1/07 – 31/12/08 1,0 1,0
Heilbrigðisstofnun      Ísafjarðarbæjar 08-500-1.10 1/1/07 – 31/12/08 3,0 3,0
Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 08-500-1.10 1/1/07 – 31/12/08 1,0 1,0
Heilbrigðisstofnun Austurlands 08-500-1.10 1/1/07 – 31/12/08 3,0 3,0
Blindrafélagið 08-399-1.98 8/5/07 – 31/12/12 1,7 5,0 2,6 2,6 2,6 2,6
Hreyfing fyrir alla 08-500-1.10 9/2/07 – 31/12/08 1,0
Samtals 313,5 112,8 80,7 47,2 47,2 47,2
*    Fjárlagaliðir sem verkefni eru fjármögnuð af, getur verið annað en fjárlaganúmer stofnunar, sem sinnir verkefninu.
**    Greitt út af sjúkratryggingum 2007, en fært á sérstakt viðfang í fjárlögum frá og með 2008.

Stofnkostnaðarverkefni.
Framkvæmdir við 7 ný hjúkrunarheimili.
    Með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá 19. júlí 2006 var ákveðin sérstök 1.300 millj. kr. fjárveiting til að fjölga hjúkrunarrýmum. Skyldu 700 millj. kr. lagðar fram árið 2008 og 600 millj. kr. árið 2009. Miðað var við að þessir fjármunir færu til greiðslu 45% kostnaðar við hjúkrunarheimilin, 40% kæmu úr Framkvæmdasjóði aldraðra og 15% frá sveitarfélögunum.
    Fljótlega eftir að gengið var frá yfirlýsingunni var farið að huga að nýtingu fjárins, þ.e. velja þau verkefni sem ráðist skyldi í og fá upplýsingar um getu Framkvæmdasjóðs aldraðra til að leggja fram þann 40% hlut sem honum er ætlað. Niðurstaða þessarar vinnu lá fyrir í lok október 2006 og var kynnt á blaðamannafundi 4. nóvember 2006. Framkvæmdatími var ákveðinn miðað við að verktími hvers verks væri sem stystur og að nýting tiltæks byggingarfjár yrði sem best á hverjum tíma.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Viðkomandi sveitarfélögum var skrifað bréf, þeim kynnt áform ráðuneytisins og óskað eftir tilnefningu fulltrúa í samráðshópa fyrir hvert verk. Unnið var að undirbúningi verka fram eftir vori 2007. Frumáætlun fyrir hjúkrunarheimilið í Kópavogi sem unnin var samkvæmt verklagsreglum um undirbúning opinberra framkvæmda, var send fjármálaráðuneyti með beiðni um verkhönnun 20. apríl og var sú heimild veitt 4. júlí 2007.

Hjúkrunarheimili Garðabæ.
    Þann 9. maí 2007 var undirritaður samningur um nýbyggingu hjúkrunarheimilis sem komi í stað Holtsbúðar í Garðabæ. Samningsaðilar voru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið annars vegar og Garðabær hins vegar. Í nýbyggingunni skyldu vera 40 hjúkrunarrými fyrir aldraða og skyldu 85% kostnaðar við verkið greiðast af ríkissjóði en 15% af Garðabæ. Samið var um að Garðabær lánaði ríkissjóði hlut ríkissjóðs í framkvæmdakostnaði en fengi hann endurgreiddan með verðbótum í hlutfalli við breytingar á byggingavísitölu á lánstímanum en án vaxta. Lánið skal endurgreitt með greiðslum af væntanlegum fjárveitingum á byggingarlið ráðuneytisins í fjárlögum og skulu þær hefjast þegar lokið verður greiðslum vegna 12 annarra tiltekinna verka. Þegar samningurinn var gerður var reiknað með að fjármögnun þeirra yrði lokið á árinu 2013 og gætu endurgreiðslur til Garðabæjar því hafist árið 2014.
Heilsugæslustöð í Árbæ.
    Þann 13. desember 2006 var leitað eftir heimild fjármálaráðuneytis til að auglýsa eftir leiguhúsnæði fyrir heilsugæslustöð í Árbæ. Heimild til þessa verkefnis byggist á lið 6.10 í 6. gr. fjárlaga fyrir árið 2007. Fjármálaráðuneytið veitti leyfið 26. janúar 2007 og 24. apríl lágu fyrir leiguboð fjögurra aðila samkvæmt auglýsingum sem birtar voru í blöðum. Í lok júní hafði ákvörðun verið tekin um að leita samninga við einn þeirra sem lögðu inn leiguboð.

Barna- og unglingageðdeild LSH – BUGL.
    Í byrjun desember 2006 lágu fyrir öll nauðsynleg gögn vegna útboðs á stækkun á húsnæði BUGL við Dalbraut 12 í Reykjavík. Verkið var boðið út skömmu fyrir jól og 5. febrúar 2007 var ákveðið að taka tilboði verktakafyrirtækisins Framkvæmda ehf. og var þar með kominn á gildandi bráðabirgða verksamningur. Verkið er að fullu fjármagnað á fjárlögum.

Hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut 66.
    Þann 12. desember 2006 var óskað eftir heimild fjármálaráðuneytis til útboðs á jarðvinnu vegna byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut 66. Hönnun verksins var það langt komin að æskilegt þótti að nota heppilegan framkvæmdatíma til jarðvinnunnar og ljúka þar með nauðsynlegum verkþætti sem oft skapar verulega óvissu í upphafi framkvæmda, þar sem umfang slíkra verka er sjaldan vel þekkt. Tilboð voru opnuð 9. febrúar 2007 og var lægsta boð 21,3 millj. kr. eða 58% af kostnaðaráætlun. Því var tekið og lauk verkinu í lok júní sl. Verkið er fjármagnað með fé af fjárlögum, úr framkvæmdasjóði aldraðra og með greiðslum frá sveitarfélagi í hlutföllunum 30%–40%–30%, samkvæmt sérstöku samkomulagi við Reykjavíkurborg.

Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar – viðbygging.
    Tilboð í viðbyggingu við Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar voru opnuð 9. janúar 2007. Eitt tilboð barst og þann 5. febrúar var ákveðið að taka því tilboði. Verkið er í gangi og ætlað að því ljúki á árinu 2008. Verkið er að fullu fjármagnað á fjárlögum.

Sjúkrahús á Selfossi, hjúkrunardeild á 3. hæð nýbyggingar.
    Um áramótin 2005/2006 kom upp sú hugmynd að hækka um eina hæð þá viðbyggingu sem var í smíðum við Sjúkrahúsið á Selfossi. Viðbyggingin hafði verið fyrirhuguð sem tveggja hæða bygging á kjallara en skyldi þá verða 3 hæðir. Ákvörðun um þriðju hæðina var tekin í byrjun mars 2006. Framkvæmdir við verkið höfðu nær stöðvast fljótlega upp úr áramótum og nú tók við 6 mánaða bið eftir vinnuteikningum og lokaheimild til byggingar 3. hæðarinnar. Á 2. hæð hússins hafði verið fyrirhuguð 26 rúma hjúkrunardeild, þar af 14 rúm í tveggja manna herbergjum. Við stækkunina var ákveðið að fækka rúmum á annarri hæð hússins í 20 og einmenna í öll herbergi. Einnig voru gerðar lítils háttar breytingar á innréttingu til að auðvelda starfsfólki heimilisins störf sín. Þriðja hæðin var síðan höfð eins og 2. hæð hússins.
    Heimild fékkst til að semja um uppsteypu og utanhúsfrágang 3. hæðarinnar sem viðbótarverk við gildandi verksamning. Í mars 2007 var síðan ákveðið að óska eftir að verktakinn bætti við öðru viðbótarverki við verksamninginn og fela honum innréttingu 3. hæðarinnar samhliða því sem unnið væri við innréttingu 2. hæðar. Verkið er fjármagnað með fé af fjárlögum, úr Framkvæmdasjóði aldraðra og með greiðslum frá sveitarfélagi í hlutföllunum 45%– 40%–15%.
Heilsugæslustöð á Raufarhöfn.
    Undirbúningur þessa verks hefur staðið í mörg ár. Hönnun þessa verks lauk haustið 2005 en of seint til að rétt þætti að ráðast í framkvæmdir rétt fyrir vetur. Heimildar til útboðs var leitað 10. apríl 2006 en svar hafði ekki fengist þegar tímabundin stöðvun nýrra verklegra framkvæmda tók gildi á miðju sumri 2006. Heimild til útboðs fékkst loks um miðjan mars 2007 og var verkið þá boðið út og tilboð opnuð 17. apríl. Tvö tilboð bárust og var annað þeirra um 14,6% yfir kostnaðaráætlun, en viðmiðunarmörk sem ráðuneytið styðst við þegar metið er hvort ásættanlegt sé að taka tilboði eru 15%. Tilboðinu var því tekið 22. maí 2007. Verkið er að fullu fjármagnað á fjárlögum.

09 Fjármálaráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 hefur fjármálaráðherra undirritað eftirfarandi samning sem felur í sér fjárhagslegar skuldbindingu fyrir ríkissjóð á núverandi kjörtímabili.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.
    Þann 9. desember 2006 undirritaði fjármálaráðherra þjónustusamning við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. um þróun, umsjón og ráðstöfun eigna á þróunarsvæði við Keflavíkurflugvöll. Með samningnum skuldbindur ríkið sig til þess að greiða Þróunarfélaginu sérstaka þóknun á fjáraukalögum 2006 og fjárlögum 2007 til þess að hefja rekstur og undirbúning á starfsemi sinni. Nam upphæðin 142 millj. kr. á fjáraukalögum 2006 og 280 millj. kr. á fjárlögum fyrir árið 2007. Að öðru leyti nemur þóknun Þróunarfélagsins þeim leigutekjum sem fást vegna leigðra eigna á þróunarsvæðinu auk þess sem ríkið greiðir þóknun af söluverði seldra fasteigna á svæðinu. Nemur sú þóknun 100% af söluverði fasteigna fyrstu 2 ár samningstímans, en eftir þann tíma er gert ráð fyrir að þóknun til Þróunarfélagsins verði tekin til endurskoðunar miðað við verkefnastöðu og fjárhag félagsins.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Fjármálaráðuneyti
Þróunarfélag Keflavíkur-
    flugvallar ehf.
09-985-101 2010 142,0 280,0
Samtals 142,0 280,0 0,0 0,0 0,0 0,0

Rafrænt markaðstorg – viljayfirlýsing.
    Fjármálaráðherra undirritaði hinn 28. febrúar 2007, viljayfirlýsingu um gerð samnings við EC hugbúnað ehf. um rekstur á rafrænu markaðstorgi fyrir ríkið. Í yfirlýsingunni er gert ráð fyrir að ríkið skuldbindi sig til að greiða 75.000 kr. á mánuði fyrir allar stofnanir ríkisins fyrir aðgang og viðskipti á markaðstorginu. Samningur þessa efnis var síðan undirritaður í júní 2007. Ekki var gert ráð fyrir að það þyrfti að koma til viðbótarfjárveiting á fjárlögum til þess að standa straum af kostnaðinum.

10 Samgönguráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 gerði samgönguráðherra tvo samninga sem fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð.

Samningur um gerð og afnot flugbrautar í Kárastaðalandi í Borgarbyggð.
    Þann 8. maí 2007 undirritaði samgönguráðherra og Borgarbyggð samning um gerð og afnot flugbrautar í Kárastaðalandi í Borgarbyggð. Tilgangur og markmið samningsins er að tryggja að flugvöllurinn geti nýst með fullnægjandi hætti fyrir almenna umferð flugvéla svo sem æfinga- og kennsluflug. Samkvæmt samningnum er gjald fyrir afnot af flugvallarsvæðinu 14 millj. kr. sem greiðist í tvennu lagi og eru greiðslur fullnaðargreiðslur til Borgarbyggðar fyrir umsamin afnot, óháð tímalengd samningsins.

Þjónustusamningur um rekstur Vaktstöðvar siglinga – viðauki.
    Þann 26. mars 2007 undirritaði samgönguráðherra viðauka við þjónustusamning vegna endurnýjunar búnaðar fyrir Vaktstöð siglinga. Er í samningnum byggt á kostnaðaráætlun sem samtals hljóðar upp á 181 millj. kr. og skulu greiðslur fara fram mánaðarlega gegn framvísun reiknings. Gert er ráð fyrir að ársgreiðslur úr ríkissjóði vegna samningsins verði 45,7 millj. kr. frá og með 2008.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
Samgönguráðuneyti
Flugbraut í Kárastaðalandi Borgarbyggð 10-475-6.41 Frá 8/5/07 7,0 7,0
Rekstur Vaktstöðvar siglinga
    – viðauki
10-335-1.11 26/3/07 – 26/3/12 45,7 45,7 45,7 45,7 45,7
Samtals 7,0 52,7 45,7 45,7 45,7 45,7

11–12 Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 undirritaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra einn samning sem felur í sér fjárhagslega skuldbindingu fyrir ríkissjóð.

Samningur um kaup á hlutum í Vistorku hf.
    Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði ásamt fjármálaráðherra fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands samning um kaup á hlutum í Vistorku hf. þann 12. mars 2007. Umsamið kaupverð er 225 millj. kr. og greiðist á 3 árum. Í samningnum er fyrirvari um að framlög iðnaðarráðuneytisins séu háð fjárheimild Alþingis hverju sinni. Fjárheimild til kaupanna eru af liðnum Kaup hlutabréfa og eiginfjárframlög í 2. gr. fjárlaga, sjóðstreymi.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011
Iðnaðarráðuneyti
Samningur um kaup á hlut í Vistorku hf. 25,0 100,0 100,0
Samtals 25,0 100,0 100,0 0,0 0,0

14 Umhverfisráðuneyti.
    Á tímabilinu 6. desember 2006 og þar til þáverandi ríkisstjórn lét af störfum í maí 2007 voru hjá umhverfisráðuneytinu endurnýjaðir tveir samstarfssamningar um sameiginleg verkefni er tengjast innleiðingu Staðardagskrár 21 og sjálfbærri byggðaþróun. Auk þess var undirritaður 2. júlí 2007 viðauki við samstarfssamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins um áframhaldandi starf á landsvísu að gerð Staðardagskrár 21 í íslenskum sveitarfélögum.

Samstarfssamningur milli umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Samningurinn var undirritaður 15. febrúar 2007 og gildir frá og með 1. janúar 2007 til og með 31. desember 2009. Samstarfssamningur þessi er almennur samningur um Staðardagskrá 21 í íslenskum sveitarfélögum. Umhverfisráðuneytið greiðir Sambandi íslenskra sveitarfélaga árlega 3 millj. kr. en sambandið leggur til verkefnisins 2 millj. kr. Sambandið greiðir einnig allan kostnað vegna verktakasamnings við aðila um framkvæmd verkefnisins. Tekið er fram í samningnum að greiðslur ráðuneytisins séu ákveðnar með fyrirvara um fjárveitingar Alþingis. Greiðslur fyrir árið 2007 voru samþykktar við fjárlagaafgreiðslu í desember 2006. Einnig liggur nú fyrir samþykki vegna fjárlaga 2008.

Samstarfssamningur milli umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra.
    Samningurinn var undirritaður 15. febrúar 2007 og gildir frá og með 1. janúar 2007 til og með 31. desember 2009. Samstarfssamningur þessi byggist m.a. á byggðaáætlun 2006–2009 og snýr að Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum. Umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra munu beita sér fyrir því að til þessara samstarfsverkefna verði árlega 7 millj. kr. til ráðstöfunar og greiðist sú upphæð jafnt af hvoru ráðuneyti fyrir sig en umhverfisráðuneytið mun hafa umsjón með fjársýslu verkefnanna. Í fyrrnefndum viðauka sem gerður er á grundvelli þessa samstarfssamnings kemur fram að umhverfisráðuneytið greiði Sambandi íslenskra sveitarfélaga 7 millj. kr. á árinu 2007 en þar af eru 3,5 millj. kr. endurkræfar frá iðnaðarráðuneyti. Sömu upphæðir verða greiddar með sama hætti árin 2008 og 2009 með fyrirvara um áframhaldandi heimild í fjárlögum.

Tölulegt yfirlit í millj. kr.
Fjárlagaliður Gildistími 2007 2008 2009 2010 2011
Umhverfisráðuneyti
Staðardagskrá 21 í íslenskum
    sveitarfélögum
14-190-1.98 1/1/07 – 31/12/09 3,0 3,0 3,0
Staðardagskrá 21 í fámennum
    sveitarfélögum
14-190-1.98 1/1/07 – 31/12/09 3,5 3,5 3,5
Samtals 6,5 6,5 6,5 0,0 0,0



Töluleg samantekt allra ráðuneyta.

Fjárlagaliður Gildistími 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
01 Forsætisráðuneyti
Vesturfarasetrið Hofsósi 1 01 190 1.25 2007–2011 23,0 28,0 28,0 28,0 28,0
02 Menntamálaráðuneyti
Samstarf á sviði menningarmála 02-999-1.98 Frá 9/2/07 4,0 4,0 4,0 4,0 4,0 16,0
Íþróttaakademían 02-999-1.98 9/5/07–31/5/11 7,0 12,0 12,0 12,0 5,0
Uppeldi til árangurs 02-720-1.31r 1/9/07–31/8/10 2,0 2,0 2,0
Vitinn – Verkefnastofa ehf 02-720-1.31 2007 2,0
Rannís 02-999-1.90 1/2/07–1/9/08 9,6 2,4
Kennaraháskóli Íslands 02-215-1.01 2008 16,0
Samstarf framhaldsskóla á Austurlandi 02-319-1.11 1/8/06–31/7/09 3,0 3,0 3,0
03 Utanríkisráðuneyti
Kaup á sendiráðsbústað
í Kaupmannahöfn
03-300-6.27 2007 242,2
Kaup á ræðismannsbústað í Þórshöfn 03-300-6.29 2007 87,9
Þýðingamiðstöð UTN á Akureyri 03-101-1.01 frá 2007 20,0 42,0 42,0 42,0 42,0 168,0
04 Landbúnaðarráðuneyti
Mótvægisaðgerðir í garðplöntuframleiðslu 04.807.1.07 2007–2009 14,0 10,7 4,0
Samningur um Landgræðsluskóga 1/1/09–31/12/13 35,0 35,0 35,0 70,0
Samningur um Hekluskóga 04 325 1.01 1/5/07–31/12/16 28,0 50,0 50,0 50,0 50,0 200,0
1     Niður fellur árlegt 23 millj. kr. framlag samkvæmt eldri samningi.


Fjárlagaliður Gildistími 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Landhelgisgæslan 06-395 30 mánuðir 926,0 926,0 794,0
Landhelgisgæslan 06-395 26 mánuðir 628,0 1.465,0
Landhelgisgæslan 06-395 36 mánuðir 12,0 6,0 6,0
World-Check 06-101 36 mánuðir 13,2 17,6 17,6 4,4
Sýslumaðurinn á Selfossi – TMD 06-433 5 ár
Sýslumaðurinn í Borgarnesi – TMD 06-413 5 ár 0,4 0,4 0,4 0,4 0,4
Varnarmálaráðuneytið í Danmörku
    – DKM
06-101 ótímab.samn.
Fangelsismálastofnun ríkisins –
    Vernd
06-501 ótímab.samn. 17,5 17,5 17,5 17,5 17,5 70,0
Neyðarlínan – TMD 06-325 ótímab.samn. 0,4 0,4 0,4
Sýslumaðurinn á Hólmavík 06-419 ótímab.samn. 0,3 0,3 0,3 0,3 0,3 1,0
Lögreglan á Ólafsfirði 06-424 ótímab.samn. 0,5 0,5 0,5 0,5 0,5 1,9
Lögreglan á Siglufirði 06-424 ótímab.samn. 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 6,2
07 Félagsmálaráðuneyti
Samtök sveitarf. á Norðurlandi vestra 07-705-1.86 19/12/06–31/12/12 272,6 306,9 335,1 335,1 335,1 335,1 335,1
Norðurþing 07-706-1.85 30/4/07–31/12/09 74,2 98,7 113,4 113,4
Akureyrarkaupstaður 07-706-1.86 8/1/07–31/12/09 655,2 739,2 783,9 783,9
Sveitarfélagið Hornafjörður 07-707-1.86 30/4/07–31/12/12 24,0 26,7 27,6 27,6 27,6 27,6 27,6
Reykjavíkurborg 07-700-1.90 20/12/06–31/12/09 43,4 15,0 15,0
AE-starfsendurhæfing 07-700-1.90 29/12/06–31/12/08 14,1 14,1
Rauði kross Íslands 07-999-1.49 10/5/07–31/8/08 14,0 3,3
Alþjóðahúsið 07-999-1.49 2007 2,5
Reykjanesbær 07-999-.198 1/9/07–31/8/10 2,0 2,0 2,0


Fjárlagaliður Gildistími 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti2
Landspítali háskólasjúkrahús 08-401-101 1/1/07–31/12/07 125,0
Söfnun og úrv. uppl. vegna mænuskaða 08-379-1.01 2007 5,7
Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann 08-388 2007 80,0
Þjónustusamningur við Bláa lónið3 08-399-1.73 1/1/07–31/12/12 44,6 44,6 44,6 44,6 44,6 44,6
Bláa lónið – styrkur3 08-399-1.74 1/1/06–31/12/09 25,0 25,0 25,0
Rannsóknarstofnun um lyfjamál safnliður 2007–2009 0,5 0,5 0,5
Endurhæfing aldraða 08-410 25/4/07–31/12/08 15,0 21,7
Þverfagleg starfsendurhæfing 08-500-1.10 9/5/07–8/5/10 5,0 6,0 6,0
Uppeldi til árangurs 08-500-1.10 1/9/07–31/8/10 2,0 2,0 2,0
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 08-500-1.10 1/1/07–31/12/08 1,0 1,0
Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar 08-500-1.10 1/1/07–31/12/08 3,0 3,0
Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 08-500-1.10 1/1/07–31/12/08 1,0 1,0
Heilbrigðisstofnun Austurlands 08-500-1.10 1/1/07–31/12/08 3,0 3,0
Blindrafélagið 08-399-1.98 8/5/07–31/12/12 1,7 5,0 2,6 2,6 2,6 2,6
Hreyfing fyrir alla 08-500-1.10 9/2/07–31/12/08 1,0
09 Fjármálaráðuneyti
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. 09-985-101 til 2010 142,0 280,0
2    Fjárlagaliðir sem verkefni eru fjármögnuð af, getur verið annað en fjárlaganúmer stofnunar, sem sinnir verkefninu.
3    Greitt út af sjúkratryggingum 2007, en fært á sérstakt viðfang í fjárlögum frá og með 2008.


Fjárlagaliður Gildistími 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012–15
10 Samgönguráðuneyti
Flugbraut í Kárastaðalandi
    Borgarbyggð

10-475-6.41

Frá 8/5/07

7,0

7,0
Rekstur Vaktstöðvar siglinga
    – viðauki

10-335-1.11

26/3/07 – 26/3/12

45,7

45,7

45,7

45,7

45,7
11–12 Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Samningur um kaup á hlut í
    Vistorku hf.

25,0

100,0

100,0
14 Umhverfisráðuneyti
Staðardagskrá 21 í íslenskum
    sveitarfélögum

14-190-1.98

1/1/07–31/12/09

3,0

3,0

3,0
Staðardagskrá 21 í fámennum
    sveitarfélögum

14-190-1.98

1/1/07–31/12/09

3,5

3,5

3,5
Samtals 1.168,0 3.294,0 3.334,7 3.993,1 651,2 639,8 988,8