Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 427. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 681  —  427. mál.
Löggjafarþing.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um Búrfellsvirkjun.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvað er framleiðsla Búrfellsvirkjunar stór hluti af raforkuþörf almenna markaðarins og á hvaða verði væri hægt að selja hverja kWst ef miðað væri við að tekjur þyrftu aðeins að duga fyrir rekstri og viðhaldi en ekki stofnkostnaði, en framleitt og selt rafmagn frá virkjuninni hefur fyrir löngu greitt allan stofnkostnað hennar?
     2.      Telur ráðherra ekki rétt að almenningur njóti raforkuframleiðslu afskrifaðra virkjana í eigu hins opinbera í lægra raforkuverði og hver er það sem nýtur góðs af þeim hagnaði sem augljóslega er af raforkusölu afskrifaðra virkjana?