Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 469. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 748  —  469. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um umhverfisáhrif Nesjavallavirkjunar.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvernig er afrennsli frá Nesjavallavirkjun háttað og í hve miklum mæli rennur vatn frá virkjuninni út í umhverfið?
     2.      Eru taldar líkur á tengslum milli afrennslis frá Nesjavallavirkjun og aukins magns kvikasilfurs í urriðanum í Þingvallavatni?
     3.      Hvernig er háttað vöktun á umhverfisáhrifum Nesjavallavirkjunar, þar á meðal hita- og efnamengun, og hyggja stjórnvöld á einhverjar aðgerðir til úrbóta?