Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 501. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 796  —  501. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattlagningu á starf björgunarsveita.

Frá Bjarna Harðarsyni.



     1.      Hverjar voru tekjur ríkissjóðs árið 2007 af beinni og óbeinni skattlagningu á starf björgunarsveita í landinu?
     2.      Eru áform um breytingar á því fyrirkomulagi að björgunarsveitir verða að greiða umtalsverðar fjárhæðir í gjöld af eldsneyti þegar farið er í útköll, staðgreiðslu af launum björgunarsveitarmanna þegar þeir sinna launuðum verkefnum í fjáröflunarskyni og virðisaukaskatt af rekstrarkostnaði sínum?


Skriflegt svar óskast.