Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 561. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 867  —  561. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um skaðabætur til fjölskyldna fórnarlamba í sprengjuárás gegn íslenskum friðargæsluliðum.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.


    Hefur íslenska ríkið greitt skaðabætur til fjölskyldna fórnarlambanna tveggja, 11 ára afganskrar stúlku og 23 ára bandarískrar konu, í sprengjuárás gegn íslensku friðargæsluliðunum í Kabúl árið 2004? Ef svo er, hversu háar voru skaðabæturnar og hvenær voru þær greiddar? Ef svo er ekki, hefur ráðherra í hyggju að sjá til þess að fjölskyldunum verði greiddar skaðabætur?