Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 563. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 869  —  563. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um dragnótaveiðar.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hvaða takmarkanir sem varða dragnótaveiðar hafa verið settar síðustu fimm ár á stærðir báta, aflvísi, stærð veiðarfæris eða gerð þess, annan útbúnað, dragnótagerð eða þunga fótreipis og leyfilega lengd dragtóga? Óskað er eftir að svarið verði sundurliðað eftir eftirfarandi svæðum sem skilgreind eru í reglugerð um dragnótaveiðar:
                  a.      Suður- og Norðurland,
                  b.      Breiðafjörður og Vestfirðir,
                  c.      Norðurland,
                  d.      Norðausturland og Austfirðir.
     2.      Hvaða aðgerðir eða breytingar varðandi dragnótaveiðar síðustu fimm ár hafa falið í sér tímabundna lokun til að vernda hrygningarsvæði
                  a.      þorsks,
                  b.      annarra botnfiska,
                  c.      loðnu-, síldar eða sandsílis?
     3.      Hvaða tillögur hafa ráðherra borist um friðunarsvæði innan flóa og fjarða fyrir veiðum með dragnót? Hefur ráðherra fengið áskorunarlista íbúa vegna aðgerða eða tilhögunar veiða með dragnót í einstökum flóum eða fjörðum og ef svo er, hvernig hefur verið brugðist við?


Skriflegt svar óskast.