Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 603. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 932  —  603. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvert var heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi 2006 og hve mikið hefur það aukist frá því árið 1990?
     2.      Hvernig skiptist útstreymi gróðurhúsalofttegunda samkvæmt eftirfarandi sundurliðun: iðnaðarferlar, eldsneytisbrennsla í iðnaði, vegasamgöngur, fiskiskip, önnur eldsneytisbrennsla, landbúnaður og úrgangur, og hver hefur þróunin verið frá árinu 1990?
     3.      Hvernig skiptist útstreymið á þær lofttegundir sem eru inni í loftslagsbókhaldinu? Í svarinu óskast sundurliðað hversu stór hluti PAH-losunar kemur frá stóriðju.
     4.      Hvernig skiptist losunin 2006 á þær heimildir sem Ísland hefur samkvæmt Kyoto-bókuninni, a) almennar heimildir, b) heimildir samkvæmt ákvæði 14/CP7?
     5.      Hvenær má gera ráð fyrir að tölur fyrir árið 2007 liggi fyrir?
     6.      Hverju spáir Umhverfisstofnun um útstreymi gróðurhúsalofttegunda á fyrsta skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar 2008–2012?


Skriflegt svar óskast.