Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 557. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1023  —  557. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2007, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Högna S. Kristjánsson, Nínu Björk Jónsdóttur og Katrínu Einarsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Hörpu Theodórsdóttur frá fjármálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 20/2007 frá 27. apríl 2007, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/46/EB frá 14. júní 2006 um breytingu á tilskipunum ráðsins 78/660/EBE um ársreikninga félaga af tiltekinni gerð, 83/349/EBE um samstæðureikninga, 86/635/EBE um ársreikninga og samstæðureikninga banka og annarra fjármálastofnana og 91/674/EBE um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga.
    Tilskipunin miðar að því að auka trúverðugleika á fjárhagsupplýsingum fyrirtækja, m.a. með því að lagðar eru auknar skyldur og aukin ábyrgð á stjórnarmenn félaga vegna reikningsskila og upplýsinga í ársreikningum.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi. Stefnt er að því að frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga verði lagt fyrir haustþing 2008.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 19. maí 2008.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Árni Páll Árnason.


Steingrímur J. Sigfússon.



Ragnheiður E. Árnadóttir.


Ásta R. Jóhannesdóttir.


Siv Friðleifsdóttir.



Guðfinna S. Bjarnadóttir.


Lúðvík Bergvinsson.


Kristinn H. Gunnarsson.