Réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar

Þriðjudaginn 20. janúar 2009, kl. 14:48:10 (3027)


136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

greiðslur til líffæragjafa.

259. mál
[14:48]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félagsmálaráðherra fyrir framlagningu þessa máls. Þingflokksformaður framsóknarmanna, Siv Friðleifsdóttir, vakti athygli á því fyrr í vetur en það verður að segjast eins og er að líkurnar aukast óneitanlega verulega við það að hæstv. félagsmálaráðherra leggur það fram. Ég ætla ekki að fara efnislega yfir málið, félagsmálaráðherra gerði það ágætlega, en ég vil lýsa yfir ánægju minni með þá stefnu sem fram kemur í frumvarpinu að fjárhagsstaða fólks ráði ekki úrslitum um líf þess og heilsu. Mig langar að lauma því að hæstv. félagsmálaráðherra að heilbrigðisráðherra hefði líklega gott af leiðsögn hennar enda margt sem bendir til þess að skilningur hans sé annar.