Seðlabanki Íslands

Föstudaginn 06. febrúar 2009, kl. 18:13:51 (3385)


136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[18:13]
Horfa

Björn Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í máli hæstv. forsætisráðherra kom fram að mörg atriði í frumvarpinu þurfi að skoða nánar og væntanlega verður það gert í þingnefnd og menn gefi sér tíma til þess. Ég vil spyrja af því tilefni hvort hæstv. forsætisráðherra telji ekki eðlilegt að senda frumvarpið Seðlabanka Íslands til umsagnar og fá álit hans á málinu.

Í öðru lagi kom fram að hæstv. forsætisráðherra telur eðlilegt að ríkisstjórnin hafi afskipti af ákvörðunum bankaráðs Landsbankans um ráðningu á bankastjórum. Hefur ríkisstjórnin mótað sér stefnu um afskipti sín af ákvörðunum einstakra bankaráða í ríkiseign?