Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 17. febrúar 2009, kl. 15:40:59 (3814)


136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

stjórnarskipunarlög.

286. mál
[15:40]
Horfa

Flm. (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ljóst er að þetta frumvarp er breyting á stjórnarskrá. Það stendur skýrt í 1. gr. (Gripið fram í: Hver gerði þetta?) Við stjórnarskrána bætist um stundarsakir nýtt ákvæði svohljóðandi o.s.frv. (Gripið fram í: Hvað segir 79. gr.?) Þannig að ef þetta verður samþykkt óbreytt þyrfti að samþykkja þetta núna, kjósa og samþykkja aftur.

Ef menn vilja fara þessa — (Gripið fram í: Hvað segir 79. gr.?) já, þetta er breyting á stjórnarskránni. (Gripið fram í.) Þetta frumvarp stenst alveg allar laga — (Gripið fram í.) það er nú lögfræðingur sem samdi þetta frumvarp og fleiri lögfræðingar hafa lesið það yfir og meira að segja hefur þingið lesið það yfir. Þannig að ég óttast ekki að við séum að brjóta stjórnarskrána með frumvarpinu.

En það er alla vega ljóst að þetta er breyting á stjórnarskrá. Þannig að ef frumvarpið fær samþykki núna þarf líka að samþykkja það á nýju þingi til að það öðlist gildi.