Seðlabanki Íslands

Fimmtudaginn 26. febrúar 2009, kl. 17:33:00 (4353)


136. löggjafarþing — 89. fundur,  26. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[17:33]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér liggur fyrir breytingartillaga sem lýtur að hlutverki peningastefnunefndar. Það eru fjögur lykilatriði í þessari breytingartillögu, þ.e. metur, skal, opinberlega og þegar tilefni er til. Samfylkingin greiðir þessari breytingartillögu atkvæði sitt.