Dagskrá og fyrirkomulag þingfunda

Miðvikudaginn 04. mars 2009, kl. 12:16:52 (4529)


136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

dagskrá og fyrirkomulag þingfunda.

[12:16]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hafði ekki hugsað mér að lengja umræðuna (Gripið fram í: Nú?) en af því að beint var til mín spurningu vildi ég bara nefna það svo orð mín verði ekki tekin úr samhengi að vissulega getur forseti ekki fullyrt það fyrir fram að mál klárist ekki í umræðunni og sett það síðan áfram á dagskrá á næsta fundi. Í því fólst engin óvirðing. Það er hins vegar staðreynd. Hins vegar gerði ég ráð fyrir að umræðan mundi ekki klárast þó að forseti hafi formsins vegna ekki getað gert þetta. Þess vegna fundust mér orð Péturs H. Blöndals ekki sanngjörn í minn garð í þeirri ræðu sem hann flutti áðan.