Náttúruvernd

Þriðjudaginn 24. mars 2009, kl. 17:31:09 (5789)


136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

náttúruvernd.

362. mál
[17:31]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti og kollegi. Ég held að hæstv. forseta hafi orðið á í messunni þegar hann hleypti framsögumanni hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur að af því að ég bað um orðið um fundarstjórn forseta á undan. Þá ber forsetum að hleypa viðkomandi að um fundarstjórn forseta.

Hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir óskaði eftir því fyrr á fundinum að umhverfisráðherra yrði til staðar við umræðuna og nú sé ég að umhverfisráðherra er komin. Að þessu leyti til læt ég því málið niður falla en óska jafnframt eftir að fá að taka til máls um frumvarpið.