136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[02:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Fyrst þetta er svona svakalega einfalt hlýtur hv. þingmaður að geta útlistað fyrir landslýð hvernig þessum þúsund milljónum er dreift til landsmanna, hvernig niðurgreiðslan fer fram í gegnum rafmagnsveiturnar, eftir hvaða taxta er farið o.s.frv. Það væri mjög gaman að heyra þá útlistun. Ég skil þetta nefnilega ekki.

Sérstaklega verður gaman að heyra — þegar hv. þingmaður verður búin að útlista þetta á einfaldan hátt þannig að allir skilji og viti nákvæmlega hvernig þessum þúsundum milljónum verður dreift út — hvernig virðisaukaskatturinn er reiknaður út, vegna þess að ég talaði nefnilega við tvo sérfræðinga sem sögðust ekki geta fundið á því stærðfræðilega lausn, hvorki meira né minna. Svo „einfalt“ var nú kerfið. Þeir gátu ekki reiknað virðisaukaskattinn út sem þeir áttu samt að gera og þetta var starf þeirra sérfræðinga.