Almenn hegningarlög

Föstudaginn 17. apríl 2009, kl. 16:16:52 (7866)


136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

almenn hegningarlög.

342. mál
[16:16]
Horfa

Ásta Möller (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður og hæstv. ráðherra Kolbrún Halldórsdóttir hefur gert grein fyrir fyrirvara sínum frá þessum tíma og ég hef engu við það að bæta en verð að segja að ég sá ekki fyrr en ég leit á það plagg sem ég las úr áðan að það hefði verið með fyrirvara. Ég hafði tekið það þannig að hún hefði verið á móti þessu frumvarpi þannig að það kom mér á óvart þegar ég las það að þetta var sett svona upp. Ekki það, mér er vel kunnugt um fyrirvara hennar og hef ekkert við hann að athuga. Fyrirvarinn er kominn hér fram en á sama hátt liggur mín skoðun fyrir.