136. löggjafarþing — 17. fundur,  30. okt. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

[13:08]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Allt sem hv. þingmaður nefndi eru hugmyndir sem hægt er að styðjast við við þær aðstæður sem nú eru. Forsenda þess að við fáum hér erlenda fjárfestingu er að verð komist á krónuna, er að ró náist á gjaldeyrismarkaði, er að við getum snúið frá þeirri þróun sem við höfum staðið frammi fyrir nú um nokkurt skeið. Þetta er lykilatriði.

Þessi vaxtahækkun, sem án efa verður gagnrýnd og verður vonandi skammvinn, er liður, einn liður, í því að reyna að ná þessu markmiði. Ég er sannfærður um að ef allir taka höndum saman og þjóðin tekur höndum saman munum við ná því á skemmri tíma en margir hyggja að komast upp úr þeim öldudal sem íslenska þjóðin er nú stödd í.