Fjáraukalög 2008

Þriðjudaginn 16. desember 2008, kl. 20:09:44 (2445)


136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[20:09]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Öllum þeim spurningum sem hv. þingmaður spurði var svarað í ræðunni. Það er verið að vinna þessi gögn og það er verið að meta það út frá eðli þeirra hvort það sé rétt að þau komi fram í fjáraukalögum 2008 eða fjárlögum 2009 og niðurstaða í því mun liggja fyrir í þessari viku þannig að við getum afgreitt bæði þessi frumvörp og verið með þá niðurstöðu sem við vitum sannasta og besta í þessum efnum eins og staðan er í dag.

Við vitum líka að það á eftir að meta ýmsa hluti hvað varðar bankana, hver staða þeirra var þegar þeir féllu og meta eiginfjárstöðu þeirra og endanlega skiptin á milli þess gamla og nýja. Við erum einfaldlega að reyna að leggja þetta fram eins vel og skipulega og skikkanlega og hægt er en þó þannig að bæði fjáraukalög og fjárlög séu afgreidd á réttan hátt.