Fjáraukalög 2008

Mánudaginn 22. desember 2008, kl. 19:42:36 (2972)


136. löggjafarþing — 68. fundur,  22. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[19:42]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér kemur til atkvæðagreiðslu fjáraukalagafrumvarp fyrir árið 2008, árið sem bankarnir hrundu, árið sem 17 ára ríkisstjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins hrundi. Ríkisstjórnin situr áfram rúin trausti.

Við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins eru fjöldamargir þættir í óvissu. Hver verður kostnaðurinn við hrun bankanna? Hver verður kostnaðurinn við Icesave-reikningana? Þetta fjáraukalagafrumvarp er þess vegna algjörlega ófullkomið og tekur ekki á þeim gríðarlegu þáttum sem enn eru ófærðir á þetta ár.

Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs munum sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu og vísa allri ábyrgð (Forseti hringir.) á málinu á hendur ríkisstjórninni en þetta er hrun á ríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins.