Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 116. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 126  —  116. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um sérsveit ríkislögreglustjóra.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hversu margir lögreglumenn skipa sérsveit ríkislögreglustjóra?
     2.      Hver eru meðallaun sérsveitarmanna og hver eru meðallaun annarra lögreglumanna?
     3.      Hver er meðalaldur lögreglumanna í sérsveitinni og hver er meðalaldur almennra lögreglumanna?
     4.      Hver hefur kostnaðurinn af rekstri sérsveitar ríkislögreglustjóra verið sl. þrjú ár, og hvernig skiptist hann á einstaka liði t.d. laun, þjálfun, búnað o.s.frv.?
     5.      Hversu mörgum útköllum hefur sérsveitin sinnt sl. þrjú ár, sundurliðað eftir árum, og hvers eðlis hafa þessi útköll verið?
     6.      Í hve mörgum þessara útkalla var um almannahættu að ræða?
     7.      Hvernig er ákvörðun tekin um útkall sérsveitar?
     8.      Hvernig er starf sérsveitarinnar skipulagt og hvernig skiptist tími sérsveitarmanna milli þjálfunar og eiginlegra lögreglustarfa?
     9.      Ganga sérsveitarmenn almennar vaktir og sinna þeir útköllum til jafns við aðra lögreglumenn þegar þeir eru á vakt?



Skriflegt svar óskast.