Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 201. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Prentað upp.

Þskj. 252  —  201. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um gengistryggð húsnæðislán.

Frá Helgu Sigrúnu Harðardóttur.



     1.      Hver hefur hækkun gengistryggðra húsnæðislána verið í samanburði við hækkun íslenskra verðtryggðra lána síðastliðið ár?
     2.      Hvað eru gengistryggð lán stór hluti húsnæðislána, í krónum talið og fjölda lántakenda?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að fara þá leið sem viðskiptaráðherra kynnti í viðtali við DV 7. október um yfirtöku Íbúðalánasjóðs á gengistryggðum húsnæðislánum og að gengi þeirra verði fært niður til þess gengis sem í gildi var þegar lánin voru tekin?
     4.      Ef ráðherra telur þessa leið færa, hvenær má gera ráð fyrir að hún komi til framkvæmda og ef ekki, hvers vegna og hvaða leiðir koma þá til greina við að leysa úr þeim yfirþyrmandi vanda sem fjölskyldur með gengistryggð húsnæðislán standa frammi fyrir?


Skriflegt svar óskast.