Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 339. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 579  —  339. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um verktakavinnu fyrir heilbrigðisráðuneytið.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hvaða verkefnum sinntu verktakar fyrir heilbrigðisráðuneytið á tímabilinu 1.6.2007– 1.2.2009?
     2.      Hversu margir verktakar störfuðu fyrir ráðuneytið á því tímabili og hverjir voru þeir?
     3.      Hvað greiddi ráðuneytið verktökunum fyrir vinnu þeirra?
     4.      Hversu stór hluti af vinnu verktakanna fyrir ráðuneytið tengist fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á heilbrigðiskerfinu?
     5.      Voru verkefnin sem verktakarnir sinntu boðin út eða auglýst á vegum ráðuneytisins?


Skriflegt svar óskast.