Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 340. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 580  —  340. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um aðgerðir fyrir þá sem hafa orðið sérstaklega illa úti í hruni fjármálakerfisins.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hafa verið skipulagðar aðgerðir til að ná til þeirra sem hafa misst atvinnu og eru á viðkvæmu fjárfestingarskeiði í lífi sínu?
     2.      Hafa verið skipulagðar aðgerðir til að ná annars vegar til þeirra sem vinna í byggingariðnaði og hins vegar þeirra sem starfa sjálfstætt í öðrum greinum og hafa ekki leitað sér aðstoðar eða eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum af ýmsum ástæðum?
     3.      Hafa verið skipulagðar aðgerðir til að ná til þeirra sem hafa orðið fyrir áfalli og hafa ekki af þeim eða öðrum aðstæðum leitað sér aðstoðar?
     4.      Hafa aðgerðir verið samhæfðar með sveitarfélögum til þess að finna og aðstoða framangreinda aðila?
     5.      Hefur verið gerð áætlun til að styrkja og aðlaga starfsemi og lagaramma Vinnumálastofnunar enn frekar en nú hefur verið gert?


Skriflegt svar óskast.