Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 322. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Prentað upp.

Þskj. 801  —  322. mál.
Viðbót.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lögum um aðför, nr. 90/1989, lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.

Frá allsherjarnefnd.



1.      Við 3. gr.
             a.      Í stað orðanna „31. ágúst 2009“ tvívegis í 1. efnismgr. komi: 31. október 2009.
             b.      Á eftir orðunum „skulu kröfur“ í 2. efnismgr. komi: aðrar en skattkröfur.
             c.      Í stað orðanna „1. september 2009“ í 2. efnismgr. komi: 1. nóvember 2009.
2.      5. gr. falli brott.
3.      Á eftir 6. gr., er verði 5. gr., komi nýr kafli, IV. kafli, Breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með einni nýrri grein, 6. gr., svohljóðandi:
              Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
              Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. laganna skulu dráttarvextir sem leggjast á skattkröfur nema fimmtán hundraðshlutum á ársgrundvelli, þó aldrei hærri en almennir dráttarvextir, frá og með 1. apríl til og með 31. desember 2009.
4.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðför, nr. 90/1989, lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, og lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.